Gleðilegt sumar! Drífa Snædal skrifar 24. júní 2022 14:01 Ferðaþyrst fólk flykkist til og frá landinu eftir tveggja ára ferðatakmarkanir. Flugvellir víða um heim standa ekki undir álaginu og aldrei að vita hvar farangur endar eða í versta falli ferðamenn. Mjög víða vantar starfsfólk og álagið á vinnandi fólk er mikið. Ýmsir furða sig á því að þó atvinnuleysi sé víða um heim skorti enn starfsfólk. Það þarf þó engan að undra að flugvellir sem víða eru komnir í eigu alþjóðlegra stórfyrirtækja sem reyna eftir megni að þrýsta launum og öðrum starfsmannakostnaði niður eigi erfitt með að fá til sín fólk. Flugvellirnir eru oft langt frá heimilum, starfsumhverfið ómanneskjulegt og hækkandi samgöngukostnaður, barnagæsla og fleira gerir það að verkum að fólk greiðir nánast með sér til vinnu. Það er hin stóra breyting sem orðið hefur í kófinu: Fyrirtæki sem koma ekki fram við fólk af virðingu í launum og aðbúnaði eiga erfitt með að fá starfsfólk aftur til sín. Þetta er staðreynd úti í heimi og þetta er líka staðreynd hér á Íslandi. Við sjáum ákveðið mynstur og hægt að leiða að því líkum að fyrirtæki sem stóðu ekki með sínu starfsfólki í gegnum kófið eigi erfiðar uppdráttar að fá til sín fólk. Á meðan höfum við sem betur fer góð dæmi um að fyrirtæki sem unnu með sínu fólki þegar í harðbakkann sló njóta þess nú að hafa reynslumikið fólk í vinnu. Við getum líka heimfært þetta á heilu samfélögin, þau sem bjuggu við sterkt opinbert kerfi og beittu almannatryggingum í faraldrinum koma betur út en samfélög þar sem fólk féll niður í örbyrgð og vonleysi án afkomu. Hér á landi vann ýmislegt með okkur og gerir enn. Húshitunarkostnaður hefur margfaldast í hinu græðgisvædda Evrópska orkukerfi en við búum sem betur fer við lágan orkukostnað í lokuðu kerfi í almannaeigu. Þetta eru verðmæti sem hafa aldrei verið jafn áþreifanleg og nú. Um heim allan er verðbólgan farin af stað og staða vinnandi fólks þrengist. Fólk sækir stuðning í stéttarfélög og beitir samtakamætti til að knýja fram betri kjör í óviðunandi ástandi. Þau ríki sem geta beitt skattkerfum til jöfnunar, búa við sterka verkalýðshreyfingu og sterkt opinbert kerfi hafa möguleika til að bæta kjör almennings og styrkja með þeim hætti atvinnulífið. Við erum þar á meðal. Gleðilegt sumar! Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþyrst fólk flykkist til og frá landinu eftir tveggja ára ferðatakmarkanir. Flugvellir víða um heim standa ekki undir álaginu og aldrei að vita hvar farangur endar eða í versta falli ferðamenn. Mjög víða vantar starfsfólk og álagið á vinnandi fólk er mikið. Ýmsir furða sig á því að þó atvinnuleysi sé víða um heim skorti enn starfsfólk. Það þarf þó engan að undra að flugvellir sem víða eru komnir í eigu alþjóðlegra stórfyrirtækja sem reyna eftir megni að þrýsta launum og öðrum starfsmannakostnaði niður eigi erfitt með að fá til sín fólk. Flugvellirnir eru oft langt frá heimilum, starfsumhverfið ómanneskjulegt og hækkandi samgöngukostnaður, barnagæsla og fleira gerir það að verkum að fólk greiðir nánast með sér til vinnu. Það er hin stóra breyting sem orðið hefur í kófinu: Fyrirtæki sem koma ekki fram við fólk af virðingu í launum og aðbúnaði eiga erfitt með að fá starfsfólk aftur til sín. Þetta er staðreynd úti í heimi og þetta er líka staðreynd hér á Íslandi. Við sjáum ákveðið mynstur og hægt að leiða að því líkum að fyrirtæki sem stóðu ekki með sínu starfsfólki í gegnum kófið eigi erfiðar uppdráttar að fá til sín fólk. Á meðan höfum við sem betur fer góð dæmi um að fyrirtæki sem unnu með sínu fólki þegar í harðbakkann sló njóta þess nú að hafa reynslumikið fólk í vinnu. Við getum líka heimfært þetta á heilu samfélögin, þau sem bjuggu við sterkt opinbert kerfi og beittu almannatryggingum í faraldrinum koma betur út en samfélög þar sem fólk féll niður í örbyrgð og vonleysi án afkomu. Hér á landi vann ýmislegt með okkur og gerir enn. Húshitunarkostnaður hefur margfaldast í hinu græðgisvædda Evrópska orkukerfi en við búum sem betur fer við lágan orkukostnað í lokuðu kerfi í almannaeigu. Þetta eru verðmæti sem hafa aldrei verið jafn áþreifanleg og nú. Um heim allan er verðbólgan farin af stað og staða vinnandi fólks þrengist. Fólk sækir stuðning í stéttarfélög og beitir samtakamætti til að knýja fram betri kjör í óviðunandi ástandi. Þau ríki sem geta beitt skattkerfum til jöfnunar, búa við sterka verkalýðshreyfingu og sterkt opinbert kerfi hafa möguleika til að bæta kjör almennings og styrkja með þeim hætti atvinnulífið. Við erum þar á meðal. Gleðilegt sumar! Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun