Sú markahæsta óvænt til Mexíkó og ekki með á EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2022 09:30 Jennifer Hermoso fagnar marki með Spáni í apríl á þessu ári. Hún mun ekki geta fagnað á EM þar sem hún missir af mótinu vegna meiðsla. EPA-EFE/MARK RUNNACLES Spænska landsliðið hefur orðið fyrir miklu höggi í aðdraganda Evrópumótsins sem fram fer í Englandi í júlí. Stórstjarnan Jennifer Hermoso verður ekki með liðinu á mótinu og það sem meira er, hún yfirgefur stórlið Barcelona fyrir lið í Mexíkó. Barcelona og hin 32 ára gamla Hermoso hafa átt góðu gengi að fagna undanfarin tvö ár. Liðið hafði verið nær óstöðvandi þangað til það lá gegn Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Börsungar geta þó ekki kvartað yfir framlagi Hermoso en hún er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 174 mörk. Hermoso lék með Barcelona frá 2013 til 2017 og svo aftur frá 2019 til 2022. Varð hún fimm sinnum spænskur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari með félaginu. Það vekur því töluverða athygli að hún hafi samið við Pachuca í Mexíkó en frá þessu greindi félagið í vikunni. És un orgull que hagis vestit la nostra samarreta. Gràcies, @jennihermoso pic.twitter.com/UhYiXOrulA— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) June 22, 2022 Ofan á að vera markahæsti leikmaður í sögu Barcelona er Hermoso líka markahæsti leikmaður í sögu Spánar með 45 mörk í 91 leik. Hún mun hins vegar ekki geta bætt við mörkum á Evrópumótinu í sumar vegna meiðsla á hné. Hún meiddi liðbönd í hægra hné og verður frá keppni næstu vikurnar. Mun hún því einnig missa af byrjun Liga MX Femenil-deildarinnar í Mexíkó sem hefst 12. júlí næstkomandi. Spánn er í B-riðli á EM ásamt Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi. Fótbolti EM 2022 í Englandi Mexíkó Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Barcelona og hin 32 ára gamla Hermoso hafa átt góðu gengi að fagna undanfarin tvö ár. Liðið hafði verið nær óstöðvandi þangað til það lá gegn Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Börsungar geta þó ekki kvartað yfir framlagi Hermoso en hún er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 174 mörk. Hermoso lék með Barcelona frá 2013 til 2017 og svo aftur frá 2019 til 2022. Varð hún fimm sinnum spænskur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari með félaginu. Það vekur því töluverða athygli að hún hafi samið við Pachuca í Mexíkó en frá þessu greindi félagið í vikunni. És un orgull que hagis vestit la nostra samarreta. Gràcies, @jennihermoso pic.twitter.com/UhYiXOrulA— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) June 22, 2022 Ofan á að vera markahæsti leikmaður í sögu Barcelona er Hermoso líka markahæsti leikmaður í sögu Spánar með 45 mörk í 91 leik. Hún mun hins vegar ekki geta bætt við mörkum á Evrópumótinu í sumar vegna meiðsla á hné. Hún meiddi liðbönd í hægra hné og verður frá keppni næstu vikurnar. Mun hún því einnig missa af byrjun Liga MX Femenil-deildarinnar í Mexíkó sem hefst 12. júlí næstkomandi. Spánn er í B-riðli á EM ásamt Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Mexíkó Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira