Draga úr notkun Bandaríkjahers á jarðsprengjum Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2022 15:12 Alþjóðlegt viðvörunarskilti við jarðsprengjusvæði í Bagram, fyrrverandi herflugvöll Bandaríkjahers í Afganistan. AP/Mikhail Metzel Ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta tilkynnti í dag að Bandaríkjaher hætti notkun á jarðsprengjum utan Kóreuskaga. Jarðsprengjur verða þúsundum manna að bana á hverju ári, aðallega börnum. Ákvörðun Bandaríkjastjórnar kemur í kjölfar árslangrar endurskoðunar á notkun jarðsprengna. Donald Trump, forveri Biden í embætti, hafði rýmkað heimildir hersins til að nota sprengjurnar. Samkvæmt nýrri stefnu Bandaríkjastjórnar verða jarðsprengur nú aðeins notaðar til þess að verja Suður-Kóreu fyrir innrás frá Norður-Kóreu, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin uppfylla því enn ekki Ottawa-sáttmálann frá 1997 en honum var ætlað að útrýma notkun jarðsprengna í heiminum. Jarðsprengjur sem eru grafnar í jörðu eða lagðar á jörðu í stríðsátökum geta verið virkar og kostað mannslíf mörgum árum eftir að stillt hefur verið til friðar. Bandarísk yfirvöld áætla að um sjö þúsund manns látist á hverju ári af völdum jarðsprengna vítt um og breitt um heiminn. Mikill meirihluti þeirra sem látast eru óbreyttir borgarar og að minnsta kosti helmingur fórnarlambanna er talinn vera börn, að því er segir í frétt Washington Post. Rússar leggja nú jarðsprengjur í innrás sinni í Úkraínu. Adrienne Watson, talskona þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, fordæmdi notkun Rússa á sprengjunum í yfirlýsingu í dag. „Heimurinn hefur enn og aftur orðið vitni að hrikalegum afleiðingum sem jarðsprengjur geta haft í samhengi við hrottalegt og tilhæfulaust stríð Rússlands í Úkraínu þar sem rússneski herinn notar þessi og önnur hergögn sem valda óbreyttum borgurum og borgaralegum hlutum gríðarlegum skaða,“ sagði Watson. Hernaður Bandaríkin Norður-Kórea Joe Biden Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Ákvörðun Bandaríkjastjórnar kemur í kjölfar árslangrar endurskoðunar á notkun jarðsprengna. Donald Trump, forveri Biden í embætti, hafði rýmkað heimildir hersins til að nota sprengjurnar. Samkvæmt nýrri stefnu Bandaríkjastjórnar verða jarðsprengur nú aðeins notaðar til þess að verja Suður-Kóreu fyrir innrás frá Norður-Kóreu, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin uppfylla því enn ekki Ottawa-sáttmálann frá 1997 en honum var ætlað að útrýma notkun jarðsprengna í heiminum. Jarðsprengjur sem eru grafnar í jörðu eða lagðar á jörðu í stríðsátökum geta verið virkar og kostað mannslíf mörgum árum eftir að stillt hefur verið til friðar. Bandarísk yfirvöld áætla að um sjö þúsund manns látist á hverju ári af völdum jarðsprengna vítt um og breitt um heiminn. Mikill meirihluti þeirra sem látast eru óbreyttir borgarar og að minnsta kosti helmingur fórnarlambanna er talinn vera börn, að því er segir í frétt Washington Post. Rússar leggja nú jarðsprengjur í innrás sinni í Úkraínu. Adrienne Watson, talskona þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, fordæmdi notkun Rússa á sprengjunum í yfirlýsingu í dag. „Heimurinn hefur enn og aftur orðið vitni að hrikalegum afleiðingum sem jarðsprengjur geta haft í samhengi við hrottalegt og tilhæfulaust stríð Rússlands í Úkraínu þar sem rússneski herinn notar þessi og önnur hergögn sem valda óbreyttum borgurum og borgaralegum hlutum gríðarlegum skaða,“ sagði Watson.
Hernaður Bandaríkin Norður-Kórea Joe Biden Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira