Vestfirðingar treysta á ekkert lúsmý í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júní 2022 08:05 Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðarstofu, sem fagnar því að ekkert lúsmý sé á Vestfjörðum og að veðurfræðingar hafi lofað besta veðrinu í sumar á Íslandi í landshlutanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er meira en brjálað að gera hjá starfsfólki Vestfjarðarstofu að skipuleggja sumarið fyrir ferðamenn og aðstoða þá á ýmsan hátt, enda búist við metári í fjölda ferðamanna á svæðinu í sumar. Stofan vinnur líka að fjölbreyttum verkefnum í tengslum við byggðaþróun sem og atvinnuþróun á Vestfjörðum. „Okkur var gefið upp af veðurfræðingum að hér yrði góða veðrið í sumar, þannig að við gerum bara ráð fyrir því að Íslendingar komi líka á svæðið með erlendum ferðamönnunum, t.d. til að flýja lúsmýið en hér er ekkert lúsmý. Þannig að hér verður bara margt um manninn og mikið um að vera í sumar,“ segir Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðarstofu. Sigríður á von á um 150 skemmtiferðaskipum bara á Ísafjörð í sumar og 20 skip koma í Vesturbyggð. Hún segir að þetta sé algjört met í komu skemmtiferðaskipa á þessa staði. En eru Vestfirðingar tilbúnir til að taka á móti öllum þessum ferðamönnum? „Já, já, það er seigla í okkur Vestfirðingum, þannig að við höldum bara áfram og girðum okkur í brók eins og menn segja og búum til þær vörur og þjónustu, sem til þarf til að taka á móti gestum eins vel og við getum,“ segir Sigríður enn fremur. Það eru margir flottir veitingastaðir á Ísafirði, m.a. Tjöruhúsið þar sem boðið er upp á gómsætan fisk með fjölbreyttu meðlæti. Þar er alltaf troðfullt af fólki og mikil stemming. „Við erum með saltfisk, þorsk, lúðu, ufsa, steinbít og kola. Svo erum við með smá plokkara og svo eru gellurnar alltaf mjög vinsælar hjá okkur,“ segir Arnaldur Grímsson Bacman hjá Tjöruhúsinu. En hvað segja erlendu ferðamennirnir, eru þeir ekki ánægðir með fiskinn? „Þeir eru trylltir í þetta. Sumir eru að koma í sérferðir frá Bandaríkjunum og öllum heimshlutum að kíkja á okkur,“ segir Andri Fannar Sóleyjarson hjá Tjöruhúsinu og skellihlær. Það eru margir flottir veitingastaðir á Ísafirði, m.a. Tjöruhúsið en þar er eingöngu boðið upp á fiskrétti að hætti hússins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Útsýnispallurinn opnaður 1. júlí Það er ekki langt að renna frá Ísafirði til Bolungarvíkur en þar er heilmikil uppbygging og mikið að gerast. Mesta spennan er þó fyrir útsýnispallinum á Bolafjalli, sem verður opnaður formlega 1. júlí. „Það er náttúrulega útsýnið á dögum eins og þessum, þá er útsýnið stórkostlegt. Svo bara að vera staddur í þessari hæð, fá svona smá kítl í magann við að horfa niður og horfa á fuglana fljúga nokkur hundruð metrum fyrir neðan sig, það er bara eitthvað við þetta. Pallurinn er í kringum 60 metrar eftir fjallsbrúninni og við erum í 630 metra hæð,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík staddur á nýja útsýnispallinum á Bolafjalli, sem verður opnaður formlega 1. júlí.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í Bolungarvík er líka mjög merkilegt hús, Einarshús, sem er gistiheimili og veitingastaður, nefnt eftir Einari Guðfinnssyni, sem bjó í húsinu í 35 ára og rak þar meðal annars verslun. „Við erum með sögu hússins upp á veggjum alveg frá því að Pétur Oddsson byggði húsið 1902 og hans fjölskylda, sem bjó hérna, sem hann missti, nánast öll börnin sín og tengdabörn í spænsku veikinni og berklum og þegar hann flutti út keypti Einar húsið,“ segir Arnar Bjarni Stefánsson, eigandi Einarshúss í Bolungarvík. Útinám í skógi Þá bregðum við okkur aftur á Ísafjörð og hittum æskuna á staðnum, börnin í leikskólanum Tanga, sem eru mikið í útinámi í skóginum við bæinn og finnst það skemmtilegasta sem þau gera í leikskólanum. „Hér erum við bara í okkar vikulega útinámi með ævintýri og reyna á líkamann í skemmtilegum aðstæðum og leika. Þau eru bara að sækja í allt, skoða skóginn, klifra, fylgjast með hvernig náttúran lifnar við til dæmis eftir veturinn. Við erum að búa til skýli og njóta sín,“ segir Jóna Lind Kristjánsdóttir, deildarstjóri á leikskólanum Tanga. Þó að 17. júní sé liðinn þá verðum við að heyra krakkana í lokin syngja aðeins fyrir okkur Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei en það lag kunna þau mjög vel. Leikskólabörnin á Ísafirði, sem eru dugleg í útinámi í skóginum fyrir ofan bæinn og þá taka þau oft lagið í skóginum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ísafjarðarbær Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Hvar er Magnús Hlynur? Lúsmý Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Okkur var gefið upp af veðurfræðingum að hér yrði góða veðrið í sumar, þannig að við gerum bara ráð fyrir því að Íslendingar komi líka á svæðið með erlendum ferðamönnunum, t.d. til að flýja lúsmýið en hér er ekkert lúsmý. Þannig að hér verður bara margt um manninn og mikið um að vera í sumar,“ segir Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðarstofu. Sigríður á von á um 150 skemmtiferðaskipum bara á Ísafjörð í sumar og 20 skip koma í Vesturbyggð. Hún segir að þetta sé algjört met í komu skemmtiferðaskipa á þessa staði. En eru Vestfirðingar tilbúnir til að taka á móti öllum þessum ferðamönnum? „Já, já, það er seigla í okkur Vestfirðingum, þannig að við höldum bara áfram og girðum okkur í brók eins og menn segja og búum til þær vörur og þjónustu, sem til þarf til að taka á móti gestum eins vel og við getum,“ segir Sigríður enn fremur. Það eru margir flottir veitingastaðir á Ísafirði, m.a. Tjöruhúsið þar sem boðið er upp á gómsætan fisk með fjölbreyttu meðlæti. Þar er alltaf troðfullt af fólki og mikil stemming. „Við erum með saltfisk, þorsk, lúðu, ufsa, steinbít og kola. Svo erum við með smá plokkara og svo eru gellurnar alltaf mjög vinsælar hjá okkur,“ segir Arnaldur Grímsson Bacman hjá Tjöruhúsinu. En hvað segja erlendu ferðamennirnir, eru þeir ekki ánægðir með fiskinn? „Þeir eru trylltir í þetta. Sumir eru að koma í sérferðir frá Bandaríkjunum og öllum heimshlutum að kíkja á okkur,“ segir Andri Fannar Sóleyjarson hjá Tjöruhúsinu og skellihlær. Það eru margir flottir veitingastaðir á Ísafirði, m.a. Tjöruhúsið en þar er eingöngu boðið upp á fiskrétti að hætti hússins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Útsýnispallurinn opnaður 1. júlí Það er ekki langt að renna frá Ísafirði til Bolungarvíkur en þar er heilmikil uppbygging og mikið að gerast. Mesta spennan er þó fyrir útsýnispallinum á Bolafjalli, sem verður opnaður formlega 1. júlí. „Það er náttúrulega útsýnið á dögum eins og þessum, þá er útsýnið stórkostlegt. Svo bara að vera staddur í þessari hæð, fá svona smá kítl í magann við að horfa niður og horfa á fuglana fljúga nokkur hundruð metrum fyrir neðan sig, það er bara eitthvað við þetta. Pallurinn er í kringum 60 metrar eftir fjallsbrúninni og við erum í 630 metra hæð,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík staddur á nýja útsýnispallinum á Bolafjalli, sem verður opnaður formlega 1. júlí.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í Bolungarvík er líka mjög merkilegt hús, Einarshús, sem er gistiheimili og veitingastaður, nefnt eftir Einari Guðfinnssyni, sem bjó í húsinu í 35 ára og rak þar meðal annars verslun. „Við erum með sögu hússins upp á veggjum alveg frá því að Pétur Oddsson byggði húsið 1902 og hans fjölskylda, sem bjó hérna, sem hann missti, nánast öll börnin sín og tengdabörn í spænsku veikinni og berklum og þegar hann flutti út keypti Einar húsið,“ segir Arnar Bjarni Stefánsson, eigandi Einarshúss í Bolungarvík. Útinám í skógi Þá bregðum við okkur aftur á Ísafjörð og hittum æskuna á staðnum, börnin í leikskólanum Tanga, sem eru mikið í útinámi í skóginum við bæinn og finnst það skemmtilegasta sem þau gera í leikskólanum. „Hér erum við bara í okkar vikulega útinámi með ævintýri og reyna á líkamann í skemmtilegum aðstæðum og leika. Þau eru bara að sækja í allt, skoða skóginn, klifra, fylgjast með hvernig náttúran lifnar við til dæmis eftir veturinn. Við erum að búa til skýli og njóta sín,“ segir Jóna Lind Kristjánsdóttir, deildarstjóri á leikskólanum Tanga. Þó að 17. júní sé liðinn þá verðum við að heyra krakkana í lokin syngja aðeins fyrir okkur Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei en það lag kunna þau mjög vel. Leikskólabörnin á Ísafirði, sem eru dugleg í útinámi í skóginum fyrir ofan bæinn og þá taka þau oft lagið í skóginum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ísafjarðarbær Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Hvar er Magnús Hlynur? Lúsmý Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira