LaLiga í hart | Samningar Mbappe og Messi í hættu Atli Arason skrifar 18. júní 2022 11:30 Messi og Mbappe gætu verið á förum frá PSG ef áætlanir LaLiga ganga eftir. Getty Images Spænska úrvalsdeildin, LaLiga, ætlar að höfða mál fyrir franska dómstóla vegna samnings Kylian Mbappe við Paris Saint-Germain. Deildin telur samninginn ólöglegan og brjóta gegn reglum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, um fjárhagslegt háttvísi (e. Financial Fair Play). LaLiga hefur áður sent inn formlega kvörtun en nú er málið á leið í réttarsalinn þar sem dómstólar í Frakklandi þurfa að útkljá ágreining um lögmæti samnings Mbappe. „Við erum að leitast eftir nýju fordæmi, svipað og Bosman reglan sem gjörbreytti markaðinum,“ sagði franski lögfræðingurinn Juan Branco á fréttamannafundi í París í gær. Bosman reglan tók gildi árið 1995 en samkvæmt henni mega leikmenn skipta um lið þegar samningur leikmanns rennur út, án þess að fyrra félagið fái borgað fyrir leikmanninn. Reglan tók gildi eftir að Jean-Marc Bosman vann ágreiningsmál við félagslið sitt, RFC Liège, fyrir Evrópudómstólum það ár. Juan Branco, sem er 32 ára, var fenginn til þess að sjá um málareksturinn í Frakklandi af Javier Tebas, forseta LaLiga. Branco segir umbjóðendur sína tilbúna að fara með málið eins langt og það þarf og segist handviss um að dómstólar á hæsta stigi Evrópu verði sammála honum. „Við vitum að þetta verður erfitt fyrir frönskum dómstólum, í ljósi þess að Macron forseti bað Mbappe um að vera áfram í París,“ sagði Branco, sem hefur lengi haft horn í síðu Macron forseta. Vilja að allir samningar verði ógildir Lögfræðingurinn útskýrði að hann myndi biðja íþróttamálaráðherra Frakklands, Amelie Oudea-Castera að ógilda samninga alla leikmanna PSG sem voru undirritaðir eftir 25 júní 2021, þegar síðasta athugun franskra yfirvalda fór fram. Lögfræðingurinn Juan Branco.AFP „Eins og staðan er í dag, þá má Mbappe ekki spila fyrir PSG,“ sagði lögfræðingurinn. Telja þeir að PSG brjóti einnig reglugerð Evrópusambandsins um Evrópu sem einn markað og frjálsa samkeppni. Mismunur á reglugerð í frönsku deildinni og þeirri spænsku skapi ójafnvægi á milli landanna sem er ólöglegt að mati Branco. Lionel Messi skrifaði undir samning við PSG í ágúst 2021, eftir að Barcelona gat ekki boðið honum nýjan samning vegna fjárhagsreglna spænsku deildarinnar. Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Deildin telur samninginn ólöglegan og brjóta gegn reglum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, um fjárhagslegt háttvísi (e. Financial Fair Play). LaLiga hefur áður sent inn formlega kvörtun en nú er málið á leið í réttarsalinn þar sem dómstólar í Frakklandi þurfa að útkljá ágreining um lögmæti samnings Mbappe. „Við erum að leitast eftir nýju fordæmi, svipað og Bosman reglan sem gjörbreytti markaðinum,“ sagði franski lögfræðingurinn Juan Branco á fréttamannafundi í París í gær. Bosman reglan tók gildi árið 1995 en samkvæmt henni mega leikmenn skipta um lið þegar samningur leikmanns rennur út, án þess að fyrra félagið fái borgað fyrir leikmanninn. Reglan tók gildi eftir að Jean-Marc Bosman vann ágreiningsmál við félagslið sitt, RFC Liège, fyrir Evrópudómstólum það ár. Juan Branco, sem er 32 ára, var fenginn til þess að sjá um málareksturinn í Frakklandi af Javier Tebas, forseta LaLiga. Branco segir umbjóðendur sína tilbúna að fara með málið eins langt og það þarf og segist handviss um að dómstólar á hæsta stigi Evrópu verði sammála honum. „Við vitum að þetta verður erfitt fyrir frönskum dómstólum, í ljósi þess að Macron forseti bað Mbappe um að vera áfram í París,“ sagði Branco, sem hefur lengi haft horn í síðu Macron forseta. Vilja að allir samningar verði ógildir Lögfræðingurinn útskýrði að hann myndi biðja íþróttamálaráðherra Frakklands, Amelie Oudea-Castera að ógilda samninga alla leikmanna PSG sem voru undirritaðir eftir 25 júní 2021, þegar síðasta athugun franskra yfirvalda fór fram. Lögfræðingurinn Juan Branco.AFP „Eins og staðan er í dag, þá má Mbappe ekki spila fyrir PSG,“ sagði lögfræðingurinn. Telja þeir að PSG brjóti einnig reglugerð Evrópusambandsins um Evrópu sem einn markað og frjálsa samkeppni. Mismunur á reglugerð í frönsku deildinni og þeirri spænsku skapi ójafnvægi á milli landanna sem er ólöglegt að mati Branco. Lionel Messi skrifaði undir samning við PSG í ágúst 2021, eftir að Barcelona gat ekki boðið honum nýjan samning vegna fjárhagsreglna spænsku deildarinnar.
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira