Flott opnun í Grímsá Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2022 08:04 Tekist á við lax í Laxfossi í Grímsá Hreggnasi Veiði er hafin í Grímsá í Borgarfirði og það verður ekki annað sagt en að opnunin hafi gengið vonum framar. Þegar fyrstu árnar opnuðu í sumar var pínu kvíðahnútur í veiðimönnum því þær þóttu sumar heldur rólegar. Síðustu dagar hafa þó slegið vel á þá tilfinningu þegar árnar eru að opna með góðum árangri, fínni veiði og vel höldnum laxi. Opnunin í Grímsá var til að mynda virkilega góð en þar komu níu laxar á land á fjórar stangir og það kemur auðvitað ekki á óvart að fyrsti laxinn hafi veiðst við Laxfoss. Í heildina veiddust fjórir laxar við opnun í Laxfossi, tveir í Langadrætti, tveir í Strengjum og einn í Þingnesstrengjum. Það er nokkuð víst að laxinn sé gengin ofar í Grímsá eða upp á dal eins og það er kallað en það svæði var ekkert veitt við opnun enda nóg um að vera á neðri svæðinum. Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastkennslu Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði
Þegar fyrstu árnar opnuðu í sumar var pínu kvíðahnútur í veiðimönnum því þær þóttu sumar heldur rólegar. Síðustu dagar hafa þó slegið vel á þá tilfinningu þegar árnar eru að opna með góðum árangri, fínni veiði og vel höldnum laxi. Opnunin í Grímsá var til að mynda virkilega góð en þar komu níu laxar á land á fjórar stangir og það kemur auðvitað ekki á óvart að fyrsti laxinn hafi veiðst við Laxfoss. Í heildina veiddust fjórir laxar við opnun í Laxfossi, tveir í Langadrætti, tveir í Strengjum og einn í Þingnesstrengjum. Það er nokkuð víst að laxinn sé gengin ofar í Grímsá eða upp á dal eins og það er kallað en það svæði var ekkert veitt við opnun enda nóg um að vera á neðri svæðinum.
Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastkennslu Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði