„Lokapróf gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júní 2022 21:31 Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, lét af störfum í dag eftir fjóra áratugi hjá skólanum. Skapti Hallgrímsson Jón Már Héðinsson, sem lætur nú af starfi skólameistara Menntaskólans á Akureyri, sagði á brautskráningu skólans í dag að hugmyndafræði lokaprófa væri ekki lengur ráðandi í skólanum, enda væru lokapróf gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna. Brautskráningarræðan og brautskráning þeirra 150 nemenda sem útskrifuðust í dag voru síðustu verk Jóns sem skólameistara við skólann. Hann hefur verið skólameistari Menntaskólans á Akureyri frá 2003 og hefur starfað við skólann í meira en fjóra áratugi. Úrelt kúgunartæki feðraveldisins Í ræðunni lýsti Jón Már lokaprófum sem gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna. Þau væru „þægilegt guðlegt tæki“ til að flokka fólk en hefðu ekkert með nám og menntun að gera. „Það þarf ekki að fara langt aftur í tíma til að rifja upp að þetta tæki sendi alla með lesörðugleika burt, alla með of ríka athygli burt, alla sem áttu erfitt með að sitja stilltir og svo mætti telja,“ sagði Jón Már í ræðunni í morgun. Jón Már talaði tæpitungulaust í ræðu sinni á brautskráningunni í dag og kallaði lokapróf kúgunartæki feðraveldisins.Skapti Hallgrímsson Hann sagði að í MA hefði í nokkurn tíma verið stefnt frá flokkun af slíku tagi. Það hefði verið gert „með starfsþróun kennara, öflugri fagstjórn, samstarfi og samþættingu greina, aukinni námsráðgjöf og sálfræðiþjónustu en fyrst og fremst með því að treysta starfsfólki og nemendum til þess að vilja gera eins vel og mögulegt er.“ „Það þarf að hafa fyrir bóknámi eins og öllu öðru námi, það þarf að sýna því áhuga og ástundun. Nám er þroskasamtal til skilnings, þar sem þekking er tengd saman og býr til nýja hugsun, nám,“ sagði skólameistarinn í ræðunni. Stuðningur við nemendur mikilvægur Fyrr í ræðunni nefndi Jón Már að nemendahópur skólans væri fjölbreyttur, því í langan tíma „höfum við tekið alla inn í skólann sem hafa lokið hæfnimarkmiðum grunnskólans, hér geta allir náð árangri sýni þeir áhuga og seiglu.“ Hann sagði að í MA teldu þau mikilvægt að veita nemendum góðan stuðning og leiðsögn svo þeir hrökklist ekki frá námi ef eitthvað bjátar á. Það þyrfti hugkvæmni til að koma til móts við fjölbreyttan nemendahópinn og til þess hefði skólinn öflugt stoðteymi sem tæki vel utan um nemendur. Hann sagði að starf stoðteymisins, sem innihéldi tvo náms-og starfsráðgjafa og skólasálfræðing, hafi spurst út og að foreldrar treystu skólanum fyrir börnum sínum „af því að við höfum sérfræðinga á staðnum með úrræði.“ Nánar má lesa um ræðu Jóns Más í frétt Skapta Hallgrímssonar á Akureyri.net. Akureyri Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Brautskráði 150 stúdenta og lét af störfum eftir 42 ára starf hjá MA Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 142. sinn við brautskráningu stúdenta í dag, 17. júní. Alls voru 150 stúdentar brautskráðir frá skólanum. Brautskráningin var síðasta verk Jóns Más Héðinssonar, skólameistara, sem lét af störfum eftir 42 ár hjá skólanum auk tveggja annarra starfsmanna sem hafa unnið þar í áratugi. 17. júní 2022 18:02 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Brautskráningarræðan og brautskráning þeirra 150 nemenda sem útskrifuðust í dag voru síðustu verk Jóns sem skólameistara við skólann. Hann hefur verið skólameistari Menntaskólans á Akureyri frá 2003 og hefur starfað við skólann í meira en fjóra áratugi. Úrelt kúgunartæki feðraveldisins Í ræðunni lýsti Jón Már lokaprófum sem gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna. Þau væru „þægilegt guðlegt tæki“ til að flokka fólk en hefðu ekkert með nám og menntun að gera. „Það þarf ekki að fara langt aftur í tíma til að rifja upp að þetta tæki sendi alla með lesörðugleika burt, alla með of ríka athygli burt, alla sem áttu erfitt með að sitja stilltir og svo mætti telja,“ sagði Jón Már í ræðunni í morgun. Jón Már talaði tæpitungulaust í ræðu sinni á brautskráningunni í dag og kallaði lokapróf kúgunartæki feðraveldisins.Skapti Hallgrímsson Hann sagði að í MA hefði í nokkurn tíma verið stefnt frá flokkun af slíku tagi. Það hefði verið gert „með starfsþróun kennara, öflugri fagstjórn, samstarfi og samþættingu greina, aukinni námsráðgjöf og sálfræðiþjónustu en fyrst og fremst með því að treysta starfsfólki og nemendum til þess að vilja gera eins vel og mögulegt er.“ „Það þarf að hafa fyrir bóknámi eins og öllu öðru námi, það þarf að sýna því áhuga og ástundun. Nám er þroskasamtal til skilnings, þar sem þekking er tengd saman og býr til nýja hugsun, nám,“ sagði skólameistarinn í ræðunni. Stuðningur við nemendur mikilvægur Fyrr í ræðunni nefndi Jón Már að nemendahópur skólans væri fjölbreyttur, því í langan tíma „höfum við tekið alla inn í skólann sem hafa lokið hæfnimarkmiðum grunnskólans, hér geta allir náð árangri sýni þeir áhuga og seiglu.“ Hann sagði að í MA teldu þau mikilvægt að veita nemendum góðan stuðning og leiðsögn svo þeir hrökklist ekki frá námi ef eitthvað bjátar á. Það þyrfti hugkvæmni til að koma til móts við fjölbreyttan nemendahópinn og til þess hefði skólinn öflugt stoðteymi sem tæki vel utan um nemendur. Hann sagði að starf stoðteymisins, sem innihéldi tvo náms-og starfsráðgjafa og skólasálfræðing, hafi spurst út og að foreldrar treystu skólanum fyrir börnum sínum „af því að við höfum sérfræðinga á staðnum með úrræði.“ Nánar má lesa um ræðu Jóns Más í frétt Skapta Hallgrímssonar á Akureyri.net.
Akureyri Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Brautskráði 150 stúdenta og lét af störfum eftir 42 ára starf hjá MA Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 142. sinn við brautskráningu stúdenta í dag, 17. júní. Alls voru 150 stúdentar brautskráðir frá skólanum. Brautskráningin var síðasta verk Jóns Más Héðinssonar, skólameistara, sem lét af störfum eftir 42 ár hjá skólanum auk tveggja annarra starfsmanna sem hafa unnið þar í áratugi. 17. júní 2022 18:02 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Brautskráði 150 stúdenta og lét af störfum eftir 42 ára starf hjá MA Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 142. sinn við brautskráningu stúdenta í dag, 17. júní. Alls voru 150 stúdentar brautskráðir frá skólanum. Brautskráningin var síðasta verk Jóns Más Héðinssonar, skólameistara, sem lét af störfum eftir 42 ár hjá skólanum auk tveggja annarra starfsmanna sem hafa unnið þar í áratugi. 17. júní 2022 18:02
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent