Brautskráði 150 stúdenta og lét af störfum eftir 42 ára starf hjá MA Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júní 2022 18:02 Alls voru 150 nýstúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum á Akureyri. Vísir Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 142. sinn við brautskráningu stúdenta í dag, 17. júní. Alls voru 150 stúdentar brautskráðir frá skólanum. Brautskráningin var síðasta verk Jóns Más Héðinssonar, skólameistara, sem lét af störfum eftir 42 ár hjá skólanum auk tveggja annarra starfsmanna sem hafa unnið þar í áratugi. Menntaskólanum á Akureyri var slitið við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag þegar 150 nýstúdentar voru brautskráðir. Dúx skólans er Róbert Tumi Guðmundsson sem útskrifaðist með 9,85 í meðaleinkunn og Óðinn Andrason er semidúx með 9,8. Reynslumikið fólk lætur af störfum Jón Már Héðinsson, skólameistari, var kvaddur sérstaklega við brautskráninguna eftir 42 ára starf hjá skólanum en hann hefur verið skólameistari skólans síðan 2003. Jón Már Héðinsson, fyrir miðju, lætur af störfum hjá MA eftir 42 ára starf við skólann.MAK/AUÐUNN NÍELSSON Skólameistari fékk gjöf frá starfsfólki skólans og sérstaka kveðju. Þar kom fram að hann hefur brautskráð rúmlega þriðjung allra stúdenta MA frá upphafi. Hann hefur brautskráð 3102 af þeim 9193 sem hafa brautskráðst frá upphafi. Tveir starfsmenn voru einnig sérstaklega kvaddir við brautskráninguna, Björg Friðjónsdóttir, ræstitæknir, sem hefur nýlega látið af störfum eftir 30 ára starf og Jón Ágúst Aðalsteinsson, húsvörður, sem hættir í vor eftir 40 ára starf við MA. Bæði voru þau heiðruð með gulluglu skólans og þar að auki veitti skólameistari Sigurlaugu Önnu, aðstoðarskólameistara, gulluglu skólans í þakklætisskyni fyrir samstarfið. Kraftmikið félagslíf og ný íþróttaaðstaða Í ræðu sinni fór skólameistari um víðan völl. Hann talaði um félagslíf nemenda sem varð kraftmikið á vorönn eftir að samkomutakmörkunum var aflétt. Hann nefndi líka góðan árangur nemenda í MORFÍs, stærðfræðikeppni, þýskuþraut, stuttmyndakeppni í þýsku, forritunarkeppni framhaldsskólanna og efnafræðikeppni. Hann sagði einnig frá langþráðum draumi um að koma upp útiíþróttaaðstöðu við skólann sem væri nú orðinn að veruleika. Vestan við íþróttahúsið væri kominn Meistaravöllur sem er upphitaður með gervigrasi, föstum körfum og ýmsum æfingatækjum. Þarna eru þrep sem notuð eru sem sæti í útikennslu og eru jafnframt stúka til að fylgjast með íþróttum. Skóla - og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Menntaskólanum á Akureyri var slitið við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag þegar 150 nýstúdentar voru brautskráðir. Dúx skólans er Róbert Tumi Guðmundsson sem útskrifaðist með 9,85 í meðaleinkunn og Óðinn Andrason er semidúx með 9,8. Reynslumikið fólk lætur af störfum Jón Már Héðinsson, skólameistari, var kvaddur sérstaklega við brautskráninguna eftir 42 ára starf hjá skólanum en hann hefur verið skólameistari skólans síðan 2003. Jón Már Héðinsson, fyrir miðju, lætur af störfum hjá MA eftir 42 ára starf við skólann.MAK/AUÐUNN NÍELSSON Skólameistari fékk gjöf frá starfsfólki skólans og sérstaka kveðju. Þar kom fram að hann hefur brautskráð rúmlega þriðjung allra stúdenta MA frá upphafi. Hann hefur brautskráð 3102 af þeim 9193 sem hafa brautskráðst frá upphafi. Tveir starfsmenn voru einnig sérstaklega kvaddir við brautskráninguna, Björg Friðjónsdóttir, ræstitæknir, sem hefur nýlega látið af störfum eftir 30 ára starf og Jón Ágúst Aðalsteinsson, húsvörður, sem hættir í vor eftir 40 ára starf við MA. Bæði voru þau heiðruð með gulluglu skólans og þar að auki veitti skólameistari Sigurlaugu Önnu, aðstoðarskólameistara, gulluglu skólans í þakklætisskyni fyrir samstarfið. Kraftmikið félagslíf og ný íþróttaaðstaða Í ræðu sinni fór skólameistari um víðan völl. Hann talaði um félagslíf nemenda sem varð kraftmikið á vorönn eftir að samkomutakmörkunum var aflétt. Hann nefndi líka góðan árangur nemenda í MORFÍs, stærðfræðikeppni, þýskuþraut, stuttmyndakeppni í þýsku, forritunarkeppni framhaldsskólanna og efnafræðikeppni. Hann sagði einnig frá langþráðum draumi um að koma upp útiíþróttaaðstöðu við skólann sem væri nú orðinn að veruleika. Vestan við íþróttahúsið væri kominn Meistaravöllur sem er upphitaður með gervigrasi, föstum körfum og ýmsum æfingatækjum. Þarna eru þrep sem notuð eru sem sæti í útikennslu og eru jafnframt stúka til að fylgjast með íþróttum.
Skóla - og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira