„Er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2022 14:30 Alfreð segist ekki vera hættur í íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason segist alls ekki hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir að aðstæður undanfarin tvö ár ekki hafa boðið upp á að taka þátt í verkefnum íslenska landsliðsins. Landsliðsframherjinn var gestur nýjasta þáttar hlaðvarpsins Chess After Dark. Í þættinum er farið yfir víðan völl og er landsliðsframherjinn meðal annars spurður út í hvort fórnir sem hann hafi fært til að spila fyrir íslenska landsliðið hafi haft áhrif á félagsliðaferil hans og meiðslasögu. Þá var Alfreð spurður út í stöðu sína með íslenska landsliðinu en hann hefur ekki spilað leik fyrir A-landslið Íslands síðan 15. nóvember árið 2020. „Engin spurning, ég er opinn fyrir því. Ég er ekki hættur. Aðstæður hafa verið þannig síðustu tvö ár að þegar landsliðshópurinn er valinn hef ég ekki verið heill eða nýkominn úr meiðslum.“ „Ég er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér. Meðal annars af því ég er að verða samningslaus, margar ástæður fyrir því en ég vona og trúi því að ég muni spila aftur fyrir Íslands hönd.“ „Þetta eru skrítnir tímar, rosalega erfitt að koma á eftir svona frábærum árangri. Ekkert búið að vera eðlilegt sem er búið að ganga á í þessu samfélagi síðustu tvö árin, það hefur bitnað á liðinu. En það eru að koma mjög spennandi leikmenn, ókosturinn við okkur Íslendinga að við höfum ekki þessa sömu breidd eins og önnur lið,“ sagði Alfreð aðspurður hvernig sér litist á liðið núna. „Á endanum vill Arnar Þór [Viðarsson, landsliðsþjálfari] bara vinna fótboltaleiki. Allir sem eru í landsliðinu vilja vinna fótboltaleiki. Þú velur bara besta liðið hverju sinni, þú hefur ekkert efni á því í íslenska landsliðinu að ákveða að spila liðinu sem verður gott eftir fimm ár.“ Alfreð Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu.vísir/vilhelm „Það atvikaðist þannig að það eru rosalega margir ungir leikmenn að fá tækifæri, svipað og þegar við komum inn í liðið á sínum tíma. Það er líka af því þeir eru góðir. Að mörgu leyti hefði þeirra tími mögulega komis taðeins seinna og mér finnst ef þú værir með nokkra eldri leikmenn sem gætu hjálpað þeim að taka þessi skref.“ „Ungum leikmönnum fylgir óstöðugleiki svo það er eðlilegt að frammistöðurnar séu upp og niður á þessum tíma. En margir mjög spennandi leikmenn að koma upp og spennandi tímar framundan.“ Hinn 33 ára gamli Alfreð er í dag samningslaus og ekki er víst hvað framtíðin ber í skauti sér. Alls hefur hann spilað 61 A-landsleik og skorað 15 mörk. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Landsliðsframherjinn var gestur nýjasta þáttar hlaðvarpsins Chess After Dark. Í þættinum er farið yfir víðan völl og er landsliðsframherjinn meðal annars spurður út í hvort fórnir sem hann hafi fært til að spila fyrir íslenska landsliðið hafi haft áhrif á félagsliðaferil hans og meiðslasögu. Þá var Alfreð spurður út í stöðu sína með íslenska landsliðinu en hann hefur ekki spilað leik fyrir A-landslið Íslands síðan 15. nóvember árið 2020. „Engin spurning, ég er opinn fyrir því. Ég er ekki hættur. Aðstæður hafa verið þannig síðustu tvö ár að þegar landsliðshópurinn er valinn hef ég ekki verið heill eða nýkominn úr meiðslum.“ „Ég er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér. Meðal annars af því ég er að verða samningslaus, margar ástæður fyrir því en ég vona og trúi því að ég muni spila aftur fyrir Íslands hönd.“ „Þetta eru skrítnir tímar, rosalega erfitt að koma á eftir svona frábærum árangri. Ekkert búið að vera eðlilegt sem er búið að ganga á í þessu samfélagi síðustu tvö árin, það hefur bitnað á liðinu. En það eru að koma mjög spennandi leikmenn, ókosturinn við okkur Íslendinga að við höfum ekki þessa sömu breidd eins og önnur lið,“ sagði Alfreð aðspurður hvernig sér litist á liðið núna. „Á endanum vill Arnar Þór [Viðarsson, landsliðsþjálfari] bara vinna fótboltaleiki. Allir sem eru í landsliðinu vilja vinna fótboltaleiki. Þú velur bara besta liðið hverju sinni, þú hefur ekkert efni á því í íslenska landsliðinu að ákveða að spila liðinu sem verður gott eftir fimm ár.“ Alfreð Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu.vísir/vilhelm „Það atvikaðist þannig að það eru rosalega margir ungir leikmenn að fá tækifæri, svipað og þegar við komum inn í liðið á sínum tíma. Það er líka af því þeir eru góðir. Að mörgu leyti hefði þeirra tími mögulega komis taðeins seinna og mér finnst ef þú værir með nokkra eldri leikmenn sem gætu hjálpað þeim að taka þessi skref.“ „Ungum leikmönnum fylgir óstöðugleiki svo það er eðlilegt að frammistöðurnar séu upp og niður á þessum tíma. En margir mjög spennandi leikmenn að koma upp og spennandi tímar framundan.“ Hinn 33 ára gamli Alfreð er í dag samningslaus og ekki er víst hvað framtíðin ber í skauti sér. Alls hefur hann spilað 61 A-landsleik og skorað 15 mörk.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn