Telja fullvíst að viðvörunin hafi verið villuskilaboð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2022 14:25 Nadine Guðrún Yaghi er samskiptastjóri Play. Í nótt var rauðu neyðarstigi lýst yfir á Keflavíkurflugvelli vegna farþegaþotu PLAY sem var að koma inn til lendingar. Kerfi vélarinnar sendi viðvörun um að vandamál væri með varaeldsneyti en forsvarsmenn telja fullvíst að um villu hafi verið að ræða. Til stóð að sama vél færi til Parísar í dag en fluginu hefur verið frestað til morguns því verið er að ganga úr skugga um að ekkert sé að vélinni. Þegar rauðu neyðarstigi er lýst yfir fara viðbragðsaðilar á hæsta viðbúnaðarstig. Kerfi flugvélarinnar sendi skilaboð um að vandamál væru með varaeldsneyti. Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play segir að nú sé talið fullvíst að þetta hafi verið villumelding. „Á flugi frá Malaga í gærkvöldi koma villuskilaboð frá eldsneytiskerfi vélarinnar og í raun eru þetta bara skilaboð um að það sé ekki allt eðlilegt og snýr að varaeldsneyti sem okkar ferlar gera ráð fyrir að sé um borð í vélinni þegar hún lendir en það var nóg eldsneyti þannig að eins og staðan er núna teljum við nánast fullvíst að þetta hafi verið villuskilaboð og að allt hafi verið í lagi. Við erum í þessum töluðu orðum að yfirfara allt saman og rannsaka málið.“ Nadine segir að þegar villuskilaboð koma upp þá sé neyðarstig liður í varúðarráðstöfunum. Flugfarþegar hafi ekki verið í neinni hættu á neinum tíma. Nadine sagði að engin hræðsla hefði gripið um sig á meðal farþega. „Vélin lendir í rauninni bara eðlilega og allt er með felldu og þeir látnir vita að það sé bilun í kerfum og að það væri viðbúnaður á vellinum.“ Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú málið og segir Nadine að Play muni veita allar þær upplýsingar sem óskað verður eftir. Þurftu að aflýsa flugi til Gautaborgar vegna veikinda Flugi flugfélagsins til Gautaborgar var þá aflýst í morgun með skömmum fyrirvara vegna veikinda í áhöfn. Ekki tókst að manna áhöfn í tæka tíð. „Þetta er leiguvél sem við erum með á leigu til 1. júlí þar til við fáum okkar settu vél. Vélin er leigð með áhöfn og þeir gátu ekki uppfyllt það að vera með áhöfn vegna veikinda.“ Nú sé unnið hörðum höndum að því að koma farþegunum til Gautaborgar. „Einhverjir eru komnir á hótel og við erum að gera ráð fyrir að það verði flogið til Gautaborgar síðar í dag.“ Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Aflýstu flugi tuttugu mínútum fyrir áætlaða brottför Flugi flugfélagsins Play frá Keflavík til Gautaborgar var aflýst í morgun, tuttugu mínútum fyrir brottför. 13. júní 2022 08:30 Rautt neyðarstig á Keflavíkurflugvelli í nótt Lýst var yfir rauðu neyðarstigi á Keflavíkurflugvelli í nótt þegar farþegaþota á leið frá Malaga til Keflavíkur lenti í vandræðum. Vélin lenti í Keflavík klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og neyðarstigi aflétt í kjölfarið. 13. júní 2022 06:16 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Þegar rauðu neyðarstigi er lýst yfir fara viðbragðsaðilar á hæsta viðbúnaðarstig. Kerfi flugvélarinnar sendi skilaboð um að vandamál væru með varaeldsneyti. Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play segir að nú sé talið fullvíst að þetta hafi verið villumelding. „Á flugi frá Malaga í gærkvöldi koma villuskilaboð frá eldsneytiskerfi vélarinnar og í raun eru þetta bara skilaboð um að það sé ekki allt eðlilegt og snýr að varaeldsneyti sem okkar ferlar gera ráð fyrir að sé um borð í vélinni þegar hún lendir en það var nóg eldsneyti þannig að eins og staðan er núna teljum við nánast fullvíst að þetta hafi verið villuskilaboð og að allt hafi verið í lagi. Við erum í þessum töluðu orðum að yfirfara allt saman og rannsaka málið.“ Nadine segir að þegar villuskilaboð koma upp þá sé neyðarstig liður í varúðarráðstöfunum. Flugfarþegar hafi ekki verið í neinni hættu á neinum tíma. Nadine sagði að engin hræðsla hefði gripið um sig á meðal farþega. „Vélin lendir í rauninni bara eðlilega og allt er með felldu og þeir látnir vita að það sé bilun í kerfum og að það væri viðbúnaður á vellinum.“ Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú málið og segir Nadine að Play muni veita allar þær upplýsingar sem óskað verður eftir. Þurftu að aflýsa flugi til Gautaborgar vegna veikinda Flugi flugfélagsins til Gautaborgar var þá aflýst í morgun með skömmum fyrirvara vegna veikinda í áhöfn. Ekki tókst að manna áhöfn í tæka tíð. „Þetta er leiguvél sem við erum með á leigu til 1. júlí þar til við fáum okkar settu vél. Vélin er leigð með áhöfn og þeir gátu ekki uppfyllt það að vera með áhöfn vegna veikinda.“ Nú sé unnið hörðum höndum að því að koma farþegunum til Gautaborgar. „Einhverjir eru komnir á hótel og við erum að gera ráð fyrir að það verði flogið til Gautaborgar síðar í dag.“
Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Aflýstu flugi tuttugu mínútum fyrir áætlaða brottför Flugi flugfélagsins Play frá Keflavík til Gautaborgar var aflýst í morgun, tuttugu mínútum fyrir brottför. 13. júní 2022 08:30 Rautt neyðarstig á Keflavíkurflugvelli í nótt Lýst var yfir rauðu neyðarstigi á Keflavíkurflugvelli í nótt þegar farþegaþota á leið frá Malaga til Keflavíkur lenti í vandræðum. Vélin lenti í Keflavík klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og neyðarstigi aflétt í kjölfarið. 13. júní 2022 06:16 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Aflýstu flugi tuttugu mínútum fyrir áætlaða brottför Flugi flugfélagsins Play frá Keflavík til Gautaborgar var aflýst í morgun, tuttugu mínútum fyrir brottför. 13. júní 2022 08:30
Rautt neyðarstig á Keflavíkurflugvelli í nótt Lýst var yfir rauðu neyðarstigi á Keflavíkurflugvelli í nótt þegar farþegaþota á leið frá Malaga til Keflavíkur lenti í vandræðum. Vélin lenti í Keflavík klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og neyðarstigi aflétt í kjölfarið. 13. júní 2022 06:16