Rautt neyðarstig á Keflavíkurflugvelli í nótt Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júní 2022 06:16 Neyðarstiginu var aflétt stuttu eftir lendingu. Vísir/Vilhelm Lýst var yfir rauðu neyðarstigi á Keflavíkurflugvelli í nótt þegar farþegaþota á leið frá Malaga til Keflavíkur lenti í vandræðum. Vélin lenti í Keflavík klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og neyðarstigi aflétt í kjölfarið. Samkvæmt frétt RÚV tilheyrir vélin, sem var af gerðinni Airbus 320, flugfélaginu Play og voru 105 manns um borð í henni. Þar segir einnig að vandræðin hafi verið vegna eldsneytis en ekki er vitað hversu alvarleg vandræðin voru. „Vélin sendir tilkynningu um vandamál með eldsneyti. Þá fer viðbragðsáætlun af stað og kallað út rautt hættustig vegna þessara upplýsinga. Viðbragðið er í samræmi við viðbragðsáætlanir. Síðan kemur flugvélin og lendir heilu að höldnu og viðbúnaðurinn afturkallaður,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. Birgir Olgeirsson, samskiptafulltrúi Play, segir að ekki hafi verið um að ræða vandamál á eldsneytinu. Hann gat þó ekki gefið upp hvers eðlis vandamálið var og segir að málið sé í rannsókn núna. Frekari upplýsinga mætti vænta seinna í dag. Í samtali við fréttastofu staðfestir varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja að tveir sjúkrabílar hafi farið á vettvang. Engin slys urðu á farþegum vélarinnar. Þegar vélin lenti var henni ekki ekið beint að flugstöðinni heldur að austurhlaði flugvallarins. Rautt neyðarstig þýðir að allir viðbragðsaðilar eru settir á hæsta viðbúnaðarstig. Sem fyrr segir var því aflétt eftir að vélinni var lent með alla farþega heila á húfi. Fréttin hefur verið uppfærð. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Play Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Samkvæmt frétt RÚV tilheyrir vélin, sem var af gerðinni Airbus 320, flugfélaginu Play og voru 105 manns um borð í henni. Þar segir einnig að vandræðin hafi verið vegna eldsneytis en ekki er vitað hversu alvarleg vandræðin voru. „Vélin sendir tilkynningu um vandamál með eldsneyti. Þá fer viðbragðsáætlun af stað og kallað út rautt hættustig vegna þessara upplýsinga. Viðbragðið er í samræmi við viðbragðsáætlanir. Síðan kemur flugvélin og lendir heilu að höldnu og viðbúnaðurinn afturkallaður,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. Birgir Olgeirsson, samskiptafulltrúi Play, segir að ekki hafi verið um að ræða vandamál á eldsneytinu. Hann gat þó ekki gefið upp hvers eðlis vandamálið var og segir að málið sé í rannsókn núna. Frekari upplýsinga mætti vænta seinna í dag. Í samtali við fréttastofu staðfestir varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja að tveir sjúkrabílar hafi farið á vettvang. Engin slys urðu á farþegum vélarinnar. Þegar vélin lenti var henni ekki ekið beint að flugstöðinni heldur að austurhlaði flugvallarins. Rautt neyðarstig þýðir að allir viðbragðsaðilar eru settir á hæsta viðbúnaðarstig. Sem fyrr segir var því aflétt eftir að vélinni var lent með alla farþega heila á húfi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Play Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira