Kári heldur áfram að láta landsliðið heyra það: „Hvað næst? Dimmalimm?“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2022 13:32 Kári Árnason í einum af sínum 90 A-landsleikjum. Vísir/Hulda Margrét Kári Árnason - fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, yfirmaður knattspyrnumála hjá Íslands- og bikarmeisturum Víkings og sérfræðingur Viaplay, hefur verið duglegur að láta íslenska A-landsliðið heyra það undanfarið. Á því varð engin breyting er Ísland marði San Marínó. Íslenska landsliðið vann nauman 1-0 sigur á San Marínó, einu slakasta landsliði Evrópu, er liðin mættust í vináttulandsleik ytra á fimmtudag. Kári lék á sínum tíma 90 A-landsleiki en sinnir í dag meðal annars starfi sérfræðings á Viaplay þar sem leikirnir eru sýndir. Kári hefur ekki varið varlega í gagnrýni á liðið þegar honum hefur fundist frammistaða liðsins fyrir neðan allar hellur. Hann hélt því áfram eftir leikinn í San Marínó en ef marka má Twitter á meðan og eftir leik þá var Kári ekki einn um að vera nóg boðið. Kári lét sér ekki nægja að gagnrýna leik liðsins í gær heldur ræddi hann einnig æfingar og tók sem dæmi myndir og myndbönd sem hafa verið birt á samfélagsmiðlum KSÍ. . pic.twitter.com/4hB22NcKsx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 8, 2022 „Ég er búin að sjá klippur af æfingum, þetta er alvarleg staða. Það brunnu allir heitar fyrir landsliðið en félagsliðið hjá okkur,“ sagði Kári. „Það vill þannig til að það er gaman að spila fótbolta en etta eiga að vera keppnismenn. Það sem ég er að sjá af æfingum þá eru þetta fíflalæti. Ég þoldi ekki svona, einhverjir leikir: Köttur og mús eða eltingaleikur, hvað er næst? Dimmalimm.“ In the lovely Serravalle stadium where we play San Marino in a friendly on Thursday. pic.twitter.com/Q5GPBLhHvv— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 8, 2022 „Það er gaman í fótbolta, mér finnst ekki lengur gaman í Dimmalimm. Það fór í taugarnar á mér og mig langaði að segja það,“ bætti Kári bersýnilega létt pirraður við. "Mér finnst ekkert gaman í Dimmalimm". Kári Árnason fer algerlega á kostum, Rúrik reyndar mjög flottur líka.— Thorir Hakonarson (@THakonarson) June 9, 2022 Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er með Kára á Viaplay og tók í sama streng. Honum finnst landsliðiðsþjálfarinn fara of mjúkum höndum um leikmenn liðsins. „Ég er viss um að Kári myndi senda aðeins önnur skilaboð inn á völlinn ef hann væri þjálfari. Þetta er svo soft og vingjarnlegt. Það er eins og þeir þori ekki að gagnrýna leikmenn sína og biðja um almennilegan kraft.“ „Er alveg viss um að þú sért með mér í þessu. Ég hef heyrt þig gagnrýna menn inn á vellinum,“ sagði Rúrik að endingu. Íslenska A-landsliðið leikur sinn fjórða og síðasta leik á skömmum tíma er Ísrael mætir á Laugardalsvöll í Þjóðadeildinni á mánudaginn kemur. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í Ísrael. Fótbolti Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Umfjöllun: San Marínó - Ísland 0-1 | Sigur í gæðasnauðum leik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti San Marínó í San Marínó fyrr í kvöld í vináttuleik sem náði aldrei neinu flugi. Leikurinn endaði með sigri Íslands 0-1 og í raun og veru þarf ekki að segja neitt meira um það. 9. júní 2022 20:53 Albert: Frammistaðan var í raun og veru léleg Albert Guðmundsson miðjumaður íslenska landsliðsins var á því að frammistaða liðsins hafi ekki verið nógu góð í kvöld á mót San Marínó. Albert var í viðtali við Viaplay skömmu eftir leik og var ómyrkur í máli og sagði að sigurinn hefði átt að vera stærri og krafturinn meiri. Ísland vann 1-0 sigur engu að síður og það var 9. júní 2022 21:20 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Sjá meira
Íslenska landsliðið vann nauman 1-0 sigur á San Marínó, einu slakasta landsliði Evrópu, er liðin mættust í vináttulandsleik ytra á fimmtudag. Kári lék á sínum tíma 90 A-landsleiki en sinnir í dag meðal annars starfi sérfræðings á Viaplay þar sem leikirnir eru sýndir. Kári hefur ekki varið varlega í gagnrýni á liðið þegar honum hefur fundist frammistaða liðsins fyrir neðan allar hellur. Hann hélt því áfram eftir leikinn í San Marínó en ef marka má Twitter á meðan og eftir leik þá var Kári ekki einn um að vera nóg boðið. Kári lét sér ekki nægja að gagnrýna leik liðsins í gær heldur ræddi hann einnig æfingar og tók sem dæmi myndir og myndbönd sem hafa verið birt á samfélagsmiðlum KSÍ. . pic.twitter.com/4hB22NcKsx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 8, 2022 „Ég er búin að sjá klippur af æfingum, þetta er alvarleg staða. Það brunnu allir heitar fyrir landsliðið en félagsliðið hjá okkur,“ sagði Kári. „Það vill þannig til að það er gaman að spila fótbolta en etta eiga að vera keppnismenn. Það sem ég er að sjá af æfingum þá eru þetta fíflalæti. Ég þoldi ekki svona, einhverjir leikir: Köttur og mús eða eltingaleikur, hvað er næst? Dimmalimm.“ In the lovely Serravalle stadium where we play San Marino in a friendly on Thursday. pic.twitter.com/Q5GPBLhHvv— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 8, 2022 „Það er gaman í fótbolta, mér finnst ekki lengur gaman í Dimmalimm. Það fór í taugarnar á mér og mig langaði að segja það,“ bætti Kári bersýnilega létt pirraður við. "Mér finnst ekkert gaman í Dimmalimm". Kári Árnason fer algerlega á kostum, Rúrik reyndar mjög flottur líka.— Thorir Hakonarson (@THakonarson) June 9, 2022 Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er með Kára á Viaplay og tók í sama streng. Honum finnst landsliðiðsþjálfarinn fara of mjúkum höndum um leikmenn liðsins. „Ég er viss um að Kári myndi senda aðeins önnur skilaboð inn á völlinn ef hann væri þjálfari. Þetta er svo soft og vingjarnlegt. Það er eins og þeir þori ekki að gagnrýna leikmenn sína og biðja um almennilegan kraft.“ „Er alveg viss um að þú sért með mér í þessu. Ég hef heyrt þig gagnrýna menn inn á vellinum,“ sagði Rúrik að endingu. Íslenska A-landsliðið leikur sinn fjórða og síðasta leik á skömmum tíma er Ísrael mætir á Laugardalsvöll í Þjóðadeildinni á mánudaginn kemur. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í Ísrael.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Umfjöllun: San Marínó - Ísland 0-1 | Sigur í gæðasnauðum leik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti San Marínó í San Marínó fyrr í kvöld í vináttuleik sem náði aldrei neinu flugi. Leikurinn endaði með sigri Íslands 0-1 og í raun og veru þarf ekki að segja neitt meira um það. 9. júní 2022 20:53 Albert: Frammistaðan var í raun og veru léleg Albert Guðmundsson miðjumaður íslenska landsliðsins var á því að frammistaða liðsins hafi ekki verið nógu góð í kvöld á mót San Marínó. Albert var í viðtali við Viaplay skömmu eftir leik og var ómyrkur í máli og sagði að sigurinn hefði átt að vera stærri og krafturinn meiri. Ísland vann 1-0 sigur engu að síður og það var 9. júní 2022 21:20 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Sjá meira
Umfjöllun: San Marínó - Ísland 0-1 | Sigur í gæðasnauðum leik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti San Marínó í San Marínó fyrr í kvöld í vináttuleik sem náði aldrei neinu flugi. Leikurinn endaði með sigri Íslands 0-1 og í raun og veru þarf ekki að segja neitt meira um það. 9. júní 2022 20:53
Albert: Frammistaðan var í raun og veru léleg Albert Guðmundsson miðjumaður íslenska landsliðsins var á því að frammistaða liðsins hafi ekki verið nógu góð í kvöld á mót San Marínó. Albert var í viðtali við Viaplay skömmu eftir leik og var ómyrkur í máli og sagði að sigurinn hefði átt að vera stærri og krafturinn meiri. Ísland vann 1-0 sigur engu að síður og það var 9. júní 2022 21:20