Sóttu jólastyttu fulla af kókaíni á pósthúsið á Stórhöfða Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2022 08:08 Lögregla kom hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og var gerviefnum komið fyrir í stað fíkniefnanna. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn í fangelsi fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnainnflutnings þar sem þeir sóttu pakka á pósthús þar sem í var jólastytta með um kíló af kókaíni innan í. Annar mannanna var dæmdur í 21 mánaða fangelsi og hinn átján mánaða fangelsi. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem þeir sættu vikulangt í desember 2021 vegna málsins. Í dómi héraðsdóms segir að fíkniefnin hafi borist með póstsendingu frá Þýskalandi og verið stíluð á mann sem bæri „algengt íslenskt nafn“, heimilisfang sem ekki var til og á óskráð símanúmer. Stóð um innihald sendingarinnar að þetta væri „dekofigur“. Kom fyrir gerviefnum Tollgæslan hafði haft samband við lögreglu og bent á sendinguna þar sem ætluð fíkniefni hafi fundist. Lögregla kom þá hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og var gerviefnum komið fyrir í stað fíkniefnanna. Í desember 2021 var svo haft eftirlit með pósthúsi Íslandspósts á Stórhöfða í Reykjavík og komu mennirnir þangað til að sækja pakkann 9. dag mánaðarins. Áhyggjur að fylgst væri með þeim Mennirnir, sem eru albanskir ríkisborgarar, neituðu báðir sök í málinu og sagði annar þeirra einungis hafa verið að skutla félaga sínum á pósthúsið gegn gjaldi á meðan sá sem sótti pakkann sagðist hafa verið að sækja pakkann fyrir mann sem hafi ekki komist á pósthúsið og beðið hann um að gera það gegn 15 þúsund króna greiðslu. Dómari í málinu taldi það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru.Vísir/Vilhelm „Í skýrslum lögreglu liggja fyrir lýsingar á hátterni ákærðu við pósthúsið og bera þær með sér að ákærðu hafi verið varir um sig og haft áhyggjur af því að fylgst væri með þeim. Eftir að sendingin var afhent fóru þeir saman inn í bíl og ræddu saman. Eftir skamma stund hringdi sími ákærða [annars mannanna] og ákærðu áttu stutt samtal við mann sem m.a. spurði hvort ákærðu hefðu náð í „það“, sem [annar ákærðu] svaraði með því að þeir hefðu náð í „það“ og væru með það hjá sér í bílnum,“ segir í dómnum, en mennirnir voru svo handteknir eftir að hafa farið með sendinguna úr eigin bíl og yfir í leigubíl. Langsóttar og ótrúverðugar skýringar Dómari í málinu telur skýringar mannanna afar langsóttar og ótrúverðugar, en hvorugur þeirra vildi kannast við að eiga síma sem fannst í fórum þeirra með símanúmeri sem skráð var fyrir póstsendingunni . Taldi dómari það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru. Mennirnir eru einnig dæmdir til greiðslu málsvarnarlauna verjenda sinna, samtals rúmar fjórar milljónir króna, og sakarkostnaðar. Þá sæti þeir upptöku á fíkniefnum, farsímum, og reiðufé sem lögregla lagði hald á verið rannsókn málsins. Dómsmál Tollgæslan Smygl Fíkniefnabrot Pósturinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Annar mannanna var dæmdur í 21 mánaða fangelsi og hinn átján mánaða fangelsi. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem þeir sættu vikulangt í desember 2021 vegna málsins. Í dómi héraðsdóms segir að fíkniefnin hafi borist með póstsendingu frá Þýskalandi og verið stíluð á mann sem bæri „algengt íslenskt nafn“, heimilisfang sem ekki var til og á óskráð símanúmer. Stóð um innihald sendingarinnar að þetta væri „dekofigur“. Kom fyrir gerviefnum Tollgæslan hafði haft samband við lögreglu og bent á sendinguna þar sem ætluð fíkniefni hafi fundist. Lögregla kom þá hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og var gerviefnum komið fyrir í stað fíkniefnanna. Í desember 2021 var svo haft eftirlit með pósthúsi Íslandspósts á Stórhöfða í Reykjavík og komu mennirnir þangað til að sækja pakkann 9. dag mánaðarins. Áhyggjur að fylgst væri með þeim Mennirnir, sem eru albanskir ríkisborgarar, neituðu báðir sök í málinu og sagði annar þeirra einungis hafa verið að skutla félaga sínum á pósthúsið gegn gjaldi á meðan sá sem sótti pakkann sagðist hafa verið að sækja pakkann fyrir mann sem hafi ekki komist á pósthúsið og beðið hann um að gera það gegn 15 þúsund króna greiðslu. Dómari í málinu taldi það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru.Vísir/Vilhelm „Í skýrslum lögreglu liggja fyrir lýsingar á hátterni ákærðu við pósthúsið og bera þær með sér að ákærðu hafi verið varir um sig og haft áhyggjur af því að fylgst væri með þeim. Eftir að sendingin var afhent fóru þeir saman inn í bíl og ræddu saman. Eftir skamma stund hringdi sími ákærða [annars mannanna] og ákærðu áttu stutt samtal við mann sem m.a. spurði hvort ákærðu hefðu náð í „það“, sem [annar ákærðu] svaraði með því að þeir hefðu náð í „það“ og væru með það hjá sér í bílnum,“ segir í dómnum, en mennirnir voru svo handteknir eftir að hafa farið með sendinguna úr eigin bíl og yfir í leigubíl. Langsóttar og ótrúverðugar skýringar Dómari í málinu telur skýringar mannanna afar langsóttar og ótrúverðugar, en hvorugur þeirra vildi kannast við að eiga síma sem fannst í fórum þeirra með símanúmeri sem skráð var fyrir póstsendingunni . Taldi dómari það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru. Mennirnir eru einnig dæmdir til greiðslu málsvarnarlauna verjenda sinna, samtals rúmar fjórar milljónir króna, og sakarkostnaðar. Þá sæti þeir upptöku á fíkniefnum, farsímum, og reiðufé sem lögregla lagði hald á verið rannsókn málsins.
Dómsmál Tollgæslan Smygl Fíkniefnabrot Pósturinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira