Ný miðstöð fyrir úkraínska flóttamenn var opnuð á Aflagranda Bjarki Sigurðsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 8. júní 2022 08:00 Valgeir (t.v.) og Sveinn Rúnar ásamt Anastasiu sem kom hingað til lands fyrir einungis sjö dögum. Vísir/Sigurjón Í gær var ný miðstöð fyrir úkraínska flóttamenn opnuð á Aflagranda. Húsnæðið sem starfsemin var áður í er sprungið utan af starfseminni. Um 300 manns komu saman í nýja húsnæðinu í kvöld. Miðstöðin er rekin af samtökunum Flottafólk en hún var áður staðsett í auglýsingastofunnar Pipar í Guðrúnartúni en ekki var lengur pláss þar fyrir alla sem vildu mæta. Hún var því færð á Aflagranda og var fjöldi fólks þar þegar fréttastofa kíkti í heimsókn. Eitt áttu flest allir sameiginlegt, að hafa bros á vör. „Það var ekki svoleiðis þegar við byrjuðum á þessu, en þetta er grunnurinn á því sem við erum að gera, að fólk sé að hittast og styrkja hvort annað. Það versta sem fólk lendir í er að týna brosinu. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum að þessu,“ sagði Valgeir Magnússon, stjórnarformaður hjá Pipar. Mun stærra húsnæði Í gamla húsnæðinu voru allt að 200 manns að koma saman á kvöldin og húsnæðið margfalt minna en það nýja. Það var því kærkomið að komast í stærra húsnæði. „Mér telst til að hér séu um 300 manns núna, við auglýstum þetta í gær. Fólk treystir því starfi sem við höfum verið að sinna því við höfum gert þetta með kærleik og gleði að leiðarljósi og mætingin er eftir því,“ segir Sveinn Rúnar Sigurðsson, læknir og forsvarsmaður Flottafólks. Skemmtiatriði í kvöld Í miðstöðinni verður boðið upp á læknisþjónustu, hannyrðir og aðra afþreyingu en í kvöld verða það leiklistin og tónlistin sem taka öll völd. SYSTUR ætla að syngja Eurovision-lag sitt ásamt því að Anastasia Efimenko, úkraínskur flóttamaður sem kom hingað til lands fyrir viku síðan, mun syngja úkraínska þjóðsönginn fyrir gesti. Hún söng smá brot úr söngnum fyrir fréttamann Stöðvar 2. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Miðstöðin er rekin af samtökunum Flottafólk en hún var áður staðsett í auglýsingastofunnar Pipar í Guðrúnartúni en ekki var lengur pláss þar fyrir alla sem vildu mæta. Hún var því færð á Aflagranda og var fjöldi fólks þar þegar fréttastofa kíkti í heimsókn. Eitt áttu flest allir sameiginlegt, að hafa bros á vör. „Það var ekki svoleiðis þegar við byrjuðum á þessu, en þetta er grunnurinn á því sem við erum að gera, að fólk sé að hittast og styrkja hvort annað. Það versta sem fólk lendir í er að týna brosinu. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum að þessu,“ sagði Valgeir Magnússon, stjórnarformaður hjá Pipar. Mun stærra húsnæði Í gamla húsnæðinu voru allt að 200 manns að koma saman á kvöldin og húsnæðið margfalt minna en það nýja. Það var því kærkomið að komast í stærra húsnæði. „Mér telst til að hér séu um 300 manns núna, við auglýstum þetta í gær. Fólk treystir því starfi sem við höfum verið að sinna því við höfum gert þetta með kærleik og gleði að leiðarljósi og mætingin er eftir því,“ segir Sveinn Rúnar Sigurðsson, læknir og forsvarsmaður Flottafólks. Skemmtiatriði í kvöld Í miðstöðinni verður boðið upp á læknisþjónustu, hannyrðir og aðra afþreyingu en í kvöld verða það leiklistin og tónlistin sem taka öll völd. SYSTUR ætla að syngja Eurovision-lag sitt ásamt því að Anastasia Efimenko, úkraínskur flóttamaður sem kom hingað til lands fyrir viku síðan, mun syngja úkraínska þjóðsönginn fyrir gesti. Hún söng smá brot úr söngnum fyrir fréttamann Stöðvar 2.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira