Dularfull hola myndaðist á vellinum í Austurríki Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2022 16:00 Skov Olsen sést hér að máta sig við holuna á Ernst Happel-vellinum í Vín. Skjáskot Margt gekk á afturfótunum er Austurríki og Danmörk áttust við Ernst Happel-vellinum í Austurríki í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Leikurinn frestaðist töluvert vegna rafmagnsleysis á vellinum áður en stór hola myndaðist á vellinum í leikslok. Leikur liðanna í gær tafðist um meira en klukkustund þar sem völlurinn, í heild sinni, varð rafmagnslaus. Blaðamenn misstu netsamband og flóðljós duttu út. Leikurinn komst af stað um klukkustund á eftir áætlun en þar unnu Danir 2-1 sigur. Pierre-Emile Höjbjerg kom Dönum yfir í fyrri hálfleik áður en Xaver Schlager jafnaði. Jens Stryger Larsen skoraði þá sigurmark Dana um sex mínútum fyrir leikslok. The power went out at Austria vs. Denmark before kickoff pic.twitter.com/SweOStwV7h— B/R Football (@brfootball) June 6, 2022 Um er að ræða fyrsta tap Ralf Rangnick sem þjálfari Austurríkis, en hann tók nýverið við þjálfun þeirra, eftir erfiða tíma hjá Manchester United. Það var ekki fyrr en eftir að lokaflautið gall sem annað vandamál gerði vart við sig. Völlurinn virðist hafa hrunið á litlum bletti þar sem djúp hola myndaðist. Engan sakaði og eflaust gott að sökk vallarins átti sér ekki stað fyrr en eftir lokaflautið. Myndir birtust af Andreas Skov Olsen, leikmanni Dana, að máta sig við holuna þar sem sést hversu djúpt hún nær - hálfur fótleggur hans hvarf ofan í. Ernst Happel Stadion. One of the worst pitches I ve ever seen.#ForDanmark #NationsLeague #AUTDEN pic.twitter.com/Djd5NALZZu— Danish Football (@DANISHF00TBALL) June 7, 2022 „Það var hola þarna sem var líklega um hálfs metra djúp. Þetta var á miðjum vellinum og það er stórhættulegt ef einhver lendir ofan í henni. Maður getur fótbrotnað,“ sagði Skov Olsen í samtali við TV 2 í Danmörku eftir leik. „Þetta er mjög slæmt og ég er viss um að þeir gera sér grein fyrir því núna að það þurfi að gera betur. Þetta hefði getað eyðilagt feril einhvers, en það gerðist sem betur fer ekki.“ bætti hann við. Kasper Hjulmand, þjálfari Danmerkur, setti einnig mikið út á vallaraðstæður og sagði völlinn langt frá því að vera ásættanlegan. Ljóst er að vallarstarfsmenn í Vínarborg eiga verk fyrir höndum áður en Austurríki mætir Frakklandi í riðlinum á föstudagskvöld. Danir eru efstir í riðlinum með sex stig eftir sigur gegn Frökkum í fyrsta leik sem þeir fylgdu eftir með sigri gærdagsins. Austurríki átti frábæra byrjun með 3-0 sigri á Króatíu og er með þrjú stig en Króatía og Frakkland eru með eitt stig hvort eftir jafntefli liðanna í gærkvöld. Þjóðadeild UEFA Austurríki Tengdar fréttir Aftur glutra Frakkar forystu sinni Liðin sem léku til úrslita á HM 2018, Frakkland og Króatía, endurtóku leikinn í Þjóðadeildinni í kvöld og gerðu 1-1 jafntefli. Leikið var í Split í Króatíu. 6. júní 2022 21:05 Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira
Leikur liðanna í gær tafðist um meira en klukkustund þar sem völlurinn, í heild sinni, varð rafmagnslaus. Blaðamenn misstu netsamband og flóðljós duttu út. Leikurinn komst af stað um klukkustund á eftir áætlun en þar unnu Danir 2-1 sigur. Pierre-Emile Höjbjerg kom Dönum yfir í fyrri hálfleik áður en Xaver Schlager jafnaði. Jens Stryger Larsen skoraði þá sigurmark Dana um sex mínútum fyrir leikslok. The power went out at Austria vs. Denmark before kickoff pic.twitter.com/SweOStwV7h— B/R Football (@brfootball) June 6, 2022 Um er að ræða fyrsta tap Ralf Rangnick sem þjálfari Austurríkis, en hann tók nýverið við þjálfun þeirra, eftir erfiða tíma hjá Manchester United. Það var ekki fyrr en eftir að lokaflautið gall sem annað vandamál gerði vart við sig. Völlurinn virðist hafa hrunið á litlum bletti þar sem djúp hola myndaðist. Engan sakaði og eflaust gott að sökk vallarins átti sér ekki stað fyrr en eftir lokaflautið. Myndir birtust af Andreas Skov Olsen, leikmanni Dana, að máta sig við holuna þar sem sést hversu djúpt hún nær - hálfur fótleggur hans hvarf ofan í. Ernst Happel Stadion. One of the worst pitches I ve ever seen.#ForDanmark #NationsLeague #AUTDEN pic.twitter.com/Djd5NALZZu— Danish Football (@DANISHF00TBALL) June 7, 2022 „Það var hola þarna sem var líklega um hálfs metra djúp. Þetta var á miðjum vellinum og það er stórhættulegt ef einhver lendir ofan í henni. Maður getur fótbrotnað,“ sagði Skov Olsen í samtali við TV 2 í Danmörku eftir leik. „Þetta er mjög slæmt og ég er viss um að þeir gera sér grein fyrir því núna að það þurfi að gera betur. Þetta hefði getað eyðilagt feril einhvers, en það gerðist sem betur fer ekki.“ bætti hann við. Kasper Hjulmand, þjálfari Danmerkur, setti einnig mikið út á vallaraðstæður og sagði völlinn langt frá því að vera ásættanlegan. Ljóst er að vallarstarfsmenn í Vínarborg eiga verk fyrir höndum áður en Austurríki mætir Frakklandi í riðlinum á föstudagskvöld. Danir eru efstir í riðlinum með sex stig eftir sigur gegn Frökkum í fyrsta leik sem þeir fylgdu eftir með sigri gærdagsins. Austurríki átti frábæra byrjun með 3-0 sigri á Króatíu og er með þrjú stig en Króatía og Frakkland eru með eitt stig hvort eftir jafntefli liðanna í gærkvöld.
Þjóðadeild UEFA Austurríki Tengdar fréttir Aftur glutra Frakkar forystu sinni Liðin sem léku til úrslita á HM 2018, Frakkland og Króatía, endurtóku leikinn í Þjóðadeildinni í kvöld og gerðu 1-1 jafntefli. Leikið var í Split í Króatíu. 6. júní 2022 21:05 Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira
Aftur glutra Frakkar forystu sinni Liðin sem léku til úrslita á HM 2018, Frakkland og Króatía, endurtóku leikinn í Þjóðadeildinni í kvöld og gerðu 1-1 jafntefli. Leikið var í Split í Króatíu. 6. júní 2022 21:05