Viðskiptavinir Íslandsbanka njóta hækkunar ekki fyrr en á næsta ári Árni Sæberg skrifar 3. júní 2022 15:15 Það þýðir ekkert að mæta í útibú Íslandsbanka í von um að fá endurfjármögnun sem miðar við nýtt og hærra fasteignamat. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki mun ekki líta til hækkunar fasteignamats fyrr en nýtt mat tekur opinberlega gildi um áramótin. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir hafa þegar byrjað að taka mið af nýju og hækkuðu fasteignamati. Þó að hækkun fasteignamats hugnist mörgum ekki vegna tilheyrandi hækkunar fasteignagjalda voru aðrir sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar þegar tilkynnt var um tuttugu prósent hækkun fasteignamats að meðaltali á landsvísu. Hækkað fasteignamat þýðir nefnilega aukið svigrúm til endurfjármögnunar húsnæðislána sem fólk getur notað til að lækka mánaðarlega greiðslubyrði eða til aukinnar eignamyndunar, til að mynda með framkvæmdum á húsnæði. Þeir sem eru í viðskiptum við Landsbankann og Arion banka geta nú þegar sótt um endurfjármögnun sem miðar við hærra fasteignamat ársins 2023. Viðskiptavinir Íslandsbanka munu hins vegar þurfa að bíða til næsta árs til að endurfjármagna. „Við kaup á nýjum eignum er horft til kaupverðs eignar en við endurfjármögnun er miðað við fasteignamat. Ákvörðun þessi er tekin í ljósi aðstæðna á fasteignamarkaði og í samræmi við aðgerðir Seðlabankans,“ segir í svari bankans við fyrirspurn Vísis. Orðrómur hefur verið uppi um að starfsmenn bankans hafi verið óánægðir með ákvörðun bankans sökum þess að viðskiptavinir hafi margir hverjir verið óánægðir með hana og látið það bitna á starfsmönnum á gólfi. Þá segir sagan að eins konar neyðarfundur hafi verið í haldinn í bankanum sökum þessa. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka slær á þessar sögusagnir og segir engan innan bankans kannast við slíkan fund. Íslenskir bankar Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Þó að hækkun fasteignamats hugnist mörgum ekki vegna tilheyrandi hækkunar fasteignagjalda voru aðrir sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar þegar tilkynnt var um tuttugu prósent hækkun fasteignamats að meðaltali á landsvísu. Hækkað fasteignamat þýðir nefnilega aukið svigrúm til endurfjármögnunar húsnæðislána sem fólk getur notað til að lækka mánaðarlega greiðslubyrði eða til aukinnar eignamyndunar, til að mynda með framkvæmdum á húsnæði. Þeir sem eru í viðskiptum við Landsbankann og Arion banka geta nú þegar sótt um endurfjármögnun sem miðar við hærra fasteignamat ársins 2023. Viðskiptavinir Íslandsbanka munu hins vegar þurfa að bíða til næsta árs til að endurfjármagna. „Við kaup á nýjum eignum er horft til kaupverðs eignar en við endurfjármögnun er miðað við fasteignamat. Ákvörðun þessi er tekin í ljósi aðstæðna á fasteignamarkaði og í samræmi við aðgerðir Seðlabankans,“ segir í svari bankans við fyrirspurn Vísis. Orðrómur hefur verið uppi um að starfsmenn bankans hafi verið óánægðir með ákvörðun bankans sökum þess að viðskiptavinir hafi margir hverjir verið óánægðir með hana og látið það bitna á starfsmönnum á gólfi. Þá segir sagan að eins konar neyðarfundur hafi verið í haldinn í bankanum sökum þessa. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka slær á þessar sögusagnir og segir engan innan bankans kannast við slíkan fund.
Íslenskir bankar Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira