Verkalýðsforingjar ekki hrifnir af óraunhæfum hugmyndum Simma Bjarki Sigurðsson skrifar 2. júní 2022 16:33 Ragnar Þór Ingólfsson (t.v.), formaður VR, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS, telja að hugmyndir Simma Vill um jafnaðarkaup komist seint inn í kjarasamninga launafólks. Vísir Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar telja hugmyndir athafnamannsins Sigmars Vilhjálmssonar um jafnaðarkaup ekki vera raunhæfar. Langt sé í það að fólk samþykki slíkar breytingar. Í grein sem Sigmar birti á Vísi í gær stingur hann upp á því að afnema dag-, kvöld-, og helgarvinnutaxta og taka frekar upp grunntaxta. Honum þyki ósanngjarnt að mismuna fólki út frá því hvaða tíma dags það vinnur. Með breytingunni vilji hann jafna stöðu launamanna innan fyrirtækja og sporna gegn verðhækkunum á vörum og þjónustu fyrir viðskiptavini. Sigmar er í forsvari fyrir Atvinnufjelagið sem eru hagsmunasamtök fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki. Foringjar innan verkalýðshreyfingarinnar telja hugmynd Simma ekki góða og telja litlar líkur á að þessi breyting nái einhvern tímann í gegn. „Það er náttúrulega ástæða fyrir því að fólk er að fá hærri greiðslur á óþægilegum vinnutímum, það er bæði til þess að fólk fáist til að starfa á þessum óþægilegu vinnutímum og eins til þess að bæta upp fyrir það að vera að vinna á óhefðbundnum vinnutímum. Þetta hefur verið stefið í kjarasamningum, bæði um yfirvinnu, eftirvinnu og vaktaálögum og svo framvegis,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í samtali við fréttastofu. Fráleit hugmynd Kollegar hennar, þeir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS, matvæla- og veitingafélags Íslands, taka undir orð Drífu og segja að markmiðið hjá Simma sé að lækka launakostnað, þrátt fyrir að hann haldi öðru fram til að byrja með. „Það er alveg ljóst að allar hugmyndir um það að fólk geti unnið dagvinnuna hvenær sem er sólarhringsins er ekki bara algjörlega fráleit hugmynd heldur líka mikil afturför í réttindabaráttu vinnandi fólks. Það gefur augaleið. Fólk var að vinna hér myrkranna milli áður fyrr á sama tímakaupi, þess vegna var yfirvinnunni komið á,“ segir Ragnar Þór. Ekki á stefnuskránni Óskar segir að hugmyndin vinni þvert gegn því sem verkalýðshreyfingarnar vinna að. „Ég held að verkalýðshreyfingin hafi ekki í heild sinni leitt hugann að hugmyndinni og hún hefur ekki verið á stefnuskránni hjá okkur og þetta hugnast okkur ekki.“ Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Í grein sem Sigmar birti á Vísi í gær stingur hann upp á því að afnema dag-, kvöld-, og helgarvinnutaxta og taka frekar upp grunntaxta. Honum þyki ósanngjarnt að mismuna fólki út frá því hvaða tíma dags það vinnur. Með breytingunni vilji hann jafna stöðu launamanna innan fyrirtækja og sporna gegn verðhækkunum á vörum og þjónustu fyrir viðskiptavini. Sigmar er í forsvari fyrir Atvinnufjelagið sem eru hagsmunasamtök fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki. Foringjar innan verkalýðshreyfingarinnar telja hugmynd Simma ekki góða og telja litlar líkur á að þessi breyting nái einhvern tímann í gegn. „Það er náttúrulega ástæða fyrir því að fólk er að fá hærri greiðslur á óþægilegum vinnutímum, það er bæði til þess að fólk fáist til að starfa á þessum óþægilegu vinnutímum og eins til þess að bæta upp fyrir það að vera að vinna á óhefðbundnum vinnutímum. Þetta hefur verið stefið í kjarasamningum, bæði um yfirvinnu, eftirvinnu og vaktaálögum og svo framvegis,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í samtali við fréttastofu. Fráleit hugmynd Kollegar hennar, þeir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS, matvæla- og veitingafélags Íslands, taka undir orð Drífu og segja að markmiðið hjá Simma sé að lækka launakostnað, þrátt fyrir að hann haldi öðru fram til að byrja með. „Það er alveg ljóst að allar hugmyndir um það að fólk geti unnið dagvinnuna hvenær sem er sólarhringsins er ekki bara algjörlega fráleit hugmynd heldur líka mikil afturför í réttindabaráttu vinnandi fólks. Það gefur augaleið. Fólk var að vinna hér myrkranna milli áður fyrr á sama tímakaupi, þess vegna var yfirvinnunni komið á,“ segir Ragnar Þór. Ekki á stefnuskránni Óskar segir að hugmyndin vinni þvert gegn því sem verkalýðshreyfingarnar vinna að. „Ég held að verkalýðshreyfingin hafi ekki í heild sinni leitt hugann að hugmyndinni og hún hefur ekki verið á stefnuskránni hjá okkur og þetta hugnast okkur ekki.“
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira