Enn langt í að niðurstaða fáist í hoppukastalaslysið á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júní 2022 12:13 Frá vettvangi hoppukastalaslyssins á Akureyri 1. júlí árið 2021. Vísir/Lillý Saksóknari hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra telur líklegt að óskað verði eftir dómkvöddum matsmanni til að meta hvernig hoppukastali, sem tókst á loft með hrikalegum afleiðingum á Akureyri í fyrrasumar, var festur. Rannsókn málsins er sögð á lokastigi. Eftir niðurstöðu matsmanns fer málið til ákærusviðs lögreglu sem mun gefa sér tíma til að meta hvort gefin verði út ákæra. Ríkisútvarpið greinir frá þessu en afleiðingar slyssins voru meðal annars þær að sex ára stúlka slasaðist alvarlega. Eyþór Þorbergsson, aðstoðarsaksóknari og staðgengill lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, segir í samtali við RÚV reikna með því að einhverjir mánuðir séu enn í að niðurstaða fáist frá dómkvöddum matsmanni. Í framhaldinu þarf saksóknari að ákveða hvort ákært verði í málinu. Það var þann 1. júlí í fyrra sem risastór hoppukastali, sem komið hafði verið fyrir við Skautahöllina á Akureyri, tókst á loft. Kastalinn ber nafnið Skrímslið en hann hafði verið fluttur norður í land. Hópslysaáætlun Almannavarna var virkjuð og allt tiltækt til slökkviliðs og lögreglu í Eyjafirði sent á staðinn. Leitað var að börnum við kastalann en fjöldi fólks er á Akureyri vegna N1-fótboltamóts 5. flokks karla sem var nýhafið. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að kastalinn hefði verið festur niður samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda. Hann taldi að einhver festing hefði að líkindum gefið sig. Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, sagði að aldrei hefði komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum. „Það er verklag hjá okkur að skoða leiktæki sem koma til Akureyrarbæjar og víðar í tengslum við bæjarhátíðir og annað,“ sagði Alfreð. Hann benti einnig á að kröfur væru gerðar til rekstraraðila hoppukastala um að fylgja leiðbeiningum frá framleiðandanum. Hann gæti ekki fullyrt að frágangi kastalans hafi verið ábótavant en sagði hugsanlegt að veðuraðstæður hafi verið yfir viðmiðunarmörkum. Aðstandendur stúlkunnar sem slasaðist, hin sex ára gamla Klara, hófu í ársbyrjun söfnun til styrktar stúlkunni og fjölskyldu hennar. „Við ætlum að sýna stuðning okkar í verki með því að taka þátt og styðja við móðir Klöru sem hefur fundið styrkinn í því að fara út og hreyfa sig og vera út í náttúrunni, sagði Ásthildur Björnsdóttir, frænka Klöru, í Reykjavík síðdegis í janúar. Öryggisatriði til að hafa í huga Árið 2018 fundaði öryggissvið Neytendastofu með kollegum frá Noregi og Svíþjóð, meðal annars um öryggi hoppukastala. Þar voru helstu öryggismál dregin saman. 1. Fullorðnir þurfa alltaf að fylgjast með - slysin verða oftast þegar of margir hoppa á sama tíma. 2. Setja hoppukastalann upp á mjúku undirlagi og gæta þess að autt svæði sé í kringum kastalann. Höggdempandi undirlag ætti að vera til staðar við inn og útgönguleiðir hoppukastalans. 3. Festa hoppukastala vel og gæta þess að hann sé heill og uppblásinn. Ef vindur er meira en 8 m/s skal hoppukastalinn ekki vera settur upp. Hoppukastalaslys á Akureyri Akureyri Lögreglumál Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá þessu en afleiðingar slyssins voru meðal annars þær að sex ára stúlka slasaðist alvarlega. Eyþór Þorbergsson, aðstoðarsaksóknari og staðgengill lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, segir í samtali við RÚV reikna með því að einhverjir mánuðir séu enn í að niðurstaða fáist frá dómkvöddum matsmanni. Í framhaldinu þarf saksóknari að ákveða hvort ákært verði í málinu. Það var þann 1. júlí í fyrra sem risastór hoppukastali, sem komið hafði verið fyrir við Skautahöllina á Akureyri, tókst á loft. Kastalinn ber nafnið Skrímslið en hann hafði verið fluttur norður í land. Hópslysaáætlun Almannavarna var virkjuð og allt tiltækt til slökkviliðs og lögreglu í Eyjafirði sent á staðinn. Leitað var að börnum við kastalann en fjöldi fólks er á Akureyri vegna N1-fótboltamóts 5. flokks karla sem var nýhafið. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að kastalinn hefði verið festur niður samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda. Hann taldi að einhver festing hefði að líkindum gefið sig. Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, sagði að aldrei hefði komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum. „Það er verklag hjá okkur að skoða leiktæki sem koma til Akureyrarbæjar og víðar í tengslum við bæjarhátíðir og annað,“ sagði Alfreð. Hann benti einnig á að kröfur væru gerðar til rekstraraðila hoppukastala um að fylgja leiðbeiningum frá framleiðandanum. Hann gæti ekki fullyrt að frágangi kastalans hafi verið ábótavant en sagði hugsanlegt að veðuraðstæður hafi verið yfir viðmiðunarmörkum. Aðstandendur stúlkunnar sem slasaðist, hin sex ára gamla Klara, hófu í ársbyrjun söfnun til styrktar stúlkunni og fjölskyldu hennar. „Við ætlum að sýna stuðning okkar í verki með því að taka þátt og styðja við móðir Klöru sem hefur fundið styrkinn í því að fara út og hreyfa sig og vera út í náttúrunni, sagði Ásthildur Björnsdóttir, frænka Klöru, í Reykjavík síðdegis í janúar. Öryggisatriði til að hafa í huga Árið 2018 fundaði öryggissvið Neytendastofu með kollegum frá Noregi og Svíþjóð, meðal annars um öryggi hoppukastala. Þar voru helstu öryggismál dregin saman. 1. Fullorðnir þurfa alltaf að fylgjast með - slysin verða oftast þegar of margir hoppa á sama tíma. 2. Setja hoppukastalann upp á mjúku undirlagi og gæta þess að autt svæði sé í kringum kastalann. Höggdempandi undirlag ætti að vera til staðar við inn og útgönguleiðir hoppukastalans. 3. Festa hoppukastala vel og gæta þess að hann sé heill og uppblásinn. Ef vindur er meira en 8 m/s skal hoppukastalinn ekki vera settur upp.
Hoppukastalaslys á Akureyri Akureyri Lögreglumál Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Sjá meira