„Þakklát fyrir að þau séu að setja sig í spor annarra“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2022 19:59 Bryndís Thors er í fjórða bekk, en hún notar hjólastól og segir marga ekki átta sig á þeim hindrunum sem fólk sem fólk í hennar stöðu mætir. Vísir Tíu ára stúlka sem notast við hjólastól segir mikilvægt að fólk átti sig á þeim hindrunum sem fatlað fólk mæti í daglegu lífi. Bekkjarsystkini hennar taka nú þátt í verkefni sem miðar að því að opna augu fólks fyrir veruleika fatlaðra barna. Skólinn í stólinn er verkefni sem nemendur í 4. bekk í Sjálandsskóla í Garðabæ taka þátt í, í dag og á morgun. Þar reyna þau að setja sig í spor fatlaðra barna. „Við fengum lánaða sex stóla og einn fullorðinsstól, þannig að kennarar og nemendur í bekknum fá öll að rúlla í eina og hálfa klukkustund á hjólastól, bæði í dag og á morgun. Þetta er svona lífsleikniverkefni sem fær þig aðeins til að hugsa um að það er ekki sjálfgefið að hlaupa bara á skólagöngunum eða hlaupa út í frímínútur með vinum sínum,“ segir Júlíana Þóra Hálfdánardóttir. Gott að sjá að krakkarnir vilji prófa Bryndís Thors er í fjórða bekk, en hún notar hjólastól og segir marga ekki átta sig á þeim hindrunum sem fólk sem fólk í hennar stöðu mætir. Með verkefninu sé hægt að opna augu bekkjarsystkina hennar fyrir þeim. „Pabbi minn fékk hugmyndina að því að prófa eitthvað nýtt og prófa bara að vera í hjólastól,“ segir Bryndís. Hún er ánægð með viðleitni krakkanna í bekknum. „Mér líður allavega mjög vel að sjá þau vilja prófa stólana.“ Bekkjarsystur Bryndísar sem fréttastofa ræddi við virðast margs vísari um raunveruleika fatlaðs fólks. „Við vorum í íþróttum í einhverju svona kapphlaupi og þá þurfti ég að vera í hjólastólnum að rúlla mér eins hratt og ég gat,“ segir Ásthildur Eva Sigurðardóttir. Það hafi verið talsvert erfiðara en að hlaupa. Helga Birna Stefánsdóttir, önnur bekkjarsystir Bryndísar, segir þá líka erfitt að fara á klósettið þegar maður notar hjólastól. Krakkarnir vonast eftir áframhaldandi þátttöku bekkjarsystkina sinna í verkefninu. „Af því að fötluð börn eða fullorðnir geta ekkert bara staðið upp og hætt að vera í stólnum,“ segir Ísabella Marín Ástráðsdóttir. Sjálf er Bryndís ánægð með viðhorf bekkjarsystkina sinna til verkefnisins. „Ég er mjög þakklát fyrir að þau séu að setja sig í spor annarra og reyna að prófa.“ Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Garðabær Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Skólinn í stólinn er verkefni sem nemendur í 4. bekk í Sjálandsskóla í Garðabæ taka þátt í, í dag og á morgun. Þar reyna þau að setja sig í spor fatlaðra barna. „Við fengum lánaða sex stóla og einn fullorðinsstól, þannig að kennarar og nemendur í bekknum fá öll að rúlla í eina og hálfa klukkustund á hjólastól, bæði í dag og á morgun. Þetta er svona lífsleikniverkefni sem fær þig aðeins til að hugsa um að það er ekki sjálfgefið að hlaupa bara á skólagöngunum eða hlaupa út í frímínútur með vinum sínum,“ segir Júlíana Þóra Hálfdánardóttir. Gott að sjá að krakkarnir vilji prófa Bryndís Thors er í fjórða bekk, en hún notar hjólastól og segir marga ekki átta sig á þeim hindrunum sem fólk sem fólk í hennar stöðu mætir. Með verkefninu sé hægt að opna augu bekkjarsystkina hennar fyrir þeim. „Pabbi minn fékk hugmyndina að því að prófa eitthvað nýtt og prófa bara að vera í hjólastól,“ segir Bryndís. Hún er ánægð með viðleitni krakkanna í bekknum. „Mér líður allavega mjög vel að sjá þau vilja prófa stólana.“ Bekkjarsystur Bryndísar sem fréttastofa ræddi við virðast margs vísari um raunveruleika fatlaðs fólks. „Við vorum í íþróttum í einhverju svona kapphlaupi og þá þurfti ég að vera í hjólastólnum að rúlla mér eins hratt og ég gat,“ segir Ásthildur Eva Sigurðardóttir. Það hafi verið talsvert erfiðara en að hlaupa. Helga Birna Stefánsdóttir, önnur bekkjarsystir Bryndísar, segir þá líka erfitt að fara á klósettið þegar maður notar hjólastól. Krakkarnir vonast eftir áframhaldandi þátttöku bekkjarsystkina sinna í verkefninu. „Af því að fötluð börn eða fullorðnir geta ekkert bara staðið upp og hætt að vera í stólnum,“ segir Ísabella Marín Ástráðsdóttir. Sjálf er Bryndís ánægð með viðhorf bekkjarsystkina sinna til verkefnisins. „Ég er mjög þakklát fyrir að þau séu að setja sig í spor annarra og reyna að prófa.“
Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Garðabær Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira