Mótmæli eftir mannskætt húshrun halda áfram í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2022 10:24 Rústir Metropol-byggingarinnar í Abadan í Íran. AP/skrifstofa varaforseta Írans Reiði ríkir enn í garð íranskra yfirvalda eftir að 37 manns fórust þegar íbúðablokk hrundi í suðvestanverðu landinu í síðustu viku. Mótmælendur hafa meðal annars hrópað slagorð gegn Ali Khamenei, æðsta leiðtoga Írans. Yfirvöld hafa kennt spillingu embættismanna og litlum öryggiskröfum um að tíu hæða Metropol-byggingin í Abadan í Khuzestan-héraði hrundi til grunna 23. maí. Auk þeirra látnu slösuðust 37 manns. Þrettán manns hafa verið handteknir vegna hrunsins til þessa, þar á meðal borgarstjórar og aðrir embættismenn. Mikil öryggisgæsla var þegar minningarathafnir um fórnarlömbin voru haldnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Myndbönd frá borginni sýndu mótmælendur kveikja í dekkjum og loka vegum í bænum Shadegan í nágrenni Abadan. Mótmælendur telja að harmleikurinn hafi einnig átt sér stað vegna vanrækslu stjórnvalda og landlægu misferli embættismanna. Lögreglumenn hafa skotið táragasi að mótmælendunum og hleypt af byssum upp í loftið til að dreifa mannfjöldanum. Til átaka hefur jafnframt komið á milli lögreglumanna og mótmælenda. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi handtekið Arash Ghaleh-Golab, blaðamann, þegar hann fylgdist með athöfn fyrir fórnarlömb hrunsins. Lögreglumenn hafi barið hann og sparkað í hann. Óljóst sé hvort Ghaleh-Golab var að störfum þegar hann var handtekinn eða hvort hann var viðstaddur athöfnina sem almennur borgari. Hann er enn í haldi yfirvalda og hefur ekki fengið að vera í sambandi við fjölskyldu sína eða umheiminn. Engin ákæra hefur verið birt honum. Stjórnvöld í Íran sæta nú vaxandi gagnrýni almennings vegna hækkandi matvælaverð og efnahagsþrenginga að undanförnu. Gjaldmiðill landsins tók dýfu í gær og hefur hann ekki verið veikari gagnvart Bandaríkjadollar áður. Íran Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Yfirvöld hafa kennt spillingu embættismanna og litlum öryggiskröfum um að tíu hæða Metropol-byggingin í Abadan í Khuzestan-héraði hrundi til grunna 23. maí. Auk þeirra látnu slösuðust 37 manns. Þrettán manns hafa verið handteknir vegna hrunsins til þessa, þar á meðal borgarstjórar og aðrir embættismenn. Mikil öryggisgæsla var þegar minningarathafnir um fórnarlömbin voru haldnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Myndbönd frá borginni sýndu mótmælendur kveikja í dekkjum og loka vegum í bænum Shadegan í nágrenni Abadan. Mótmælendur telja að harmleikurinn hafi einnig átt sér stað vegna vanrækslu stjórnvalda og landlægu misferli embættismanna. Lögreglumenn hafa skotið táragasi að mótmælendunum og hleypt af byssum upp í loftið til að dreifa mannfjöldanum. Til átaka hefur jafnframt komið á milli lögreglumanna og mótmælenda. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi handtekið Arash Ghaleh-Golab, blaðamann, þegar hann fylgdist með athöfn fyrir fórnarlömb hrunsins. Lögreglumenn hafi barið hann og sparkað í hann. Óljóst sé hvort Ghaleh-Golab var að störfum þegar hann var handtekinn eða hvort hann var viðstaddur athöfnina sem almennur borgari. Hann er enn í haldi yfirvalda og hefur ekki fengið að vera í sambandi við fjölskyldu sína eða umheiminn. Engin ákæra hefur verið birt honum. Stjórnvöld í Íran sæta nú vaxandi gagnrýni almennings vegna hækkandi matvælaverð og efnahagsþrenginga að undanförnu. Gjaldmiðill landsins tók dýfu í gær og hefur hann ekki verið veikari gagnvart Bandaríkjadollar áður.
Íran Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira