Halli á viðskiptajöfnuði jókst milli ára Árni Sæberg skrifar 1. júní 2022 10:03 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri en bankinn birti svarta skýrslu um viðskiptajöfnuð í dag. Vísir/Vilhelm Rúmlega fimmtíu milljarða króna halli á viðskiptajöfnuði við útlönd var á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Það er um 27 milljarða króna verri niðurstaða en á sama ársfjórðungi í fyrra. Um er að ræða tæplega sex milljarða króna verri niðurstaða en á síðasta ársfjórðungi. Halli á vöruskiptajöfnuði var 20 milljarðar króna og 5,4 milljarðar króna af þjónustujöfnuði. Halli á frumþáttatekjum nam 15,8 milljörðum króna og 9,1 milljarðar króna á rekstrarframlögum. Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands sem sýna bráðabirgðayfirlit yfir greiðslujöfnuð við útlönd á fyrsta ársfjórðungi 2022 og erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins. Þar segir að lakari niðurstaða skýrist að mestu leyti af lakari niðurstöðu frumþáttatekna upp á tæpa 29 milljarða sem skýrast aðallega af bættri afkomu fyrirtækja í erlendri eigu sem flokkast undir beina fjárfestingu. Þá voru vöruviðskipti lakari um sem nemur 400 milljónum króna, rekstrarframlög um einum milljarði króna verri. Halli á þjónustuviðskiptum var tæplega þremur milljörðum króna minni. Hrein staða við útlönd versnaði um 214 milljarða króna Í lok fyrsta ársfjórðungs 2022 var hrein staða við útlönd jákvæð um 1.076 milljarða króna eða um 32 prósent af vergri landsframleiðslu. Staðan versnaði um 214 milljarða króna eða 6,4 prósent af vergri landsframleiðslu á milli ára. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.807 milljarðar króna í lok ársfjórðungsins en skuldir 3.730 milljarðar króna. Á fjórðungnum lækkaði staðan um 38 milljarðar króna vegna fjármagnsviðskipta en erlendar eignir lækkuðu um 19 milljarða króna vegna þeirra og skuldir hækkuðu um 51 milljarð króna. Vegna gengis- og verðbreytinga lækkaði virði eigna þjóðarbúsins um ríflega þrjú hundruð milljarða króna og skuldir um 116 milljarða króna. Gengis- og verðbreytingar leiddu því til lakari stöðu sem nemur 186 milljörðum króna. Verð á erlendum verðbréfamörkuðum lækkaði um 5,6 prósent milli fjórðunga og verð á bréfum á innlendum hlutabréfamarkaði um 4,9 prósent. Gengi krónunnar hækkaði um 3,2 prósent miðað við gengisskráningarvog. Nánari upplýsingar má lesa hér. Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Um er að ræða tæplega sex milljarða króna verri niðurstaða en á síðasta ársfjórðungi. Halli á vöruskiptajöfnuði var 20 milljarðar króna og 5,4 milljarðar króna af þjónustujöfnuði. Halli á frumþáttatekjum nam 15,8 milljörðum króna og 9,1 milljarðar króna á rekstrarframlögum. Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands sem sýna bráðabirgðayfirlit yfir greiðslujöfnuð við útlönd á fyrsta ársfjórðungi 2022 og erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins. Þar segir að lakari niðurstaða skýrist að mestu leyti af lakari niðurstöðu frumþáttatekna upp á tæpa 29 milljarða sem skýrast aðallega af bættri afkomu fyrirtækja í erlendri eigu sem flokkast undir beina fjárfestingu. Þá voru vöruviðskipti lakari um sem nemur 400 milljónum króna, rekstrarframlög um einum milljarði króna verri. Halli á þjónustuviðskiptum var tæplega þremur milljörðum króna minni. Hrein staða við útlönd versnaði um 214 milljarða króna Í lok fyrsta ársfjórðungs 2022 var hrein staða við útlönd jákvæð um 1.076 milljarða króna eða um 32 prósent af vergri landsframleiðslu. Staðan versnaði um 214 milljarða króna eða 6,4 prósent af vergri landsframleiðslu á milli ára. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.807 milljarðar króna í lok ársfjórðungsins en skuldir 3.730 milljarðar króna. Á fjórðungnum lækkaði staðan um 38 milljarðar króna vegna fjármagnsviðskipta en erlendar eignir lækkuðu um 19 milljarða króna vegna þeirra og skuldir hækkuðu um 51 milljarð króna. Vegna gengis- og verðbreytinga lækkaði virði eigna þjóðarbúsins um ríflega þrjú hundruð milljarða króna og skuldir um 116 milljarða króna. Gengis- og verðbreytingar leiddu því til lakari stöðu sem nemur 186 milljörðum króna. Verð á erlendum verðbréfamörkuðum lækkaði um 5,6 prósent milli fjórðunga og verð á bréfum á innlendum hlutabréfamarkaði um 4,9 prósent. Gengi krónunnar hækkaði um 3,2 prósent miðað við gengisskráningarvog. Nánari upplýsingar má lesa hér.
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira