Nei eða já: „Ég var andvaka yfir þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 31. maí 2022 11:01 Stephen Curry er kominn með Golden State Warriors í úrslit NBA-deildarinnar. Getty Stærsta fullyrðingin sem sett var fram í liðnum skemmtilega „Nei eða já“, í körfuboltaþættinum Lögmál leiksins í gærkvöld, var sú að Steph Curry væri búinn að eiga betri feril en Kevin Durant. „Þið voruð andvaka yfir leiknum [oddaleik Boston og Miami], ég var andvaka yfir þessu,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson um fyrstu fullyrðinguna. Niðurstaða hans var þó sú að Curry, sem kominn er í úrslit NBA-deildarinnar með Golden State Warriors, væri búinn að afreka meira en Durant. „Mér finnst þetta mjög erfitt. Báðir hafa átt stórkostlega ferla. En ég er alltaf að predika að maður eigi að vera „vinningsmiðaður“. Því meira sem þú vinnur því meiri virðingu áttu skilið, hvort sem það er að vera alltaf með frábær lið á „regular season“ eða vinna titla, og Steph Curry gerir bæði, alltaf,“ sagði Sigurður en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson voru honum sammála: „Ég er sammála og það er akkúrat þetta ár [sem kemur Curry yfir]. Seinni hluti ferilsins hjá Steph Curry er að þróast í svo mikið jákvæðari átt en hjá Kevin Durant. Ef að þær eru réttar þessar fréttir frá Brooklyn um að hann sé að reyna að losa sig í burtu og hafi ekki heyrt í Sean Marks síðan í síðasta mánuði þá er það rosalega alvarlegt – ef hann ætlar að fara að losa sig í burtu enn og aftur. Þá er hann búinn að eiga rosaleg gloppóttan feril sem mun ekkert koma rosalega vel út í sögunni. Hann endar klárlega í topp 20 allra tíma, eða mögulega topp 15, en ég held að Steph Curry eigi séns á að enda ofar og hvað þá ef hann klárar þennan titil í ár,“ sagði Hörður. Afrekaði það að breyta leiknum Tómas benti svo á hvernig Curry hefði í rauninni breytt íþróttinni: „Hann er líka með það „legacy“ að hafa nánast breytt leiknum upp á eigin spýtur. Þetta þriggja stiga dæmi sem kom í kjölfar hans,“ sagði Tómas. „Það er skemmtilegt við þetta að Steph Curry breytti leiknum í „þriggja stiga leik“ en Kevin Durant, ásamt kannski tveimur öðrum, er sá sem hefur haldið virði „miðfærisins“ lifandi í þriggja stiga byltingunni,“ sagði Sigurður. Fleiri mál voru á dagskrá eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan og voru þessar fullyrðingar einnig ræddar: Deandre Ayton verður leikmaður Phoenix Suns á næsta tímabili Demar Derozan mun eiga svipað gott tímabil aftur Tim Connelly til Úlfanna mun skipta máli fyrir Wolves og Nuggets NBA Körfubolti Lögmál leiksins Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
„Þið voruð andvaka yfir leiknum [oddaleik Boston og Miami], ég var andvaka yfir þessu,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson um fyrstu fullyrðinguna. Niðurstaða hans var þó sú að Curry, sem kominn er í úrslit NBA-deildarinnar með Golden State Warriors, væri búinn að afreka meira en Durant. „Mér finnst þetta mjög erfitt. Báðir hafa átt stórkostlega ferla. En ég er alltaf að predika að maður eigi að vera „vinningsmiðaður“. Því meira sem þú vinnur því meiri virðingu áttu skilið, hvort sem það er að vera alltaf með frábær lið á „regular season“ eða vinna titla, og Steph Curry gerir bæði, alltaf,“ sagði Sigurður en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson voru honum sammála: „Ég er sammála og það er akkúrat þetta ár [sem kemur Curry yfir]. Seinni hluti ferilsins hjá Steph Curry er að þróast í svo mikið jákvæðari átt en hjá Kevin Durant. Ef að þær eru réttar þessar fréttir frá Brooklyn um að hann sé að reyna að losa sig í burtu og hafi ekki heyrt í Sean Marks síðan í síðasta mánuði þá er það rosalega alvarlegt – ef hann ætlar að fara að losa sig í burtu enn og aftur. Þá er hann búinn að eiga rosaleg gloppóttan feril sem mun ekkert koma rosalega vel út í sögunni. Hann endar klárlega í topp 20 allra tíma, eða mögulega topp 15, en ég held að Steph Curry eigi séns á að enda ofar og hvað þá ef hann klárar þennan titil í ár,“ sagði Hörður. Afrekaði það að breyta leiknum Tómas benti svo á hvernig Curry hefði í rauninni breytt íþróttinni: „Hann er líka með það „legacy“ að hafa nánast breytt leiknum upp á eigin spýtur. Þetta þriggja stiga dæmi sem kom í kjölfar hans,“ sagði Tómas. „Það er skemmtilegt við þetta að Steph Curry breytti leiknum í „þriggja stiga leik“ en Kevin Durant, ásamt kannski tveimur öðrum, er sá sem hefur haldið virði „miðfærisins“ lifandi í þriggja stiga byltingunni,“ sagði Sigurður. Fleiri mál voru á dagskrá eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan og voru þessar fullyrðingar einnig ræddar: Deandre Ayton verður leikmaður Phoenix Suns á næsta tímabili Demar Derozan mun eiga svipað gott tímabil aftur Tim Connelly til Úlfanna mun skipta máli fyrir Wolves og Nuggets
NBA Körfubolti Lögmál leiksins Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira