Góður grunnur fyrir fæðuöryggisstefnu Ólafur Stephensen skrifar 30. maí 2022 11:31 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fyrr í mánuðinum fyrir ríkisstjórnina tillögur sem miða að því að efla fæðuöryggi landsins. Tillögurnar ásamt greinargerð eru samdar af Jóhannesi Sveinbjörnsyni dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þetta er gott plagg, sem sýnir vel að fæðuöryggi er margþætt hugtak; miklu flóknara og viðameira en sú umræða sem hefur stundum á liðnum árum farið fram undir merkjum fæðuöryggis og gengur aðallega út á að vernda innlenda framleiðslu fyrir alþjóðlegri samkeppni. Fyrsta tillagan er að íslenzk stjórnvöld beiti sér sem fyrst fyrir því að Ísland verði metið með aðferðum svokallaðs Global Food Security Index (GFSI), sem gefi góða mynd af skilyrðum fyrir fæðuöryggi og framvindu í þeim efnum. Ýmsar tillögur og ábendingar Jóhannesar snúa að innlendri framleiðslu. Hann bendir til dæmis á þá augljósu staðreynd að viðunandi fjárhagsleg afkoma bænda er ein af undirstöðum fæðuöryggis. Þá dregur hann fram að efla þurfi framleiðslu plöntuafurða á Íslandi, bæði til skepnufóðurs og manneldis. Það er verðugt markmið; eftirspurn eftir íslenzku grænmeti er þannig langt umfram það sem innlendir framleiðendur ná nú að anna. Alþjóðasamningar þurfa að tryggja aðgengi að fæðu Í tillögunum er bent á að ásamt innlendri matvælaframleiðslu séu vel virk kerfi alþjóðlegra viðskipta undirstaða aðgengis að fæðu og aðföngum til fæðuframleiðslu og matvælaiðnaðar. „Alþjóðlegir samningar þurfa að tryggja hagsmuni Íslands í þessum efnum,“ segir í tillögunum. Þessi ábending ætti að vera umhugsunarefni fyrir hagsmunasamtök og stjórnmálaflokka, sem vilja gera breytingar á alþjóðlegum samningum Íslands í þá veru að draga úr frjálsum viðskiptum með matvörur, hækka tolla og skerða þannig aðgang íslenzkra neytenda að mat á hagstæðu verði. Jóhannes bendir í greinargerðinni einmitt á að þegar GFSI-stuðull verði reiknaður fyrir Ísland megi gera ráð fyrir að sama atriði dragi Ísland niður í samanburði við nágrannalöndin í Evrópusambandinu og það sem dregur Noreg niður; háir tollar á innfluttar búvörur. Hver er raunsæ skilgreining á fæðusjálfstæði? Hann bendir sömuleiðis á að í uppbyggingu stuðulsins hafi eiginlegt fæðusjálfstæði mjög lítið vægi, en ýmsir vísar varðandi atriði sem byggja undir möguleika á fæðuframleiðslu í heimalandinu hafi talsvert vægi samanlagt. Í framhaldinu er í greinargerðinni áhugaverð umfjöllun: „Þrengsta skilgreining á fullu fæðusjálfstæði er sú staða að land framleiði alla þá fæðu sem neytt er í landinu. Í nútímanum er þetta óraunhæft og ástæðulaust markmið, jafnvel Norður-Kórea sem er það land sem lengst vill ganga í þessu efni, er háð innflutningi matvæla og alþjóðlegri matvælaaðstoð. Raunsærri skilgreining á fæðusjálfstæði í nútímanum er hvort fæðuframleiðsla þjóðar nær að fullnægja reiknaðri fæðuþörf, burtséð frá því hvort þjóðin velur að selja hluta af hinni framleiddu fæðu og kaupa aðra fæðu í staðinn. Í slíku fæðusjálfstæði felst að land getur nýtt sér kosti alþjóðlegra viðskipta varðandi sérhæfingu og vöruúrval, en á sama tíma notið þess öryggis sem felst í því að geta á tímum þegar ógnir steðja að alþjóðaviðskiptum, t.d. vegna stríðsástands, heimsfaraldra eða umhverfisslysa, fært neyslu sína meira yfir á matvæli framleidd í heimalandinu og dregið úr innflutningi.“ Ísland er matarútflutningsland Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að Ísland er nettó matarútflutningsland. Árið 2020 var um helmingur vöruútflutnings Íslands matvörur; sjávarfang fyrir um 275,8 milljarða króna og búvörur fyrir um 35,3 milljarða, samtals matvælaútflutningur fyrir um 311 milljarða. Innflutningur á sjávarfangi og landbúnaðarvörum nam hins vegar alls um 92,5 milljörðum. Í krafti öflugs sjávarútvegs aflar Ísland margfalt meiri matar en þjóðin getur torgað. Jóhannes bendir í greinargerð sinni á að ef horft sé á sjálfsaflahlutfall fæðutegunda liggi veikleikar fæðuframleiðslukerfis Íslendinga í framleiðslu plöntuafurða. Stærstu sóknarfærin liggi í að framleiða meira korn, bæði til manneldis og fóðurs fyrir búfé, og á að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis. Í framhaldinu segir í greinargerðinni: „Með öðrum orðum, mat og vöktun á almennu fæðusjálfstæði og sjálfsaflahlutfalli einstakra fæðuflokka snýst ekki um að hafna alþjóðlegum viðskiptum með fæðu, heldur að þekkja bæði getu og raunveruleg afköst viðkomandi lands til eigin fæðuframleiðslu á hverjum tíma.“ Gott jafnvægi ætti að finnast Tillögurnar og greinargerðin, sem matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina, mynda góðan grundvöll fyrir frekari stefnumótun varðandi fæðuöryggi Íslands, þar sem ætti að finnast gott jafnvægi á milli hagsmuna innlendrar framleiðslu og áframhaldandi áherzlu á öflug og frjáls alþjóðaviðskipti með mat. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Matvælaframleiðsla Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fyrr í mánuðinum fyrir ríkisstjórnina tillögur sem miða að því að efla fæðuöryggi landsins. Tillögurnar ásamt greinargerð eru samdar af Jóhannesi Sveinbjörnsyni dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þetta er gott plagg, sem sýnir vel að fæðuöryggi er margþætt hugtak; miklu flóknara og viðameira en sú umræða sem hefur stundum á liðnum árum farið fram undir merkjum fæðuöryggis og gengur aðallega út á að vernda innlenda framleiðslu fyrir alþjóðlegri samkeppni. Fyrsta tillagan er að íslenzk stjórnvöld beiti sér sem fyrst fyrir því að Ísland verði metið með aðferðum svokallaðs Global Food Security Index (GFSI), sem gefi góða mynd af skilyrðum fyrir fæðuöryggi og framvindu í þeim efnum. Ýmsar tillögur og ábendingar Jóhannesar snúa að innlendri framleiðslu. Hann bendir til dæmis á þá augljósu staðreynd að viðunandi fjárhagsleg afkoma bænda er ein af undirstöðum fæðuöryggis. Þá dregur hann fram að efla þurfi framleiðslu plöntuafurða á Íslandi, bæði til skepnufóðurs og manneldis. Það er verðugt markmið; eftirspurn eftir íslenzku grænmeti er þannig langt umfram það sem innlendir framleiðendur ná nú að anna. Alþjóðasamningar þurfa að tryggja aðgengi að fæðu Í tillögunum er bent á að ásamt innlendri matvælaframleiðslu séu vel virk kerfi alþjóðlegra viðskipta undirstaða aðgengis að fæðu og aðföngum til fæðuframleiðslu og matvælaiðnaðar. „Alþjóðlegir samningar þurfa að tryggja hagsmuni Íslands í þessum efnum,“ segir í tillögunum. Þessi ábending ætti að vera umhugsunarefni fyrir hagsmunasamtök og stjórnmálaflokka, sem vilja gera breytingar á alþjóðlegum samningum Íslands í þá veru að draga úr frjálsum viðskiptum með matvörur, hækka tolla og skerða þannig aðgang íslenzkra neytenda að mat á hagstæðu verði. Jóhannes bendir í greinargerðinni einmitt á að þegar GFSI-stuðull verði reiknaður fyrir Ísland megi gera ráð fyrir að sama atriði dragi Ísland niður í samanburði við nágrannalöndin í Evrópusambandinu og það sem dregur Noreg niður; háir tollar á innfluttar búvörur. Hver er raunsæ skilgreining á fæðusjálfstæði? Hann bendir sömuleiðis á að í uppbyggingu stuðulsins hafi eiginlegt fæðusjálfstæði mjög lítið vægi, en ýmsir vísar varðandi atriði sem byggja undir möguleika á fæðuframleiðslu í heimalandinu hafi talsvert vægi samanlagt. Í framhaldinu er í greinargerðinni áhugaverð umfjöllun: „Þrengsta skilgreining á fullu fæðusjálfstæði er sú staða að land framleiði alla þá fæðu sem neytt er í landinu. Í nútímanum er þetta óraunhæft og ástæðulaust markmið, jafnvel Norður-Kórea sem er það land sem lengst vill ganga í þessu efni, er háð innflutningi matvæla og alþjóðlegri matvælaaðstoð. Raunsærri skilgreining á fæðusjálfstæði í nútímanum er hvort fæðuframleiðsla þjóðar nær að fullnægja reiknaðri fæðuþörf, burtséð frá því hvort þjóðin velur að selja hluta af hinni framleiddu fæðu og kaupa aðra fæðu í staðinn. Í slíku fæðusjálfstæði felst að land getur nýtt sér kosti alþjóðlegra viðskipta varðandi sérhæfingu og vöruúrval, en á sama tíma notið þess öryggis sem felst í því að geta á tímum þegar ógnir steðja að alþjóðaviðskiptum, t.d. vegna stríðsástands, heimsfaraldra eða umhverfisslysa, fært neyslu sína meira yfir á matvæli framleidd í heimalandinu og dregið úr innflutningi.“ Ísland er matarútflutningsland Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að Ísland er nettó matarútflutningsland. Árið 2020 var um helmingur vöruútflutnings Íslands matvörur; sjávarfang fyrir um 275,8 milljarða króna og búvörur fyrir um 35,3 milljarða, samtals matvælaútflutningur fyrir um 311 milljarða. Innflutningur á sjávarfangi og landbúnaðarvörum nam hins vegar alls um 92,5 milljörðum. Í krafti öflugs sjávarútvegs aflar Ísland margfalt meiri matar en þjóðin getur torgað. Jóhannes bendir í greinargerð sinni á að ef horft sé á sjálfsaflahlutfall fæðutegunda liggi veikleikar fæðuframleiðslukerfis Íslendinga í framleiðslu plöntuafurða. Stærstu sóknarfærin liggi í að framleiða meira korn, bæði til manneldis og fóðurs fyrir búfé, og á að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis. Í framhaldinu segir í greinargerðinni: „Með öðrum orðum, mat og vöktun á almennu fæðusjálfstæði og sjálfsaflahlutfalli einstakra fæðuflokka snýst ekki um að hafna alþjóðlegum viðskiptum með fæðu, heldur að þekkja bæði getu og raunveruleg afköst viðkomandi lands til eigin fæðuframleiðslu á hverjum tíma.“ Gott jafnvægi ætti að finnast Tillögurnar og greinargerðin, sem matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina, mynda góðan grundvöll fyrir frekari stefnumótun varðandi fæðuöryggi Íslands, þar sem ætti að finnast gott jafnvægi á milli hagsmuna innlendrar framleiðslu og áframhaldandi áherzlu á öflug og frjáls alþjóðaviðskipti með mat. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar