George Shapiro látinn Eiður Þór Árnason skrifar 29. maí 2022 09:19 George Shapiro við frumsýningu á kvikmyndinni If You're Not In The Obit, Eat Breakfast árið 2018. Getty/Michael Tullberg George Shapiro, umboðsmaður, framleiðandi og annar stofnanda umboðsskrifstofunnar Shapiro/West & Associates, er látinn 91 árs að aldri. Shapiro var auk æskuvinar síns Howard West umboðsmaður þekktra grínista á borð við Jerry Seinfeld, Andy Kaufman og Carl Reiner og margra annarra. Saman voru Shapiro og West aðalframleiðendur Seinfeld, einnar farsælustu gamanþáttaraðar í sögu Hollywood. Deadline greinir frá andláti Shapiro en hann fæddist í New York og kynntist listamönnum á borð við Dick Shawn, Pat Carroll, Carol Burnett, Barbara Cook og Herb Ross á unglingsárum sínum þegar hann starfaði sem gæslumaður á sundstað. Þar komst hann sömuleiðis í snertingu við hina ýmsu umboðsmenn. Hann hefur sagt í viðtölum að starf þeirra hafi fljótlega vakið áhuga sinn. „Ég vissi ekki einu sinni hvað umboðsmaður var, en þeir komu til að sjá sýninguna, tala við stelpurnar og grínistana. Ég spurði „Er þetta starfið þitt? Að horfa á sýninguna, borða góðan kvöldverð og mæta á sumardvalarstað við stöðuvatn? Ég þarf að kanna þetta.““ Norman Lear, handritshöfundur og framleiðandi, er meðal fjölmargra sem minnast Shapiro á samfélagsmiðlum. One of the dearest people I have ever known, George Shapiro, just passed. I bless our friendship and, at 99, I m sure I ll see him relatively soon. pic.twitter.com/3JGipf1P93— Norman Lear (@TheNormanLear) May 28, 2022 Shapiro hefur komið að framleiðslu fjölda þáttaraða, sjónvarpsviðburða og kvikmynda á löngum ferli sínum. Á seinustu árum hefur hann verið aðalframleiðandi þáttanna Comedians in Cars Getting Coffee sem stýrt var af Jerry Seinfeld og Netflix-uppistandsþáttanna Jerry Before Seinfeld og 23 Hours to Kill. Seinasta kvikmyndin sem hann framleiddi var The Super Bob Einstein Movie sem sýnd var á HBO í fyrra um líf leikarans og grínistans Bob Einstein. Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
Shapiro var auk æskuvinar síns Howard West umboðsmaður þekktra grínista á borð við Jerry Seinfeld, Andy Kaufman og Carl Reiner og margra annarra. Saman voru Shapiro og West aðalframleiðendur Seinfeld, einnar farsælustu gamanþáttaraðar í sögu Hollywood. Deadline greinir frá andláti Shapiro en hann fæddist í New York og kynntist listamönnum á borð við Dick Shawn, Pat Carroll, Carol Burnett, Barbara Cook og Herb Ross á unglingsárum sínum þegar hann starfaði sem gæslumaður á sundstað. Þar komst hann sömuleiðis í snertingu við hina ýmsu umboðsmenn. Hann hefur sagt í viðtölum að starf þeirra hafi fljótlega vakið áhuga sinn. „Ég vissi ekki einu sinni hvað umboðsmaður var, en þeir komu til að sjá sýninguna, tala við stelpurnar og grínistana. Ég spurði „Er þetta starfið þitt? Að horfa á sýninguna, borða góðan kvöldverð og mæta á sumardvalarstað við stöðuvatn? Ég þarf að kanna þetta.““ Norman Lear, handritshöfundur og framleiðandi, er meðal fjölmargra sem minnast Shapiro á samfélagsmiðlum. One of the dearest people I have ever known, George Shapiro, just passed. I bless our friendship and, at 99, I m sure I ll see him relatively soon. pic.twitter.com/3JGipf1P93— Norman Lear (@TheNormanLear) May 28, 2022 Shapiro hefur komið að framleiðslu fjölda þáttaraða, sjónvarpsviðburða og kvikmynda á löngum ferli sínum. Á seinustu árum hefur hann verið aðalframleiðandi þáttanna Comedians in Cars Getting Coffee sem stýrt var af Jerry Seinfeld og Netflix-uppistandsþáttanna Jerry Before Seinfeld og 23 Hours to Kill. Seinasta kvikmyndin sem hann framleiddi var The Super Bob Einstein Movie sem sýnd var á HBO í fyrra um líf leikarans og grínistans Bob Einstein.
Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira