Táragas, falsaðir miðar og Liverpool kallar eftir formlegri rannsókn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. maí 2022 08:01 Lögreglumaður úðar táragasi á stuðningsmann Liverpool sem svarar með því að sýna honum fingurinn. Matthias Hangst/Getty Images Sannkallað ófremdarástand ríkti fyrir utan leikvanginn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram á Stade de France í gærkvöldi. Liverpool og Real Madrid áttust þá við í stærsta leik ársins þar sem Madrídingar fögnuðu sínum fjórtánda Evrópumeistaratitli í sögunni eftir 1-0 sigur. Þrátt fyrir að leikurinn hafi að mestu farið friðsamlega fram og verið hin mesta skemmtun þá er aðra sögu að segja af því sem gekk á fyrir utan leikvanginn áður en leikurinn hófst. Gríðarlega langar raðir mynduðust fyrir utan völlinn, einhverjir stuðningsmenn reyndu að brjótast inn á leikvanginn og lögregla beitti táragasi á stuðningsmenn Liverpool. Af þessum sökum tafðist leikurinn umtalsvert. Upphaflega átti hann að hefjast klukkan 19:00 en þar sem að stór hluti stuðningsmanna Liverpool hafði ekki enn komist í stúkuna var honum seinkað um 36 mínútur. Upphaflega útskýring evrópska knattspyrnusambandsins UEFA á seinkuninni var sú að stuðningsmenn Liverpool höfðu ekki skilað sér á völlinn á tilsettum tíma. Samkvæmt UEFA var leiknum seinkað vegna þess að stuðningsmenn Liverpool skiluðu sér ekki á völlinn á tilsettum tíma.Matthew Ashton - AMA/Getty Images Ef marka má hinar ýmsu færslur á samfélagsmiðlinum Twitter þá var það hins vegar alls ekki raunin. Margir stuðningsmenn Liverpool voru mættir tveimur til þremur tímum fyrir leik, en biðu enn í röð þegar klukkan sló sjö og upphaflegi leiktíminn gekk í garð. Á Twitter má sjá marga fótboltaspekúlanta tala um algjört skipulagsleysi af hálfu UEFA og þegar þessir blóðheitu stuðningsmenn Liverpool reyndu að komast inn á völlinn greip lögrelan á svæðinu til þess ráðs að beita piparúða eða táragasi til að róa lýðinn. Liverpool fans have been teargassed by French police outside the stadium. #UCLfinal pic.twitter.com/6Pa5hK7thm— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) May 28, 2022 UEFA hefur hins vegar svarað þessum ásökunum um algjört skipulagsleysi og segir að snúningshliðin sem fólk fer í gegnum á leið sinni á völlinn hafi stíflast sökum þess að þúsundir stuðningsmanna Liverpool hafi reynt að nota falsaða miða. „Áður en leikurinn hófst stífluðust snúningshliðin þar sem stuðningsmenn Liverpool gengu inn vegna þess að þúsundir stuðningsmanna höfðu keypt falsaða miða sem virkuðu ekki í hliðunum,“ stóð í yfirlýsingu UEFA. „Þetta varð til þess að stuðningsmönnum sem voru að reyna að komast inn fjölgaði gífurlega og sökum þess var leiknum seinkað um 35 mínútur til að hleypa eins mörgum stuðningsmönnum með alvöru miða og hægt var inn á völlinn.“ „Þegar fjöldi stuðningsmanna hélt áfram að aukast eftir að leikurinn hófst notaði lögreglan táragas til að dreifa mannfjöldanum og þvinga hann frá leikvangnum.“ „UEFA finnur til með þeim sem urðu fyrir þessum atburðum og mun skoða þetta mál nánar með frönsku lögreglunni og yfirvöldum, sem og franska knattspyrnusambandinu.“ Hundreds of fans pouring through Gate Y just now. Presumably all have tickets. You can taste the tear gas in the air. #UCLfinal pic.twitter.com/tbLzVVUJ8h— Matt Pearson (@thisismpearson) May 28, 2022 Knattspyrnufélagið Liverpool sendi svo frá sér sína eigin tilkynningu á meðan leik stóð þar sem kallað var eftir formlegri rannsókn á því sem fór úrskeiðis. Á opinberri heimasíðu félagsins birtist stuttorð yfirlýsing þar sem Liverpool lýsir vonbrigðum sínum yfir því hvernig tekið var á málunum og kallar svo eftir formlegri rannsókn. „Við höfum formlega óskað eftir rannsókn á orsökum þessara óviðunandi mála,“ segir í yfirlýsingunni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland Tengdar fréttir Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Sjá meira
Liverpool og Real Madrid áttust þá við í stærsta leik ársins þar sem Madrídingar fögnuðu sínum fjórtánda Evrópumeistaratitli í sögunni eftir 1-0 sigur. Þrátt fyrir að leikurinn hafi að mestu farið friðsamlega fram og verið hin mesta skemmtun þá er aðra sögu að segja af því sem gekk á fyrir utan leikvanginn áður en leikurinn hófst. Gríðarlega langar raðir mynduðust fyrir utan völlinn, einhverjir stuðningsmenn reyndu að brjótast inn á leikvanginn og lögregla beitti táragasi á stuðningsmenn Liverpool. Af þessum sökum tafðist leikurinn umtalsvert. Upphaflega átti hann að hefjast klukkan 19:00 en þar sem að stór hluti stuðningsmanna Liverpool hafði ekki enn komist í stúkuna var honum seinkað um 36 mínútur. Upphaflega útskýring evrópska knattspyrnusambandsins UEFA á seinkuninni var sú að stuðningsmenn Liverpool höfðu ekki skilað sér á völlinn á tilsettum tíma. Samkvæmt UEFA var leiknum seinkað vegna þess að stuðningsmenn Liverpool skiluðu sér ekki á völlinn á tilsettum tíma.Matthew Ashton - AMA/Getty Images Ef marka má hinar ýmsu færslur á samfélagsmiðlinum Twitter þá var það hins vegar alls ekki raunin. Margir stuðningsmenn Liverpool voru mættir tveimur til þremur tímum fyrir leik, en biðu enn í röð þegar klukkan sló sjö og upphaflegi leiktíminn gekk í garð. Á Twitter má sjá marga fótboltaspekúlanta tala um algjört skipulagsleysi af hálfu UEFA og þegar þessir blóðheitu stuðningsmenn Liverpool reyndu að komast inn á völlinn greip lögrelan á svæðinu til þess ráðs að beita piparúða eða táragasi til að róa lýðinn. Liverpool fans have been teargassed by French police outside the stadium. #UCLfinal pic.twitter.com/6Pa5hK7thm— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) May 28, 2022 UEFA hefur hins vegar svarað þessum ásökunum um algjört skipulagsleysi og segir að snúningshliðin sem fólk fer í gegnum á leið sinni á völlinn hafi stíflast sökum þess að þúsundir stuðningsmanna Liverpool hafi reynt að nota falsaða miða. „Áður en leikurinn hófst stífluðust snúningshliðin þar sem stuðningsmenn Liverpool gengu inn vegna þess að þúsundir stuðningsmanna höfðu keypt falsaða miða sem virkuðu ekki í hliðunum,“ stóð í yfirlýsingu UEFA. „Þetta varð til þess að stuðningsmönnum sem voru að reyna að komast inn fjölgaði gífurlega og sökum þess var leiknum seinkað um 35 mínútur til að hleypa eins mörgum stuðningsmönnum með alvöru miða og hægt var inn á völlinn.“ „Þegar fjöldi stuðningsmanna hélt áfram að aukast eftir að leikurinn hófst notaði lögreglan táragas til að dreifa mannfjöldanum og þvinga hann frá leikvangnum.“ „UEFA finnur til með þeim sem urðu fyrir þessum atburðum og mun skoða þetta mál nánar með frönsku lögreglunni og yfirvöldum, sem og franska knattspyrnusambandinu.“ Hundreds of fans pouring through Gate Y just now. Presumably all have tickets. You can taste the tear gas in the air. #UCLfinal pic.twitter.com/tbLzVVUJ8h— Matt Pearson (@thisismpearson) May 28, 2022 Knattspyrnufélagið Liverpool sendi svo frá sér sína eigin tilkynningu á meðan leik stóð þar sem kallað var eftir formlegri rannsókn á því sem fór úrskeiðis. Á opinberri heimasíðu félagsins birtist stuttorð yfirlýsing þar sem Liverpool lýsir vonbrigðum sínum yfir því hvernig tekið var á málunum og kallar svo eftir formlegri rannsókn. „Við höfum formlega óskað eftir rannsókn á orsökum þessara óviðunandi mála,“ segir í yfirlýsingunni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland Tengdar fréttir Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Sjá meira
Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34