Mbappé útskýrir af hverju hann valdi PSG | Átti samtal við Macron Atli Arason skrifar 25. maí 2022 23:30 Kylian Mbappé eftir undirskrift á samningi sínum sem gildir til ársins 2025. Getty Images Það kom mörgum á óvart þegar Kylian Mbappé skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við PSG um síðustu helgi. Mbappé ráðfærði sig við forseta Frakklands áður en hann skrifaði undir. Flestir bjuggust við því að Frakkinn myndi færa sig um set til Real Madrid í sumar en það varð að engu eftir að samningurinn við PSG var undirritaður. „Allir vissu að mig langaði að fara til Real Madrid á síðasta ári og ég held það hefði verið gott að fara þangað þá. Þetta er aðeins öðruvísi núna þar sem ég hefði farið á frjálsri sölu ef ég hefði skipt yfir,“ sagði Mbappé í löngu viðtali við Telegraph. Það var stór ástæða á bak við ákvörðun hans, að fara ekki frá Frakklandi fyrir ekkert kaupfé. „Ég var að verða samningslaus og það er mikilvægt fyrir mig að gefa til baka til þjóðar minnar. Minn kafli hjá PSG er ekki búinn.“ „Ég er franskur og ég veit að ég er mikilvægur í þessu landi. Þegar maður er mikilvægur þá má maður ekki bara hugsa um fótbolta heldur líka um lífið sjálft. Ég mun til að mynda búa í Frakklandi eftir að fótboltaferli mínum lýkur.“ Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, ræddi meðal annars við Mbappé um samningamál franska framherjans en Mbappé segir að þær viðræður hafi ekki haft mikil áhrif á ákvörðun hans. „Það er mjög sérstakt. Ég bjóst aldrei við því að tala við þennan mann um samningamálin mín. Það var samt frábært að ræða við forseta Frakklands og allt þetta mikilvæga fólk sem ég ráðfærði mig við. Það gáfu margir mér góð ráð og ég vil þakka þeim öllum. Það var samt mín ákvörðun að vera áfram í Frakklandi. Að vera áfram í þessu verkefni hjá PSG.“ Mbappé segir að peningar hafi aldrei verið það sem skipti hann máli í ákvörðun hans um að vera áfram hjá PSG, þvert á það sem flestir spekingar segja og skrifa. „Í þessum viðræðum þá talaði ég um fótbolta, ég talaði um titla og ég talaði um stóra leiki. Ég tala almennt aldrei um peninga. Fólk getur sagt það sem það vill. Þegar ég átti í viðræðum við Real og PSG þá talaði ég aldrei um launagreiðslur, ekki í eitt einasta skipti. Ég talaði aldrei um peninga við Nasser [Al-Khelaifi, forseta PSG], lögfræðingurinn minn sá um það. Ég talaði um íþróttina af því af því ég spila hana á vellinum, ég er ekki að telja evrur á bankareikningi mínum. Mér er alveg sama um þær því ég er í þessu til að vinna titla, til að sýna að ég er sá besti og vera hamingjusamur. Ég er hamingjusamur í París,“ sagði Kylian Mbappé, leikmaður Paris Saint-Germain. Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
Flestir bjuggust við því að Frakkinn myndi færa sig um set til Real Madrid í sumar en það varð að engu eftir að samningurinn við PSG var undirritaður. „Allir vissu að mig langaði að fara til Real Madrid á síðasta ári og ég held það hefði verið gott að fara þangað þá. Þetta er aðeins öðruvísi núna þar sem ég hefði farið á frjálsri sölu ef ég hefði skipt yfir,“ sagði Mbappé í löngu viðtali við Telegraph. Það var stór ástæða á bak við ákvörðun hans, að fara ekki frá Frakklandi fyrir ekkert kaupfé. „Ég var að verða samningslaus og það er mikilvægt fyrir mig að gefa til baka til þjóðar minnar. Minn kafli hjá PSG er ekki búinn.“ „Ég er franskur og ég veit að ég er mikilvægur í þessu landi. Þegar maður er mikilvægur þá má maður ekki bara hugsa um fótbolta heldur líka um lífið sjálft. Ég mun til að mynda búa í Frakklandi eftir að fótboltaferli mínum lýkur.“ Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, ræddi meðal annars við Mbappé um samningamál franska framherjans en Mbappé segir að þær viðræður hafi ekki haft mikil áhrif á ákvörðun hans. „Það er mjög sérstakt. Ég bjóst aldrei við því að tala við þennan mann um samningamálin mín. Það var samt frábært að ræða við forseta Frakklands og allt þetta mikilvæga fólk sem ég ráðfærði mig við. Það gáfu margir mér góð ráð og ég vil þakka þeim öllum. Það var samt mín ákvörðun að vera áfram í Frakklandi. Að vera áfram í þessu verkefni hjá PSG.“ Mbappé segir að peningar hafi aldrei verið það sem skipti hann máli í ákvörðun hans um að vera áfram hjá PSG, þvert á það sem flestir spekingar segja og skrifa. „Í þessum viðræðum þá talaði ég um fótbolta, ég talaði um titla og ég talaði um stóra leiki. Ég tala almennt aldrei um peninga. Fólk getur sagt það sem það vill. Þegar ég átti í viðræðum við Real og PSG þá talaði ég aldrei um launagreiðslur, ekki í eitt einasta skipti. Ég talaði aldrei um peninga við Nasser [Al-Khelaifi, forseta PSG], lögfræðingurinn minn sá um það. Ég talaði um íþróttina af því af því ég spila hana á vellinum, ég er ekki að telja evrur á bankareikningi mínum. Mér er alveg sama um þær því ég er í þessu til að vinna titla, til að sýna að ég er sá besti og vera hamingjusamur. Ég er hamingjusamur í París,“ sagði Kylian Mbappé, leikmaður Paris Saint-Germain.
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira