Líst ekki á leiguþak og óttast að of ströng skilyrði geti skaðað framboð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. maí 2022 12:05 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Egill Fjármála- og efnahagsráðherra líst ekki á hugmyndir um leiguþak hér á landi líkt og aðrir ráðherrar hafa talað fyrir. Hann óttast að of ströng skilyrði geti orðið til þess að skaða framboð á leigumarkaði. Nauðsynlegt sé þó að bæta stöðu leigjenda og gera umbætur á húsnæðismarkaði, þar sem ofboðslegur vandi blasir við. Leiguverð hefur hækkað talsvert á síðustu misserum og virðist ekkert lát vera á hækkunum. Verkalýðshreyfingin hefur varað alvarlega við þróuninni og hvatt stjórnvöld til að grípa í taumana. Viðskiptaráðherra sagði á dögunum að skoða þyrfti það alvarlega að setja hömlur á hækkun leiguverðs. Forsætisráðherra sagðist þá tilbúin til að skoða leiguþak en innviðaráðherra sagði þau skorta betri upplýsingar til að geta tekið ákvörðun í þeim málum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að fara þurfi varlega þegar kemur að aðgerðum á borð við leiguþak. „Ég hef haft áhyggjur af því að með því að setja of ströng skilyrði á leigumarkað þá geti menn einfaldlega verið að skaða framboðið og það er akkúrat öfugt við það sem við viljum vera að gera,“ segir Bjarni. Hann segir þó mikilvægt að huga að stöðu leigjenda og stuðla að frekara jafnvægi milli leigjenda og leigusala. „Ég held að við getum gert umbætur á leigumarkaði sem að skipta máli, en við þurfum að gæta okkar að fara ekki að fikta í hlutum sem að geta á endanum leitt til þess að minna verður af framboðnu leiguhúsnæði,“ segir hann. Þarf að bregðast hratt við húsnæðisvandanum Starfshópur á vegum þjóðhagsráðs skilaði inn tillögum að umbætum á húsnæðismarkaði í vikunni, þar á meðal á leigumarkaði, en í grunninn er ljóst að það þurfi að auka framboð verulega. Starfshópurinn leggur til að 35 þúsund íbúðir verði byggðar á næstu tíu árum. Ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga munu nú hefja viðræður um byggingu 4.000 íbúða á landsvísu á ári næstu fimm árin og 3.500 árlega næstu fimm ár þar á eftir. „Þetta er góð byrjun en útfærslan er að verulegu leiti eftir og við þurfum að ná þessum rammasamningumvið sveitarfélögin. Við þurfum líka að sjá til þess að það sé einfaldlega framkvæmdageta í landinu en við erum búin að kortleggja það sem þarf að gera og erum þess vegna komin vel af stað,“ segir Bjarni. Ýmsar áskoranir eru þó til staðar, til að mynda hvernig mannfjöldinn er að þróast innanlands auk þess sem mikið innflutt vinnuafl er hér á landi. „Það er ofboðslegur húsnæðisvandi í augnablikinu sem að verður að bregðast hratt við,“ segir hann. Er raunhæft að þetta gerist á næstu tíu árum? „Já, ég held að þetta sé alveg raunhæft en þetta gerist ekki af sjálfu sér,“ segir Bjarni. Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Endurnýjaðir leigusamningar Ölmu ekki hækkaðir umfram verðbólgu Stjórn Ölmu íbúðafélags hefur ákveðið að út þetta ár verði endurnýjaðir leigusamningar félagsins ekki hækkaðir umfram hækkun vísitölu neysluverðs en hún mælist núna 7,2 prósent. 19. maí 2022 18:24 Segir Sigurð Inga blessa okrið á leigumarkaði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins mælti fyrir frumvarpi í gær sem miðar að því að bæta húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjanda. Gunnar Smári Egilsson, einn helsti foringi Sósíalista gefur lítið fyrir frumvarpið. 18. maí 2022 15:38 Minni verðbólga með „byggja til að leigja“ stefnunni Hagfræðingur segir að stjórnvöld og lífeyrissjóðir verði að byggja meira til að auka framboð á fasteignamarkaði og ekki síst undir merkjum „byggja til að leigja“ stefnunnar. Gott framboð af leiguhúsnæði hafi til að mynda haldið aftur af verðbólgu í þýskumælandi löndum Evrópu. 3. maí 2022 13:22 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Sjá meira
Leiguverð hefur hækkað talsvert á síðustu misserum og virðist ekkert lát vera á hækkunum. Verkalýðshreyfingin hefur varað alvarlega við þróuninni og hvatt stjórnvöld til að grípa í taumana. Viðskiptaráðherra sagði á dögunum að skoða þyrfti það alvarlega að setja hömlur á hækkun leiguverðs. Forsætisráðherra sagðist þá tilbúin til að skoða leiguþak en innviðaráðherra sagði þau skorta betri upplýsingar til að geta tekið ákvörðun í þeim málum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að fara þurfi varlega þegar kemur að aðgerðum á borð við leiguþak. „Ég hef haft áhyggjur af því að með því að setja of ströng skilyrði á leigumarkað þá geti menn einfaldlega verið að skaða framboðið og það er akkúrat öfugt við það sem við viljum vera að gera,“ segir Bjarni. Hann segir þó mikilvægt að huga að stöðu leigjenda og stuðla að frekara jafnvægi milli leigjenda og leigusala. „Ég held að við getum gert umbætur á leigumarkaði sem að skipta máli, en við þurfum að gæta okkar að fara ekki að fikta í hlutum sem að geta á endanum leitt til þess að minna verður af framboðnu leiguhúsnæði,“ segir hann. Þarf að bregðast hratt við húsnæðisvandanum Starfshópur á vegum þjóðhagsráðs skilaði inn tillögum að umbætum á húsnæðismarkaði í vikunni, þar á meðal á leigumarkaði, en í grunninn er ljóst að það þurfi að auka framboð verulega. Starfshópurinn leggur til að 35 þúsund íbúðir verði byggðar á næstu tíu árum. Ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga munu nú hefja viðræður um byggingu 4.000 íbúða á landsvísu á ári næstu fimm árin og 3.500 árlega næstu fimm ár þar á eftir. „Þetta er góð byrjun en útfærslan er að verulegu leiti eftir og við þurfum að ná þessum rammasamningumvið sveitarfélögin. Við þurfum líka að sjá til þess að það sé einfaldlega framkvæmdageta í landinu en við erum búin að kortleggja það sem þarf að gera og erum þess vegna komin vel af stað,“ segir Bjarni. Ýmsar áskoranir eru þó til staðar, til að mynda hvernig mannfjöldinn er að þróast innanlands auk þess sem mikið innflutt vinnuafl er hér á landi. „Það er ofboðslegur húsnæðisvandi í augnablikinu sem að verður að bregðast hratt við,“ segir hann. Er raunhæft að þetta gerist á næstu tíu árum? „Já, ég held að þetta sé alveg raunhæft en þetta gerist ekki af sjálfu sér,“ segir Bjarni.
Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Endurnýjaðir leigusamningar Ölmu ekki hækkaðir umfram verðbólgu Stjórn Ölmu íbúðafélags hefur ákveðið að út þetta ár verði endurnýjaðir leigusamningar félagsins ekki hækkaðir umfram hækkun vísitölu neysluverðs en hún mælist núna 7,2 prósent. 19. maí 2022 18:24 Segir Sigurð Inga blessa okrið á leigumarkaði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins mælti fyrir frumvarpi í gær sem miðar að því að bæta húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjanda. Gunnar Smári Egilsson, einn helsti foringi Sósíalista gefur lítið fyrir frumvarpið. 18. maí 2022 15:38 Minni verðbólga með „byggja til að leigja“ stefnunni Hagfræðingur segir að stjórnvöld og lífeyrissjóðir verði að byggja meira til að auka framboð á fasteignamarkaði og ekki síst undir merkjum „byggja til að leigja“ stefnunnar. Gott framboð af leiguhúsnæði hafi til að mynda haldið aftur af verðbólgu í þýskumælandi löndum Evrópu. 3. maí 2022 13:22 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Sjá meira
Endurnýjaðir leigusamningar Ölmu ekki hækkaðir umfram verðbólgu Stjórn Ölmu íbúðafélags hefur ákveðið að út þetta ár verði endurnýjaðir leigusamningar félagsins ekki hækkaðir umfram hækkun vísitölu neysluverðs en hún mælist núna 7,2 prósent. 19. maí 2022 18:24
Segir Sigurð Inga blessa okrið á leigumarkaði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins mælti fyrir frumvarpi í gær sem miðar að því að bæta húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjanda. Gunnar Smári Egilsson, einn helsti foringi Sósíalista gefur lítið fyrir frumvarpið. 18. maí 2022 15:38
Minni verðbólga með „byggja til að leigja“ stefnunni Hagfræðingur segir að stjórnvöld og lífeyrissjóðir verði að byggja meira til að auka framboð á fasteignamarkaði og ekki síst undir merkjum „byggja til að leigja“ stefnunnar. Gott framboð af leiguhúsnæði hafi til að mynda haldið aftur af verðbólgu í þýskumælandi löndum Evrópu. 3. maí 2022 13:22
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent