„Ég vil sýna að það sé í lagi að tala um geðræn vandamál og það má vera skemmtilegt“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. maí 2022 12:00 Listakonan Hildur Hermannsdóttir opnar sýningu í Núllinu í dag. Aðsend Listakonan Hildur Hermannsdóttir opnar sýninguna Guð minn góður! í Núllinu, Bankastræti 0, klukkan 18:00 í dag. Blaðamaður tók púlsinn á henni rétt fyrir opnun og fékk að heyra nánar frá sýningunni. Hildur er búsett í Osló og hélt sína fyrstu einkasýningu þar í nóvember. Hún er menntaður grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands og myndskreytir frá Høyskolen Kristiania í Osló. Hildur gekk í gegnum mikil andleg veikindi haustið 2020 og fann í kjölfarið betri tengingu við myndlistina. „Í byrjun ársins 2021 þegar mér var farið að líða betur þá áttaði ég mig á því að ég verð að fylgja hjartanu mínu og skapa myndlist. Þess vegna hef ég loksins byrjað að sýna listina mína, eitthvað sem ég þorði aldrei að gera áður. Ég ætla að halda áfram, þetta er fyrsta myndlistarsýningin mína á Íslandi og ég vona að ég fái að halda aðra hér í heimalandinu sem allra fyrst.“ Sýning Hildar ber nafnið Guð minn góður!Hildur Hermannsdóttir Hvaðan sækirðu innblástur í sýninguna og í þína listsköpun almennt? Innblásturinn að minni listsköpun er lífið mitt, það sem ég upplifi og er að læra hverju sinni. Þá sérstaklega varðandi andlegan þroska, ég hef átt við alls kyns andleg veikindi í gegnum tíðina eins og til dæmis þunglyndi, kvíða, alkóhólisma og ADHD. Ég nota list til þess að heila sjálfa mig og listin mín er svo kölluð autobiographical. Ég fjalla um hvað er að gerast innra með mér þá stundina. Ég vil sýna að það sé í lagi að tala um geðræn vandamál og að það má vera skemmtilegt. Hefur sýningin verið lengi í bígerð? Ég hef unnið að þessari sýningu síðan í desember en sýningin hefur farið í gegnum mörg ferli og þróast mikið á leiðinni. Ég til dæmis upplifði mjög krefjandi tímabil fyrir stuttu síðan þar sem ég þurfti að horfa í hreinskilni inn á við og sá sjálfa mig í öðru ljósi. Gekk í gegnum eitthvað sem myndi kallast svartnætti sálarinnar. En ég kom sterkari, frjálsari og bjartari út hinum megin og sá hvað ég hef verið að sækjast í allt utan við sjálfa mig til þess að finna friðinn og hamingjuna. Hefurðu komist nær andlegri lausn í gegnum listina? Listin fyrir mér er mjög andleg og frelsar mig. Ég fæ að vera nákvæmlega eins og ég er, hrá og viðkvæm. Ég hef gusað út reiði með listinni áður en núna hef ég löngun til þess að umbreyta myrkrinu í ljós. Nota mína reynslu af andlegum veikindum og erfiðleikum til þess að fegra heiminn. Hildur er búsett í Osló en heldur nú sína fyrstu einkasýningu hér á landi.Aðsend Sýningin opnar sem áður segir klukkan 18:00 í dag og stendur til næstkomandi sunnudags. Myndlist Menning Geðheilbrigði Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Sjá meira
Hildur er búsett í Osló og hélt sína fyrstu einkasýningu þar í nóvember. Hún er menntaður grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands og myndskreytir frá Høyskolen Kristiania í Osló. Hildur gekk í gegnum mikil andleg veikindi haustið 2020 og fann í kjölfarið betri tengingu við myndlistina. „Í byrjun ársins 2021 þegar mér var farið að líða betur þá áttaði ég mig á því að ég verð að fylgja hjartanu mínu og skapa myndlist. Þess vegna hef ég loksins byrjað að sýna listina mína, eitthvað sem ég þorði aldrei að gera áður. Ég ætla að halda áfram, þetta er fyrsta myndlistarsýningin mína á Íslandi og ég vona að ég fái að halda aðra hér í heimalandinu sem allra fyrst.“ Sýning Hildar ber nafnið Guð minn góður!Hildur Hermannsdóttir Hvaðan sækirðu innblástur í sýninguna og í þína listsköpun almennt? Innblásturinn að minni listsköpun er lífið mitt, það sem ég upplifi og er að læra hverju sinni. Þá sérstaklega varðandi andlegan þroska, ég hef átt við alls kyns andleg veikindi í gegnum tíðina eins og til dæmis þunglyndi, kvíða, alkóhólisma og ADHD. Ég nota list til þess að heila sjálfa mig og listin mín er svo kölluð autobiographical. Ég fjalla um hvað er að gerast innra með mér þá stundina. Ég vil sýna að það sé í lagi að tala um geðræn vandamál og að það má vera skemmtilegt. Hefur sýningin verið lengi í bígerð? Ég hef unnið að þessari sýningu síðan í desember en sýningin hefur farið í gegnum mörg ferli og þróast mikið á leiðinni. Ég til dæmis upplifði mjög krefjandi tímabil fyrir stuttu síðan þar sem ég þurfti að horfa í hreinskilni inn á við og sá sjálfa mig í öðru ljósi. Gekk í gegnum eitthvað sem myndi kallast svartnætti sálarinnar. En ég kom sterkari, frjálsari og bjartari út hinum megin og sá hvað ég hef verið að sækjast í allt utan við sjálfa mig til þess að finna friðinn og hamingjuna. Hefurðu komist nær andlegri lausn í gegnum listina? Listin fyrir mér er mjög andleg og frelsar mig. Ég fæ að vera nákvæmlega eins og ég er, hrá og viðkvæm. Ég hef gusað út reiði með listinni áður en núna hef ég löngun til þess að umbreyta myrkrinu í ljós. Nota mína reynslu af andlegum veikindum og erfiðleikum til þess að fegra heiminn. Hildur er búsett í Osló en heldur nú sína fyrstu einkasýningu hér á landi.Aðsend Sýningin opnar sem áður segir klukkan 18:00 í dag og stendur til næstkomandi sunnudags.
Myndlist Menning Geðheilbrigði Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Sjá meira