Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2022 23:36 Vélknúinn armur Insight tók þessa mynd af geimfarinu og sólarsellum þess í desember árið 2018. AP/NASA Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. Insight lenti á Mars árið 2018 en geimfarinu var ætlað að kanna jarðvirkni og innviði rauðu reikistjörnunnar. Síðan þá hefur farið greint fleiri en 1.300 jarðskjálfta. Sá stærsti þeirra var af stærðinni fimm fyrir um tveimur vikum. Líklegt er að orka geimfarins klárist í júlí, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Sólarsellurnar framleiða nú aðeins um einn tíunda hluta þeirrar orku sem þær gerðu fyrst eftir lendinguna fyrir að verða fjórum árum. Gert var ráð fyrir að svona færi en leiðangursstjórarnir vonuðust þó til þess að vindur næði að blása rykinu af sólarsellunum. Bruce Banerdt, yfirvísindamaður leiðangursins hjá Jet Propulsion Lab í Bandaríkjunum, segir að þúsundir hvirfilbylja hafi verið nálægt því að blása rykinu af en enginn þeirra hafi dunið nógu beint á farinu. „Þetta hefur ekki verið of mikill bölmóður hjá teyminu. Við einbeitum okkur enn að því að stjórna geimfarinu,“ segir hann. Insight verður annað geimfarið á Mars sem NASA missir á fáum árum vegna ryksins sem hylur nær allt yfirborð nágrannareikistjörnu okkar. Könnunarjeppinn Opportunity komst aldrei aftur af stað eftir að hann lenti í miklum rykstormi sem náði yfir stóran hluta Mars árið 2018 Geimurinn Mars Tækni Tengdar fréttir InSight hefur greint fjölda Marsskjálfta Lendingarfarið Insight, hefur varið rúmu ári á yfirborði Mars og á þeim tíma hefur farið greint fjölda Marsskjálfta og þar með staðfest skjálftavirkni á plánetunni rauðu. 24. febrúar 2020 22:30 Opportunity kveður eftir fimmtán ár Opportunity-leiðangrinum á Mars lauk formlega í gær þegar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti að ítrekaðar tilraunir vísindamanna hennar við að koma á sambandi við geimfarið hefðu ekki borið árangur. 14. febrúar 2019 08:30 Litli jarðfræðingurinn á hjólum söng loks sitt síðasta Vísindamenn og aðdáendur minnast Opportunity-Marsjeppans með hlýhug eftir að tæplega fimmtán ára leiðangri hans lauk formlega í gær. 14. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Insight lenti á Mars árið 2018 en geimfarinu var ætlað að kanna jarðvirkni og innviði rauðu reikistjörnunnar. Síðan þá hefur farið greint fleiri en 1.300 jarðskjálfta. Sá stærsti þeirra var af stærðinni fimm fyrir um tveimur vikum. Líklegt er að orka geimfarins klárist í júlí, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Sólarsellurnar framleiða nú aðeins um einn tíunda hluta þeirrar orku sem þær gerðu fyrst eftir lendinguna fyrir að verða fjórum árum. Gert var ráð fyrir að svona færi en leiðangursstjórarnir vonuðust þó til þess að vindur næði að blása rykinu af sólarsellunum. Bruce Banerdt, yfirvísindamaður leiðangursins hjá Jet Propulsion Lab í Bandaríkjunum, segir að þúsundir hvirfilbylja hafi verið nálægt því að blása rykinu af en enginn þeirra hafi dunið nógu beint á farinu. „Þetta hefur ekki verið of mikill bölmóður hjá teyminu. Við einbeitum okkur enn að því að stjórna geimfarinu,“ segir hann. Insight verður annað geimfarið á Mars sem NASA missir á fáum árum vegna ryksins sem hylur nær allt yfirborð nágrannareikistjörnu okkar. Könnunarjeppinn Opportunity komst aldrei aftur af stað eftir að hann lenti í miklum rykstormi sem náði yfir stóran hluta Mars árið 2018
Geimurinn Mars Tækni Tengdar fréttir InSight hefur greint fjölda Marsskjálfta Lendingarfarið Insight, hefur varið rúmu ári á yfirborði Mars og á þeim tíma hefur farið greint fjölda Marsskjálfta og þar með staðfest skjálftavirkni á plánetunni rauðu. 24. febrúar 2020 22:30 Opportunity kveður eftir fimmtán ár Opportunity-leiðangrinum á Mars lauk formlega í gær þegar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti að ítrekaðar tilraunir vísindamanna hennar við að koma á sambandi við geimfarið hefðu ekki borið árangur. 14. febrúar 2019 08:30 Litli jarðfræðingurinn á hjólum söng loks sitt síðasta Vísindamenn og aðdáendur minnast Opportunity-Marsjeppans með hlýhug eftir að tæplega fimmtán ára leiðangri hans lauk formlega í gær. 14. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
InSight hefur greint fjölda Marsskjálfta Lendingarfarið Insight, hefur varið rúmu ári á yfirborði Mars og á þeim tíma hefur farið greint fjölda Marsskjálfta og þar með staðfest skjálftavirkni á plánetunni rauðu. 24. febrúar 2020 22:30
Opportunity kveður eftir fimmtán ár Opportunity-leiðangrinum á Mars lauk formlega í gær þegar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti að ítrekaðar tilraunir vísindamanna hennar við að koma á sambandi við geimfarið hefðu ekki borið árangur. 14. febrúar 2019 08:30
Litli jarðfræðingurinn á hjólum söng loks sitt síðasta Vísindamenn og aðdáendur minnast Opportunity-Marsjeppans með hlýhug eftir að tæplega fimmtán ára leiðangri hans lauk formlega í gær. 14. febrúar 2019 13:00