Félag fréttamanna og Blaðamannafélag Íslands sameinast Atli Ísleifsson skrifar 18. maí 2022 13:40 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, formaður Félags fréttamanna. Félagar í Blaðamannafélagi Íslands og félagar í Félagi fréttamanna, stéttarfélagi fréttamanna á Ríkisútvarpinu, hafa samþykkt að sameina félögin undir merkjum Blaðamannafélags Íslands. Í tilkynningu frá Blaðamannafélagi Íslands segir að sameiningin hafi verið samþykkt á aðalfundi félagsins í lok aprílmánaðar og svo á aðalfundi Félags fréttamanna í gærkvöld. Sameiningin tekur gildi 1. júní og verður stétt blaða- og fréttamanna á Íslandi þá sameinuð í einu félagi. Þurfa að þétta raðirnar Haft er eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, formanni Félags fréttamanna, að á undanförnum árum hafi verið sótt að faglegri blaða- og fréttamennsku á Íslandi í síauknum mæli. „Blaða- og fréttamenn þurfa að þétta raðirnar og standa saman gegn þeim ógnum sem steðja að stéttinni. Með sameiningu Félags fréttamanna og Blaðamannafélags Íslands verða til öflug heildarsamtök blaða- og fréttamanna á Íslandi, sem tala máli okkar allra og berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum og bættum starfskjörum stéttarinnar,“ segir Sigríður. Bæði stéttarfélag og fagfélag Fram kemur að hið sameinaða félag verði bæði stéttarfélag og fagfélag. „Sameining stéttarinnar í eitt öflugt fag- og stéttarfélag sendir sterk skilaboð út í samfélagið um mikilvægi faglegrar blaðamennsku á tímum þar sem sótt er að blaðamennsku og fjölmiðlum, hér sem annars staðar,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. „Framundan eru stór verkefni á miklum umbreytingatímum þar sem mikilvægt er að blaðamenn snúi bökum saman til að styrkja stoðir blaðamennsku og berjast fyrir hagsmunum stéttarinnar. Öflugt, sameinað félag blaðamanna verður mikilvægur vettvangur fyrir faglegt starf og mun vinna að því að skapa grundvöll fyrir sterka, sjálfstæða fjölmiðla í rekstrarumhverfi sem er meira krefjandi en nokkru sinni,“ segir Sigríður. FF starfrækt sem deild í BÍ Ennfremur segir í tilkynningunni að Félag fréttamanna hafi til þessa verið aðildarfélag Bandalags háskólamanna. Eftir sameininguna verði félagið starfrækt áfram sem deild í Blaðamannafélaginu. „Við þökkum Bandalagi háskólamanna fyrir góða og ánægjulega samfylgd, frábæra þjónustu, og alla þá aðstoð og skilning sem það hefur sýnt okkur í sameiningarferlinu við Blaðamannafélag Íslands,“ segir Sigríður Hagalín. Fjölmiðlar Stéttarfélög Tengdar fréttir Blaða- og fréttamenn ræða sameiningu Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna á ríkisútvarpinu eiga í óformlegum viðræðum um mögulega sameiningu. Stjórn BÍ segir að sameining muni efna samstöðu innan stéttarinnar og faglegt starf félagsins. 12. apríl 2022 15:16 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Í tilkynningu frá Blaðamannafélagi Íslands segir að sameiningin hafi verið samþykkt á aðalfundi félagsins í lok aprílmánaðar og svo á aðalfundi Félags fréttamanna í gærkvöld. Sameiningin tekur gildi 1. júní og verður stétt blaða- og fréttamanna á Íslandi þá sameinuð í einu félagi. Þurfa að þétta raðirnar Haft er eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, formanni Félags fréttamanna, að á undanförnum árum hafi verið sótt að faglegri blaða- og fréttamennsku á Íslandi í síauknum mæli. „Blaða- og fréttamenn þurfa að þétta raðirnar og standa saman gegn þeim ógnum sem steðja að stéttinni. Með sameiningu Félags fréttamanna og Blaðamannafélags Íslands verða til öflug heildarsamtök blaða- og fréttamanna á Íslandi, sem tala máli okkar allra og berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum og bættum starfskjörum stéttarinnar,“ segir Sigríður. Bæði stéttarfélag og fagfélag Fram kemur að hið sameinaða félag verði bæði stéttarfélag og fagfélag. „Sameining stéttarinnar í eitt öflugt fag- og stéttarfélag sendir sterk skilaboð út í samfélagið um mikilvægi faglegrar blaðamennsku á tímum þar sem sótt er að blaðamennsku og fjölmiðlum, hér sem annars staðar,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. „Framundan eru stór verkefni á miklum umbreytingatímum þar sem mikilvægt er að blaðamenn snúi bökum saman til að styrkja stoðir blaðamennsku og berjast fyrir hagsmunum stéttarinnar. Öflugt, sameinað félag blaðamanna verður mikilvægur vettvangur fyrir faglegt starf og mun vinna að því að skapa grundvöll fyrir sterka, sjálfstæða fjölmiðla í rekstrarumhverfi sem er meira krefjandi en nokkru sinni,“ segir Sigríður. FF starfrækt sem deild í BÍ Ennfremur segir í tilkynningunni að Félag fréttamanna hafi til þessa verið aðildarfélag Bandalags háskólamanna. Eftir sameininguna verði félagið starfrækt áfram sem deild í Blaðamannafélaginu. „Við þökkum Bandalagi háskólamanna fyrir góða og ánægjulega samfylgd, frábæra þjónustu, og alla þá aðstoð og skilning sem það hefur sýnt okkur í sameiningarferlinu við Blaðamannafélag Íslands,“ segir Sigríður Hagalín.
Fjölmiðlar Stéttarfélög Tengdar fréttir Blaða- og fréttamenn ræða sameiningu Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna á ríkisútvarpinu eiga í óformlegum viðræðum um mögulega sameiningu. Stjórn BÍ segir að sameining muni efna samstöðu innan stéttarinnar og faglegt starf félagsins. 12. apríl 2022 15:16 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Blaða- og fréttamenn ræða sameiningu Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna á ríkisútvarpinu eiga í óformlegum viðræðum um mögulega sameiningu. Stjórn BÍ segir að sameining muni efna samstöðu innan stéttarinnar og faglegt starf félagsins. 12. apríl 2022 15:16