Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2022 22:09 Biden-hjónin heimsóttu vettvang skotárásarinnar í Buffalo í New York-ríki í dag. Fjöldi blómvanda hafði verið lagður þar til minningar um fórnarlömbin tíu. AP/Matt Rourke Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. Morðinginn gerði sér sérstaka ferð í hverfi Buffalo þar sem meirihluti íbúa er svartur og hóf skothríð með árásarriffli á laugardaginn. Hann særði þrjá til viðbótar við þá tíu sem hann myrti. Lögreglan segir að morðin hafi hann framið öfgafullri kynþáttahyggju. Biden lýsti gjörðum morðingjans sem hryðjuverki þegar hann og Jill eiginkona hans vottuðu fórnarlömbunum virðingu sína í dag, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Hvít þjóðernishyggja er eitur. Hún er raunverulegt eitur sem rennur um stjórnmálin okkar. Við verðum að segja það eins skýrt og afdráttarlaust og við getum að hugmyndafræði hvítrar þjóðernishyggju á ekki heima í Bandaríkjunum,“ sagði forsetinn. Alið á hatri og ótta Ungi maðurinn birti meðal annars langt plagg á netinu þar sem hann fór mikinn um samsæriskenningu bandarískra hvítra þjóðernissinna um að verið sé að skipta hvítu fólki út fyrir minnihlutahópa með innflutningi fólks til Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja. Sú kenning, eða afbrigði hennar, hafa náð töluverðri útbreiðslu á hægri væng bandarískra stjórnmála. Ýmsir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa talað um innflytjendamál á slíkum nótum og þá hefur Tucker Carlson, vinsælasti þáttastjórnandi Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, ítrekað daðrað við slíka hugmyndafræði á öldum ljósvakans. „Hatur og ótti fá alltaf of mikið súrefni frá þeim sem þykjast elska Bandaríkin,“ sagði Biden í Buffalo án þess þó að nafngreina nokkurn sem hann taldi ábyrgan. Joe Biden Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg „Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar. 16. maí 2022 07:43 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Morðinginn gerði sér sérstaka ferð í hverfi Buffalo þar sem meirihluti íbúa er svartur og hóf skothríð með árásarriffli á laugardaginn. Hann særði þrjá til viðbótar við þá tíu sem hann myrti. Lögreglan segir að morðin hafi hann framið öfgafullri kynþáttahyggju. Biden lýsti gjörðum morðingjans sem hryðjuverki þegar hann og Jill eiginkona hans vottuðu fórnarlömbunum virðingu sína í dag, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Hvít þjóðernishyggja er eitur. Hún er raunverulegt eitur sem rennur um stjórnmálin okkar. Við verðum að segja það eins skýrt og afdráttarlaust og við getum að hugmyndafræði hvítrar þjóðernishyggju á ekki heima í Bandaríkjunum,“ sagði forsetinn. Alið á hatri og ótta Ungi maðurinn birti meðal annars langt plagg á netinu þar sem hann fór mikinn um samsæriskenningu bandarískra hvítra þjóðernissinna um að verið sé að skipta hvítu fólki út fyrir minnihlutahópa með innflutningi fólks til Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja. Sú kenning, eða afbrigði hennar, hafa náð töluverðri útbreiðslu á hægri væng bandarískra stjórnmála. Ýmsir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa talað um innflytjendamál á slíkum nótum og þá hefur Tucker Carlson, vinsælasti þáttastjórnandi Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, ítrekað daðrað við slíka hugmyndafræði á öldum ljósvakans. „Hatur og ótti fá alltaf of mikið súrefni frá þeim sem þykjast elska Bandaríkin,“ sagði Biden í Buffalo án þess þó að nafngreina nokkurn sem hann taldi ábyrgan.
Joe Biden Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg „Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar. 16. maí 2022 07:43 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg „Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar. 16. maí 2022 07:43
Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46