Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2022 17:40 Elon Musk fer jafnan mikinn á Twitter. Hann hefur meðal annars notað miðilinn til að hafa áhrif á hlutabréfaverð í fyrirtækjum sínum og verið sektaður fyrir. AP/Eric Risberg Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. Musk bauð 44 milljarða dollara í Twitter í apríl. Síðan þá hafa kenningar verið uppi um að hann vilji losa sig undan samningnum eða greiða lægri fjárhæð fyrir miðilinn. Musk ætlar meðal annars að fjármagna kaupin með hlutabréfaeign sinni í rafbílaframleiðandanum Tesla. Þau bréf hafa fallið í verði um þriðjung frá því að tilkynnt var um kaupin. Í síðustu viku lýsti Musk því yfir á Twitter að viðskiptin væru í bið á meðan mat færi fram á hversu hátt hlutfall Twitter-reikninga væri óekta. Fyrirtækið sjálft telur það innan við 5% notenda. Á tækniráðstefnu í Míamí í gær hélt Musk því fram að hlutfallið væri að minnsta kosti 20%, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann hélt áfram á sömu slóðum í tísti í dag þar sem hann sagði að kaupin gætu ekki gengið í gegn fyrr en Twitter legði fram opinbera sönnun þess að innan 5% reikninga væru yrki eða amapóstar. „Tilboð mitt var grundvallað á því að tilkynningar Twitter til verðbréfa- og kaupþingsnefndar Bandaríkjanna (SEC) væru réttar,“ tísti Musk. Parag Agrawal, forstjóri Twitter, viðurkennir að fyrirtækið hafi ekki fullkomna yfirsýn yfir hversu margir reikningar eru yrki. Það hafi þau ítrekað áætlað að þau séu innan við 5% notenda. Í tilkynningum sínum til SEC hefur fyrirtækið þó slegið varnagla við að það mat sé rétt og hlutfallið gæti verið hærra. Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk segir Twitter-kaupin í bið Elon Musk, auðugasti maður heims, segir kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter vera í bið. Það sé á meðan verið sé að ganga úr skugga um hve margir falskir reikningar og ruslpóstsbottar séu í rauninni. 13. maí 2022 10:11 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Musk bauð 44 milljarða dollara í Twitter í apríl. Síðan þá hafa kenningar verið uppi um að hann vilji losa sig undan samningnum eða greiða lægri fjárhæð fyrir miðilinn. Musk ætlar meðal annars að fjármagna kaupin með hlutabréfaeign sinni í rafbílaframleiðandanum Tesla. Þau bréf hafa fallið í verði um þriðjung frá því að tilkynnt var um kaupin. Í síðustu viku lýsti Musk því yfir á Twitter að viðskiptin væru í bið á meðan mat færi fram á hversu hátt hlutfall Twitter-reikninga væri óekta. Fyrirtækið sjálft telur það innan við 5% notenda. Á tækniráðstefnu í Míamí í gær hélt Musk því fram að hlutfallið væri að minnsta kosti 20%, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann hélt áfram á sömu slóðum í tísti í dag þar sem hann sagði að kaupin gætu ekki gengið í gegn fyrr en Twitter legði fram opinbera sönnun þess að innan 5% reikninga væru yrki eða amapóstar. „Tilboð mitt var grundvallað á því að tilkynningar Twitter til verðbréfa- og kaupþingsnefndar Bandaríkjanna (SEC) væru réttar,“ tísti Musk. Parag Agrawal, forstjóri Twitter, viðurkennir að fyrirtækið hafi ekki fullkomna yfirsýn yfir hversu margir reikningar eru yrki. Það hafi þau ítrekað áætlað að þau séu innan við 5% notenda. Í tilkynningum sínum til SEC hefur fyrirtækið þó slegið varnagla við að það mat sé rétt og hlutfallið gæti verið hærra.
Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk segir Twitter-kaupin í bið Elon Musk, auðugasti maður heims, segir kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter vera í bið. Það sé á meðan verið sé að ganga úr skugga um hve margir falskir reikningar og ruslpóstsbottar séu í rauninni. 13. maí 2022 10:11 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Musk segir Twitter-kaupin í bið Elon Musk, auðugasti maður heims, segir kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter vera í bið. Það sé á meðan verið sé að ganga úr skugga um hve margir falskir reikningar og ruslpóstsbottar séu í rauninni. 13. maí 2022 10:11