Á-listinn fékk meirihluta í Rangárþingi ytra með ellefu atkvæðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2022 13:55 Sveitarstjórnarfulltrúar Á-listans. Aðsend Litlu munaði að Sjálfstæðisflokkurinn bæri sigur úr bítum í sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra á laugardag. Ellefu atkvæðum munaði, að sögn oddvita flokksins, að hann hefði fengið meirihluta. „Kæru vinir, mjótt var á munum eða einungis 11 atkvæði. Ég óska Á-listanum til hamingju með sigurinn og vona að þeirra forysta veðri sveitarfélaginu til góðs. D-listinn mun standa fyrir þeim gildum og þeirri stefnu sem við mörkuðum fyrir næsta kjörtímabil. Við munum styðja meirihlutann í góðum verkum og veita þeim öflugt aðhald þegar á þarf að halda.“ Þetta skrifar Ingvar Pétur Guðbjörnsson, oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra og bæjarstjóraefni flokksins, á Facebook. Mjótt var á munum, eins og Ingvar dregur fram, í sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra en Á-listinn bar sigur úr bítum með aðeins ellefu atkvæðum. Á-listinn fékk 50,6% atkvæða og D-listinn 49,4%. Á listinn fær því fjóra menn kjörna og D-listinn þrjá. Eggert Valur Guðmundsson oddviti Á-listans mun taka við sveitarstjórn þegar kjörtímabilið hefst. Í sveitarstjórn fyrir Á-listann eru Eggert Valur, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Þórunn Dís Þórunnardóttir og Erla Sigríður Sigurðardóttir. Fyrir D-listann eru Ingvar Pétur, Eydís Þorbjörg Indriðadóttir og Björk Grétarsdóttir. „Ég þakka öllum þeim sem studdu D-listann í kosningunum, þakka þeim ótal mörgu sjálfboðaliðum sem lögðu baráttunni lið með margvíslegum hætti. Sú hjálp var ómetanleg. Það var gríðarlega góð stemning í okkar hópi og kosningabaráttan var skemmtileg. Listinn vann og vinnur afar þétt saman,“ skrifar Ingvar. „Að lokum ráða kjósendur, hver með sínu atkvæði, og ekki annað að gera en að taka niðurstöðunni. Nú er að þétta ráðirnar. Fjögur ár líða hratt.“ Ingvar Pétur var valinn oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu í mars en Ásmundur Friðriksson Alþingismaður sóttist eftir því að leiða listann. Ásmundur tilkynnti framboðið í lok janúar og hugðist hann hætta á þingi næði hann kjöri í Rangárþingi ytra. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Rangárþing ytra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
„Kæru vinir, mjótt var á munum eða einungis 11 atkvæði. Ég óska Á-listanum til hamingju með sigurinn og vona að þeirra forysta veðri sveitarfélaginu til góðs. D-listinn mun standa fyrir þeim gildum og þeirri stefnu sem við mörkuðum fyrir næsta kjörtímabil. Við munum styðja meirihlutann í góðum verkum og veita þeim öflugt aðhald þegar á þarf að halda.“ Þetta skrifar Ingvar Pétur Guðbjörnsson, oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra og bæjarstjóraefni flokksins, á Facebook. Mjótt var á munum, eins og Ingvar dregur fram, í sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra en Á-listinn bar sigur úr bítum með aðeins ellefu atkvæðum. Á-listinn fékk 50,6% atkvæða og D-listinn 49,4%. Á listinn fær því fjóra menn kjörna og D-listinn þrjá. Eggert Valur Guðmundsson oddviti Á-listans mun taka við sveitarstjórn þegar kjörtímabilið hefst. Í sveitarstjórn fyrir Á-listann eru Eggert Valur, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Þórunn Dís Þórunnardóttir og Erla Sigríður Sigurðardóttir. Fyrir D-listann eru Ingvar Pétur, Eydís Þorbjörg Indriðadóttir og Björk Grétarsdóttir. „Ég þakka öllum þeim sem studdu D-listann í kosningunum, þakka þeim ótal mörgu sjálfboðaliðum sem lögðu baráttunni lið með margvíslegum hætti. Sú hjálp var ómetanleg. Það var gríðarlega góð stemning í okkar hópi og kosningabaráttan var skemmtileg. Listinn vann og vinnur afar þétt saman,“ skrifar Ingvar. „Að lokum ráða kjósendur, hver með sínu atkvæði, og ekki annað að gera en að taka niðurstöðunni. Nú er að þétta ráðirnar. Fjögur ár líða hratt.“ Ingvar Pétur var valinn oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu í mars en Ásmundur Friðriksson Alþingismaður sóttist eftir því að leiða listann. Ásmundur tilkynnti framboðið í lok janúar og hugðist hann hætta á þingi næði hann kjöri í Rangárþingi ytra.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Rangárþing ytra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira