Gróðahyggjan má ekki ráða öllu Magnús Guðmundsson skrifar 13. maí 2022 10:50 Takk fyrir VG í Múlaþingi að styðja okkur, sem erum andvíg laxeldi í Seyðisfirði. Þingmaður VG í kjördæminu er á sömu skoðun. Nú þurfum við formann VG og forsætisráðherra líka í liðið. Við getum ekki látið fólk standa á Austurvelli út af öllum málum, sem eru afgreidd í bakherbergjum í skjóli nætur. „Takk Magnús fyrir að benda á það augljósa“, var sagt eftir síðustu grein. Ekkert að þakka, staðreyndirnar eru augljósar. Kvíar eru langt inni á siglingaleiðinni um Seyðisfjörð og akkerisfestingar þeirra mega ekki vera inni á helgunarsvæði Farice-1 strengsins. Skipulagsstofnun bendir skýrt á þetta í sínum niðurstöðum, en það er eins og sveitarstjórnarfólk í Múlaþingi hafi lesið einhverjar aðrar niðurstöður eða loki vísvitandi augunum fyrir þessum staðreyndum. Sama má segja um snjóflóðahættuna í Selsstaðavík, sem ógnar fyrirhuguðum kvíum á þeim stað. Lítið eða ekkert hefur verið rætt um þessar alvarlegu staðreyndir á opinberum vettvangi í aðdraganda kosninga. Er það hreinlega bannað? Fyrir utan allt annað fellir þetta tvennt laxeldisáformin og hlýtur að leiða til þess að starfsleyfi verði ekki gefið út. Í staðin er hamrað á nýjum störfum og miklum peningum inn í bæinn. Þversögnin kom svo á framboðsfundi : „ ... fáum litlar tekjur af því sem er synd ...“. Hvað er í gangi? Ég man ekki betur en að Fjarðabyggð hafi kvartað í vetur yfir litlum tekjum af kvíaeldinu og ójafnri tekjuskiptingu sveitarfélaga af fiskeldinu. Hvaða miklu peninga er verið að tala um að komi inn í samfélagið á Seyðisfirði umfram það sem gerist annars staðar? Ég talaði við einn af fyrrverandi skipstjórum Gullvers. Hann sagðist í sjálfu sér ekki hafa áhyggjur að togaranum í þrengdri siglingaleið. En togarinn er bara lítið brot af stærð margra skipa, sem fara um fjörðinn. Samgöngustofa telur brýnt að ávallt sé leitað álits heimamanna og annarra, sem reglulega sigla um fjörðinn. Nei, Fiskeldi Austurlands(FA) virðist ekki hafa gert það, og telur sig ekki þurfa að svara eða útskýra neitt eða fara að neinum lögum og reglum. Það virðist allt renna sjálfkrafa í gegn hjá stofnunum ríkisins. Alla vega sagði oddviti Framsóknarflokksins á framboðsfundi: „ .. svo virðist sem fátt komi í veg fyrir að eldi fari af stað í firðinum..“ Einhverja vitneskju virðist hún hafa þó leyfi hafi ekki enn verið gefið út. Þarna væri nær að viðurkenna staðreyndir málsins og benda formanni Framsóknarflokksins, sem er innviðaráðherra landsins, á hversu harkalega er þrengt að siglingaleiðinni um Seyðisfjörð og öryggi Farice-1, strengs allra landsmanna. Sá strengur er lykilhlekkur í samskiptum Íslands við umheiminn. Innviðaráðherra ber ábyrgð á hvoru tveggja. Öryggi þessara innviða er grafalvarlegt mál, sem þarf að taka föstum tökum. Gróðahyggjan má ekki ráða öllu. Sýnum virðingu og stöndum í lappirnar með meirihluta Seyðfirðinga og fjarskiptaöryggi allra landsmanna. Svo mættu kjörnir fulltrúar í Múlaþingi beina nokkrum spurningum til FA. Hvað verða heils árs störf á Seyðisfirð í alvöru mörg við fiskeldi í firðinum? Hver er gerð og stærð pramma, sem þarf við fiskeldið? Vitið þið hvað þið eruð að biðja um stórt kvía og athafnasvæði í Sörlastaðavík? Gerið þið ykkur grein fyrir þrengd fjarðarins þar sem þið farið fram á eldið? Hvert er svar ykkar við neikvæðum áhrifum á ferðaþjónustu, sem bent er á í niðurstöðu Skipulagsstofnunar? Ætlið þið að halda áfram þvert á vilja meirihluta íbúa? Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fiskeldi Magnús Guðmundsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Takk fyrir VG í Múlaþingi að styðja okkur, sem erum andvíg laxeldi í Seyðisfirði. Þingmaður VG í kjördæminu er á sömu skoðun. Nú þurfum við formann VG og forsætisráðherra líka í liðið. Við getum ekki látið fólk standa á Austurvelli út af öllum málum, sem eru afgreidd í bakherbergjum í skjóli nætur. „Takk Magnús fyrir að benda á það augljósa“, var sagt eftir síðustu grein. Ekkert að þakka, staðreyndirnar eru augljósar. Kvíar eru langt inni á siglingaleiðinni um Seyðisfjörð og akkerisfestingar þeirra mega ekki vera inni á helgunarsvæði Farice-1 strengsins. Skipulagsstofnun bendir skýrt á þetta í sínum niðurstöðum, en það er eins og sveitarstjórnarfólk í Múlaþingi hafi lesið einhverjar aðrar niðurstöður eða loki vísvitandi augunum fyrir þessum staðreyndum. Sama má segja um snjóflóðahættuna í Selsstaðavík, sem ógnar fyrirhuguðum kvíum á þeim stað. Lítið eða ekkert hefur verið rætt um þessar alvarlegu staðreyndir á opinberum vettvangi í aðdraganda kosninga. Er það hreinlega bannað? Fyrir utan allt annað fellir þetta tvennt laxeldisáformin og hlýtur að leiða til þess að starfsleyfi verði ekki gefið út. Í staðin er hamrað á nýjum störfum og miklum peningum inn í bæinn. Þversögnin kom svo á framboðsfundi : „ ... fáum litlar tekjur af því sem er synd ...“. Hvað er í gangi? Ég man ekki betur en að Fjarðabyggð hafi kvartað í vetur yfir litlum tekjum af kvíaeldinu og ójafnri tekjuskiptingu sveitarfélaga af fiskeldinu. Hvaða miklu peninga er verið að tala um að komi inn í samfélagið á Seyðisfirði umfram það sem gerist annars staðar? Ég talaði við einn af fyrrverandi skipstjórum Gullvers. Hann sagðist í sjálfu sér ekki hafa áhyggjur að togaranum í þrengdri siglingaleið. En togarinn er bara lítið brot af stærð margra skipa, sem fara um fjörðinn. Samgöngustofa telur brýnt að ávallt sé leitað álits heimamanna og annarra, sem reglulega sigla um fjörðinn. Nei, Fiskeldi Austurlands(FA) virðist ekki hafa gert það, og telur sig ekki þurfa að svara eða útskýra neitt eða fara að neinum lögum og reglum. Það virðist allt renna sjálfkrafa í gegn hjá stofnunum ríkisins. Alla vega sagði oddviti Framsóknarflokksins á framboðsfundi: „ .. svo virðist sem fátt komi í veg fyrir að eldi fari af stað í firðinum..“ Einhverja vitneskju virðist hún hafa þó leyfi hafi ekki enn verið gefið út. Þarna væri nær að viðurkenna staðreyndir málsins og benda formanni Framsóknarflokksins, sem er innviðaráðherra landsins, á hversu harkalega er þrengt að siglingaleiðinni um Seyðisfjörð og öryggi Farice-1, strengs allra landsmanna. Sá strengur er lykilhlekkur í samskiptum Íslands við umheiminn. Innviðaráðherra ber ábyrgð á hvoru tveggja. Öryggi þessara innviða er grafalvarlegt mál, sem þarf að taka föstum tökum. Gróðahyggjan má ekki ráða öllu. Sýnum virðingu og stöndum í lappirnar með meirihluta Seyðfirðinga og fjarskiptaöryggi allra landsmanna. Svo mættu kjörnir fulltrúar í Múlaþingi beina nokkrum spurningum til FA. Hvað verða heils árs störf á Seyðisfirð í alvöru mörg við fiskeldi í firðinum? Hver er gerð og stærð pramma, sem þarf við fiskeldið? Vitið þið hvað þið eruð að biðja um stórt kvía og athafnasvæði í Sörlastaðavík? Gerið þið ykkur grein fyrir þrengd fjarðarins þar sem þið farið fram á eldið? Hvert er svar ykkar við neikvæðum áhrifum á ferðaþjónustu, sem bent er á í niðurstöðu Skipulagsstofnunar? Ætlið þið að halda áfram þvert á vilja meirihluta íbúa? Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun