Núverandi mönnun sé farin að ógna öryggi sjúklinga Eiður Þór Árnason skrifar 12. maí 2022 22:18 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. AÐSEND Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur gífurlegar áhyggjur af vöntun á hjúkrunarfræðingum til starfa og skorar á yfirvöld að bæta kjör og starfsumhverfi til að fjölga hjúkrunarfræðingum í heilbrigðiskerfinu. Þetta kemur fram í ályktun félagsins sem samþykkt var einróma á aðalfundi þess á Hilton Reykjavík Nordica í kvöld. Í henni segir að tryggja þurfi nægan fjölda útskrifaðra hjúkrunarfræðinga og draga úr brottfalli þeirra úr starfi skömmu eftir útskrift. Mikilvægt sé að mönnun hjúkrunarfræðinga sé tryggð til lengri og skemmri tíma. „Sporna þarf við því að hjúkrunarfræðingar sæki í önnur störf og fá þá sem hafa horfið til annarra starfa aftur til baka.“ Þá segir félagið að tillögur að bráðnauðsynlegum úrbótum liggi fyrir í skýrslum heilbrigðisráðuneytisins frá árinu 2020 og sömuleiðis í eldri skýrslum sem innihaldi sömu tillögur. Fram kemur í tilkynningu frá FÍH að það skori á Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir lagasetningu um mönnunarviðmið í heilbrigðiskerfinu, sambærileg þeim sem séu í gildi í helstu samanburðarlöndum. Núverandi mönnun sé farin að ógna öryggi skjólstæðinga og starfsfólks. Vilja lagabreytingar varðandi rannsókn alvarlegra atvika og aukin kaup á sjálfstæðri þjónustu „Félagið skorar á bæði heilbrigðisráðherra og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að leggja fram lagabreytingar í tengslum við tilkynningar, rannsókn og málsmeðferð alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu þar sem hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk kemur við sögu. Framganga yfirvalda í garð hjúkrunarfræðinga á síðustu árum kallar á breyttan lagaramma,” segir í tilkynningunni. Sömuleiðis beinir FÍH því til heilbrigðisráðherra að tryggja greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í heilbrigðisþjónustu sem veitt sé af hjúkrunarfræðingum á sama hátt og aðrar heilbrigðisstéttir. „Nauðsynlegt er að auka kaup hins opinbera á sjálfstæðri þjónustu hjúkrunarfræðinga til að tryggja bætt aðgengi notenda heilbrigðisþjónustunnar og auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu. Slíkt stuðlar að aukinni nýsköpun og hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu ásamt nýjum þjónustuleiðum í samræmi við þarfir notenda hennar,“ segir í greinargerð ályktunarinnar. Aðalfundurinn fór fram á Hilton Reykjavík Nordica.Aðsend Útrýma þurfi kynbundnum launamun Í annarri ályktun sem samþykkt var á aðalfundinum er skorað á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir leiðréttingu á kynbundnum launamun á hjúkrunarfræðingum og öðrum stéttum með sambærilega menntun og ábyrgð. „Útrýma þarf kynbundnum launamun sem fram kom meðal annars í niðurstöðu Gerðardóms árið 2020. Þar segir að vísbendingar eru um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt með tilliti til launa og ábyrgðar í starfi,“ segir í greinargerð ályktunarinnar. „Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir að farið verði í aðgerðir til að draga úr kynbundnum launamun og jafnréttismál verði alltaf í forgrunni við ákvarðanatöku. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fer fram á að unnið verði markvisst að því að útrýma launamun sem stafar af kynskiptum vinnumarkaði og kerfisbundnu vanmati á störfum þar sem konur eru í meirihluta.“ Heilbrigðismál Stéttarfélög Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun félagsins sem samþykkt var einróma á aðalfundi þess á Hilton Reykjavík Nordica í kvöld. Í henni segir að tryggja þurfi nægan fjölda útskrifaðra hjúkrunarfræðinga og draga úr brottfalli þeirra úr starfi skömmu eftir útskrift. Mikilvægt sé að mönnun hjúkrunarfræðinga sé tryggð til lengri og skemmri tíma. „Sporna þarf við því að hjúkrunarfræðingar sæki í önnur störf og fá þá sem hafa horfið til annarra starfa aftur til baka.“ Þá segir félagið að tillögur að bráðnauðsynlegum úrbótum liggi fyrir í skýrslum heilbrigðisráðuneytisins frá árinu 2020 og sömuleiðis í eldri skýrslum sem innihaldi sömu tillögur. Fram kemur í tilkynningu frá FÍH að það skori á Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir lagasetningu um mönnunarviðmið í heilbrigðiskerfinu, sambærileg þeim sem séu í gildi í helstu samanburðarlöndum. Núverandi mönnun sé farin að ógna öryggi skjólstæðinga og starfsfólks. Vilja lagabreytingar varðandi rannsókn alvarlegra atvika og aukin kaup á sjálfstæðri þjónustu „Félagið skorar á bæði heilbrigðisráðherra og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að leggja fram lagabreytingar í tengslum við tilkynningar, rannsókn og málsmeðferð alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu þar sem hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk kemur við sögu. Framganga yfirvalda í garð hjúkrunarfræðinga á síðustu árum kallar á breyttan lagaramma,” segir í tilkynningunni. Sömuleiðis beinir FÍH því til heilbrigðisráðherra að tryggja greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í heilbrigðisþjónustu sem veitt sé af hjúkrunarfræðingum á sama hátt og aðrar heilbrigðisstéttir. „Nauðsynlegt er að auka kaup hins opinbera á sjálfstæðri þjónustu hjúkrunarfræðinga til að tryggja bætt aðgengi notenda heilbrigðisþjónustunnar og auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu. Slíkt stuðlar að aukinni nýsköpun og hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu ásamt nýjum þjónustuleiðum í samræmi við þarfir notenda hennar,“ segir í greinargerð ályktunarinnar. Aðalfundurinn fór fram á Hilton Reykjavík Nordica.Aðsend Útrýma þurfi kynbundnum launamun Í annarri ályktun sem samþykkt var á aðalfundinum er skorað á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir leiðréttingu á kynbundnum launamun á hjúkrunarfræðingum og öðrum stéttum með sambærilega menntun og ábyrgð. „Útrýma þarf kynbundnum launamun sem fram kom meðal annars í niðurstöðu Gerðardóms árið 2020. Þar segir að vísbendingar eru um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt með tilliti til launa og ábyrgðar í starfi,“ segir í greinargerð ályktunarinnar. „Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir að farið verði í aðgerðir til að draga úr kynbundnum launamun og jafnréttismál verði alltaf í forgrunni við ákvarðanatöku. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fer fram á að unnið verði markvisst að því að útrýma launamun sem stafar af kynskiptum vinnumarkaði og kerfisbundnu vanmati á störfum þar sem konur eru í meirihluta.“
Heilbrigðismál Stéttarfélög Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45