Hilary Duff sátt í eigin skinni á forsíðu Women's Health Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. maí 2022 18:11 Leikkonan og þriggja barna móðirin Hilary Duff fagnar líkama sínum á forsíðu maí tölublaðs tímaritsins Women's Health. Women's Health/DANIELLA MIDENGE Leikkonan Hilary Duff situr fyrir nakin á forsíðu maí tölublaðs tímaritsins Women's Health. Hún fagnar líkama sínum og segist vera sérstaklega þakklát honum fyrir að hafa gengið með börnin hennar þrjú. Hilary Duff gerði garðinn frægan í hlutverki táningsstúlkunnar Lizzie McGuire á Disney sjónvarpsstöðinni árin 2001-2004. Hún varð fljótt ein vinsælasta barnastjarna í heimi og lék í fjölmörgum vinsælum unglingamyndum. Árið 2019 var svo tilkynnt að til stæði að gera nýja þáttaröð um Lizzie McGuire. En vegna ágreinings á milli Duff og Disney var hætt við þau áform. Að mati Duff átti Disney erfitt með að leyfa McGuire að fullorðnast. „Hún á bara að vera 30 ára kona að gera fullorðinslega hluti. Hún hefði ekkert þurft að vera að reykja bong og eiga stöðugt einnar nætur gaman, en þetta hefði þurft að vera raunverulegt,“ segir Duff í forsíðuviðtali Women's Health. Hilary Duff er þakklát líkama sínum.Women's Health/DANIELLA MIDENGE Glímdi við átröskun sem unglingur Því fylgdi mikil útlitsleg pressa að vera barnastjarna og glímdi Duff meðal annars við átröskun á sínum unglingsárum. „Í mínu starfi þá hugsa ég ósjálfrátt: Nú er ég fyrir framan myndavélina og leikkonur eru grannar.“ Hún segist hafa eytt mörgum árum í það að reyna passa inn í staðalímynd Hollywood. Í dag er hún hins vegar með aðrar áherslur og skiptir andleg líðan hana mestu máli. Hún leggur mikla áherslu á það að mæta til sálfræðings og segist hún hafa sett sér það markmið að mæta í hvern einasta tíma þangað til hún byrjar í tökum á þáttunum How I Met Your Father í júní. „Við vinnum af okkur rassgatið til þess að koma líkamanum í form og líta sem best út. Við förum í andlitssnyrtingu, Botox, klippingu og strípur, augabrúnir og augnháralyftingu og allt þetta rugl. En ég vil vinna í mér að innan. Það er mikilvægasti hlutinn af okkur.“ Æfir fjórum sinnum í viku Hún vinnur þó einnig í líkama sínum og æfir hún fjóra daga vikunnar hjá þjálfaranum Dominic Leeder. Hún segir Bosu jafnvægisbolta vera í sérstöku uppáhaldi. Á hvíldardögum fer hún svo í göngutúra eða spilar tennis. „Ég er stolt af líkamanum mínum. Ég er stolt af honum fyrir að hafa gengið með þrjú börn fyrir mig. Ég hef tekið í sátt þær breytingar sem hann hefur gengið í gegnum.“ Duff sem er 34 ára gömul á þau Banks, þriggja ára, og Mae, eins árs, með eiginmanni sínum Matthew Koma. Þá á hún einnig soninn Luca, tíu ára, með fyrrverandi eiginmanni sínum. View this post on Instagram A post shared by Hilary Duff (@hilaryduff) Bendir á að líkaminn hafi verið farðaður og uppstilltur Í dag segist Duff vera sátt í eigin skinni, hún hafi komist á þann stað eftir að hún eignaðist annað barnið sitt. „Ég vissi ekki hvort ég fengi tækifæri til þess að eignast annað barn. Þannig að það að verða mamma aftur var mjög valdeflandi fyrir mig,“ en Duff er með orðið Mother húðflúrað á sig. Duff er óneitanlega stórglæsileg í myndatökunni fyrir tímaritið og hefur hún sjaldan litið betur út. Hún bendir fólki þó á að á myndunum sé henni stillt upp þannig að líkami hennar líti sem best út. Þá hafi förðunarfræðingur verið á settinu sem sá til þess að líkami hennar ljómaði á öllum réttu stöðunum. „Ég hló mikið á meðan ég var að pósa í þessum stellingum án þess að vera í uppháu gallabuxunum og víðu peysunni sem ég er í venjulega,“ skrifar Duff um myndatökuna á Instagram-síðu sinni. Hin 34 ára gamla leikkona Hilary Duff hefur sjaldan litið betur út.Women's Health/DANIELLA MIDENGE Hollywood Heilsa Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hilary Duff bauð í heimsókn Á YouTube-rásinni Architectural Digest má reglulega finna myndbönd þar sem þekkt fólk leyfir áhorfendum að kíkja í heimsókn og sjá heimili þeirra. 24. september 2020 16:31 Hilary Duff snýr aftur sem Lizzie McGuire Hilary Duff mun snúa aftur sem Lizzie McGuire í framhaldsmynd vinsælu Disney þáttaraðarinnar. 23. ágúst 2019 23:37 Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Hilary Duff gerði garðinn frægan í hlutverki táningsstúlkunnar Lizzie McGuire á Disney sjónvarpsstöðinni árin 2001-2004. Hún varð fljótt ein vinsælasta barnastjarna í heimi og lék í fjölmörgum vinsælum unglingamyndum. Árið 2019 var svo tilkynnt að til stæði að gera nýja þáttaröð um Lizzie McGuire. En vegna ágreinings á milli Duff og Disney var hætt við þau áform. Að mati Duff átti Disney erfitt með að leyfa McGuire að fullorðnast. „Hún á bara að vera 30 ára kona að gera fullorðinslega hluti. Hún hefði ekkert þurft að vera að reykja bong og eiga stöðugt einnar nætur gaman, en þetta hefði þurft að vera raunverulegt,“ segir Duff í forsíðuviðtali Women's Health. Hilary Duff er þakklát líkama sínum.Women's Health/DANIELLA MIDENGE Glímdi við átröskun sem unglingur Því fylgdi mikil útlitsleg pressa að vera barnastjarna og glímdi Duff meðal annars við átröskun á sínum unglingsárum. „Í mínu starfi þá hugsa ég ósjálfrátt: Nú er ég fyrir framan myndavélina og leikkonur eru grannar.“ Hún segist hafa eytt mörgum árum í það að reyna passa inn í staðalímynd Hollywood. Í dag er hún hins vegar með aðrar áherslur og skiptir andleg líðan hana mestu máli. Hún leggur mikla áherslu á það að mæta til sálfræðings og segist hún hafa sett sér það markmið að mæta í hvern einasta tíma þangað til hún byrjar í tökum á þáttunum How I Met Your Father í júní. „Við vinnum af okkur rassgatið til þess að koma líkamanum í form og líta sem best út. Við förum í andlitssnyrtingu, Botox, klippingu og strípur, augabrúnir og augnháralyftingu og allt þetta rugl. En ég vil vinna í mér að innan. Það er mikilvægasti hlutinn af okkur.“ Æfir fjórum sinnum í viku Hún vinnur þó einnig í líkama sínum og æfir hún fjóra daga vikunnar hjá þjálfaranum Dominic Leeder. Hún segir Bosu jafnvægisbolta vera í sérstöku uppáhaldi. Á hvíldardögum fer hún svo í göngutúra eða spilar tennis. „Ég er stolt af líkamanum mínum. Ég er stolt af honum fyrir að hafa gengið með þrjú börn fyrir mig. Ég hef tekið í sátt þær breytingar sem hann hefur gengið í gegnum.“ Duff sem er 34 ára gömul á þau Banks, þriggja ára, og Mae, eins árs, með eiginmanni sínum Matthew Koma. Þá á hún einnig soninn Luca, tíu ára, með fyrrverandi eiginmanni sínum. View this post on Instagram A post shared by Hilary Duff (@hilaryduff) Bendir á að líkaminn hafi verið farðaður og uppstilltur Í dag segist Duff vera sátt í eigin skinni, hún hafi komist á þann stað eftir að hún eignaðist annað barnið sitt. „Ég vissi ekki hvort ég fengi tækifæri til þess að eignast annað barn. Þannig að það að verða mamma aftur var mjög valdeflandi fyrir mig,“ en Duff er með orðið Mother húðflúrað á sig. Duff er óneitanlega stórglæsileg í myndatökunni fyrir tímaritið og hefur hún sjaldan litið betur út. Hún bendir fólki þó á að á myndunum sé henni stillt upp þannig að líkami hennar líti sem best út. Þá hafi förðunarfræðingur verið á settinu sem sá til þess að líkami hennar ljómaði á öllum réttu stöðunum. „Ég hló mikið á meðan ég var að pósa í þessum stellingum án þess að vera í uppháu gallabuxunum og víðu peysunni sem ég er í venjulega,“ skrifar Duff um myndatökuna á Instagram-síðu sinni. Hin 34 ára gamla leikkona Hilary Duff hefur sjaldan litið betur út.Women's Health/DANIELLA MIDENGE
Hollywood Heilsa Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hilary Duff bauð í heimsókn Á YouTube-rásinni Architectural Digest má reglulega finna myndbönd þar sem þekkt fólk leyfir áhorfendum að kíkja í heimsókn og sjá heimili þeirra. 24. september 2020 16:31 Hilary Duff snýr aftur sem Lizzie McGuire Hilary Duff mun snúa aftur sem Lizzie McGuire í framhaldsmynd vinsælu Disney þáttaraðarinnar. 23. ágúst 2019 23:37 Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Hilary Duff bauð í heimsókn Á YouTube-rásinni Architectural Digest má reglulega finna myndbönd þar sem þekkt fólk leyfir áhorfendum að kíkja í heimsókn og sjá heimili þeirra. 24. september 2020 16:31
Hilary Duff snýr aftur sem Lizzie McGuire Hilary Duff mun snúa aftur sem Lizzie McGuire í framhaldsmynd vinsælu Disney þáttaraðarinnar. 23. ágúst 2019 23:37