Áhyggjur af borðaklippingum Hallur Guðmundsson skrifar 11. maí 2022 12:15 Ég hef áhyggjur. Ég hef miklar áhyggjur af meirihlutanum í Hafnarfirði. Þau hafa ekki undan að klippa á borða og fagna verkefnum. Þau stunda allskyns opnanir, passa sig á að mæta á ýmsa viðburði til að skreyta sig með fjöðrum og skenkja sér freyðivín. Ég hef áhyggjur af þeim þar sem þau eru ekki í neinu formi til að gera þetta. Hvenær sefur þetta fólk? Eru þau aldrei timbruð? Heyrðu, jú, Síðastliðin fjögur ár hefur farið lítið fyrir þessu fólki á vettvangi borðaklippinga og annarra uppbyggingarviðburða. Reyndar fréttist lítið af þeim fjögur ár þar á undan líka. Það er líklega vegna timburmanna eftir borðaklippingarnar. Kosningar eru í nánd og líklegt er að verð á skærum og klippanlegum litaborðum hækki talsvert fram í miðjan maí, eða svo. Stjórnmálaflokkar vilja bæta, breyta, laga og skreyta ef marka má loforð og fagurgalann sem frá þeim streymir þessa dagana. Loforðin eru til þess fallin að safna atkvæðum og vekja von í hjörtum fólks. En vonin er veik. Kjósendur hafa um áratuga skeið kosið sér fulltrúa til að hafa áhrif. Margir flokkar sem bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum (og raunar líka í þingkosningum) fylgja Excelskjali sem sýnir atkvæðamagn og niðurstöður skoðanakannana. Þetta er ekki leiðin til að þjóna fólkinu í bæjunum. Nú stendur yfir sala á gullkálfum sem gefið hafa af sér tryggar tekjur. Þegar gullkálfunum hefur verið smalað úr tekjufjósinu þá stendur eftir tómt fjós og engar tekjur. Tekjurnar af sölu kálfana fóru í kaffibæti handa stórbændunum og lengra dugði það ekki. Bóndi sem selur bústofninn og fær ekkert í staðinn til tekjuöflunar þykir ekki góður bóndi nema hann sé að hætta búskap. Hér er ég auðvitað að líkja bústofni við veitufyrirtæki. Tengi hver sem vill. Reynt að fegra fjárhag sveitarfélaga með sölu eigna og frestun útgjaldaliða svo uppfylla megi gömul kosningaloforð skömmu fyrir kosningar. Ástæður fyrir frestun verkefna - að mati meirihlutaflokka - eru aðallega tvær. Annars vegar óstjórn fyrri meirihluta. Hins vegar mantran „Við urðum að fórna fyrir samstarf“. Opnum bókhaldið, höfum störfin gagnsæ og verum heiðarleg! Málamiðlun er betri en að hætta við. Píratar í Hafnarfirði vilja breyta þessu verklagi. Píratar vilja stöðugar borðaklippingar ef tilefni er til. Það á ekki að fresta bráðnauðsynlegum verkefnum til að næra skammtímaminni kjósenda. Píratar vilja að bætt sé stöðugt í góðu verkin. Píratar vilja að bæjarbúar geti hugsað með jákvæðum hætti um stjórnmálin í bænum. Íbúar Hafnarfjarðar eiga betra skilið en geðþóttastjórnmál og að þurfa að horfa upp á aðgerðarleysi þar til kosningar nálgast. Íbúar Hafnarfjarðar eiga skilið að stjórnmálamenn hætti að hugsa í kjörtímabilum og tækifærum fyrir sinn flokk. Hugsunin þarf að snúast um að þjóna fólkinu, fara í þær framkvæmdir sem eru nauðsynlegar eins fljótt og mögulegt er. Til að hægt sé að breyta þessum hugsanagangi í Hafnarfirði þá þurfum við öll að mæta á kjörstað þann 14. maí og nýta atkvæðisréttinn okkar ef við höfum mögulega tök á því. Píratar vilja aukið lýðræði meðal íbúa og ef íbúar vilja aukið lýðræði innan bæjarins þá er hægt að stuðla að því með því að kjósa Pírata. XP! Höfundur situr í 10. sæti á framboðslista Pírata í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef áhyggjur. Ég hef miklar áhyggjur af meirihlutanum í Hafnarfirði. Þau hafa ekki undan að klippa á borða og fagna verkefnum. Þau stunda allskyns opnanir, passa sig á að mæta á ýmsa viðburði til að skreyta sig með fjöðrum og skenkja sér freyðivín. Ég hef áhyggjur af þeim þar sem þau eru ekki í neinu formi til að gera þetta. Hvenær sefur þetta fólk? Eru þau aldrei timbruð? Heyrðu, jú, Síðastliðin fjögur ár hefur farið lítið fyrir þessu fólki á vettvangi borðaklippinga og annarra uppbyggingarviðburða. Reyndar fréttist lítið af þeim fjögur ár þar á undan líka. Það er líklega vegna timburmanna eftir borðaklippingarnar. Kosningar eru í nánd og líklegt er að verð á skærum og klippanlegum litaborðum hækki talsvert fram í miðjan maí, eða svo. Stjórnmálaflokkar vilja bæta, breyta, laga og skreyta ef marka má loforð og fagurgalann sem frá þeim streymir þessa dagana. Loforðin eru til þess fallin að safna atkvæðum og vekja von í hjörtum fólks. En vonin er veik. Kjósendur hafa um áratuga skeið kosið sér fulltrúa til að hafa áhrif. Margir flokkar sem bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum (og raunar líka í þingkosningum) fylgja Excelskjali sem sýnir atkvæðamagn og niðurstöður skoðanakannana. Þetta er ekki leiðin til að þjóna fólkinu í bæjunum. Nú stendur yfir sala á gullkálfum sem gefið hafa af sér tryggar tekjur. Þegar gullkálfunum hefur verið smalað úr tekjufjósinu þá stendur eftir tómt fjós og engar tekjur. Tekjurnar af sölu kálfana fóru í kaffibæti handa stórbændunum og lengra dugði það ekki. Bóndi sem selur bústofninn og fær ekkert í staðinn til tekjuöflunar þykir ekki góður bóndi nema hann sé að hætta búskap. Hér er ég auðvitað að líkja bústofni við veitufyrirtæki. Tengi hver sem vill. Reynt að fegra fjárhag sveitarfélaga með sölu eigna og frestun útgjaldaliða svo uppfylla megi gömul kosningaloforð skömmu fyrir kosningar. Ástæður fyrir frestun verkefna - að mati meirihlutaflokka - eru aðallega tvær. Annars vegar óstjórn fyrri meirihluta. Hins vegar mantran „Við urðum að fórna fyrir samstarf“. Opnum bókhaldið, höfum störfin gagnsæ og verum heiðarleg! Málamiðlun er betri en að hætta við. Píratar í Hafnarfirði vilja breyta þessu verklagi. Píratar vilja stöðugar borðaklippingar ef tilefni er til. Það á ekki að fresta bráðnauðsynlegum verkefnum til að næra skammtímaminni kjósenda. Píratar vilja að bætt sé stöðugt í góðu verkin. Píratar vilja að bæjarbúar geti hugsað með jákvæðum hætti um stjórnmálin í bænum. Íbúar Hafnarfjarðar eiga betra skilið en geðþóttastjórnmál og að þurfa að horfa upp á aðgerðarleysi þar til kosningar nálgast. Íbúar Hafnarfjarðar eiga skilið að stjórnmálamenn hætti að hugsa í kjörtímabilum og tækifærum fyrir sinn flokk. Hugsunin þarf að snúast um að þjóna fólkinu, fara í þær framkvæmdir sem eru nauðsynlegar eins fljótt og mögulegt er. Til að hægt sé að breyta þessum hugsanagangi í Hafnarfirði þá þurfum við öll að mæta á kjörstað þann 14. maí og nýta atkvæðisréttinn okkar ef við höfum mögulega tök á því. Píratar vilja aukið lýðræði meðal íbúa og ef íbúar vilja aukið lýðræði innan bæjarins þá er hægt að stuðla að því með því að kjósa Pírata. XP! Höfundur situr í 10. sæti á framboðslista Pírata í Hafnarfirði.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun