„Ég hef hvergi getað leitað réttlætis eða úrvinnslu“ Sunna Valgerðardóttir skrifar 10. maí 2022 18:31 Vísir/Arnar Ekkert eftirlit er með óhefðbundnum heilunar- og sjálfshjálparaðferðum og lítið gert nema þolendur verði fyrir alvarlegum lögbrotum. Kona sem hefur ítrekað orðið fyrir ofbeldi og misbeitingu í andlega heiminum kallar eftir vettvangi til að tilkynna brot. Í nýjasta Kompás er hulunni svipt af ofbeldi, valdníðslu og lygum í andlega heiminum á Íslandi. Nýaldarsamfélagið hefur vaxið hratt undanfarin ár og eftirlitið með því er nánast ekkert. Hver sem er getur þóst vera hæfur leiðbeinandi, haldið viðburð, tekið við peningum og leitt fólk í gegn um berskjaldandi athafnir sem geta valdið óafturkræftum skaða. Kompás ræddi við fjölda fólks sem hafði orðið fyrir ofbeldi, misbeitingu eða svikum á viðburðum eða námskeiðum þar sem leiðbeinendur meiddu í stað þess að heila. Margir skammast sín eftir brotin „Fólk kemur oft mjög brotið og leitar sér aðstoðar þarna, er kannski ekki með mörkin sín uppi eða hefur ekki lært að setja þau upp og það kemur ennþá brotnara út,“ segir Anna Katrín, sem hefur orðið fyrir ítrekuðum og alvarlegum áföllum í gegn um tíðina og leitað ýmissa leiða til að lækna þau sár. Hún kallar eftir siðareglum fyrir andlega leiðbeinendur og bættri löggjöf. Fréttastofa spurðist fyrir hjá bæði lögreglu og Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hvort margar tilkynningar hafi borist vegna þessara mála, en þaðan var lítið að frétta. Ein skýringin gæti verið sú að oftar en ekki eru brotin sem um ræðir ekki hrein og klár lögbrot og ofbeldið dulið. „Margir skammast sín og líður eins og að hafa gabbast út í aðstæður þar sem er verið að beita beita ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt, fjárhagslegt eða kynferðislegt,“ segir Tanya Lind Daníelsdóttir Pollock, völva og heilari. Margir hafa leitað til hennar undanfarin misseri og deilt með henni reynslu sinni. Langir biðlistar og dýr geðheilbrigðisþjónusta Það er kannski ekki skrítið að eftirspurnin eftir óhefðbundnum heilunaraðferðum og sjálfshjálp fari vaxandi. Biðlistar eftir sálfræðingum, geðlæknum og félagsráðgjöfum eru óheyrilega langir og svo kostar sú þjónusta sömuleiðis oft mjög mikla peninga. En þú kemst yfirleitt strax að í seremóníur, heilanir, nú eða til stjörnuspekings, eins og Anna Katrín komst að. „Eruði búnar að skemma börnin ykkar? Eruði bara rækilega búnar að fokka þeim upp? Af því að þið eruð svo fokkt öpp sjálfar? Þið þurfið að skoða þetta. Þið þurfið að fara þangað.“ „Og hugsa með ykkur: Vá, enginn smá fokking lærdómur að ég þurfi að lifa með því að ég fokkaði barninu mínu svo upp að hann er einhverfur.“ - Stjörnuspekingur Kallað eftir lagabreytinum og skýrara regluverki Fólk hefur viðrað þá skoðun á samfélagsmiðlum í dag, eftir að þátturinn fór í loftið, að það verði að bæta lagaumhverfið til að fólk geti leitað réttar síns, að það vanti löggjöf um óhefðbundnar lækningar og að Landlæknisembættið ætti að standa fyrir vitundavakningu um vanhæfa ráðgjafa. „Þú mátt ganga miklu lengra yfir mörk fólks áður en þú ert stoppaður af,“ segir Anna Katrín. „Það þarf virkilega að fara að setja einhverja ramma um það sem er í gangi hér, því það virðist vera svo ótrúlega auðvelt að brjóta á fólki í þessum heimi.“ Í færslu á Facebook í dag gagnrýnir Anna Katrín harðlega úrræðaleysi kerfisins og vonast til að umræðan verði til þess að breytingar verði gerðar og skýr lagarammi verði settur í kring um allt sem viðkemur andlegum málefnum. „Ég gagnrýni harðlega úrræðaleysi kerfisins þegar kemur að óhefðbundnum lækningum! Ég óska þess að með því að hafa hátt & sprengja bóluna að það verði gerðar breytingar & settur skýr lagarammi í kringum allt sem tengist andlega heiminum svo að fólk geti trúað því & treyst að það sé öruggt og að kerfið grípi það ef eitthvað brestur.“ Hún nefnir dæmi þar sem brotið hefur verið á henni, bæði hjá fyrrnefndum stjörnuspekingi, í sjamannámi og hjá heilara. „Ég hef hvergi getað leitað réttlætis eða úrvinnslu þar sem þau sem brutu á mér eru látin taka ábyrgð á orðum & gjörðum sínum. En ég vona að með umræðunni að það breytist.“ Kompás Trúmál Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. 10. maí 2022 07:01 Heimilisofbeldi, dulbúnar orgíur og stjórnlaus tripp í nafni andlegrar vinnu Eitraðir leiðbeinendur og vanhæfir kennarar skilja margir eftir sig slóð af sköðuðu fólki sem leitaði til þeirra í góðri trú. Ekkert eftirlit er með starfseminni og getur í raun hver sem er titlað sig leiðbeinanda. Töluvert er um að andleg vinna sé sett í búning einhvers konar heilunar, heimilisofbeldi getur verið kallað skuggavinna, og ef fólk er ekki til í allt þá er það ekki nógu vakandi. 9. maí 2022 18:31 Hugvíkkandi lyf eru flugbeitt verkfæri Í Kompás þætti gærkvöldsins var fjallað um það ofbeldi sem þrífst innan andlega heimsins svokallaða hér á landi, nánar tiltekið þeim kima hans sem hefur með shamanisma og hugvíkkandi lyf að gera. 10. maí 2022 15:02 Venjulegt fólk á tímamótum líklegast til að kaupa hugmyndafræði sértrúarhópa Sálfræðingur sem sérhæfir sig í sértrúarsöfnuðum og trúarhreyfingum segir þolendur trúarofbeldis oftast ekki átta sig á ofbeldinu fyrr en stigið er út úr aðstæðum. Flestir ganga til liðs við söfnuði eða trúarhreyfingar á tímamótum í lífi sínu. 10. maí 2022 12:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Í nýjasta Kompás er hulunni svipt af ofbeldi, valdníðslu og lygum í andlega heiminum á Íslandi. Nýaldarsamfélagið hefur vaxið hratt undanfarin ár og eftirlitið með því er nánast ekkert. Hver sem er getur þóst vera hæfur leiðbeinandi, haldið viðburð, tekið við peningum og leitt fólk í gegn um berskjaldandi athafnir sem geta valdið óafturkræftum skaða. Kompás ræddi við fjölda fólks sem hafði orðið fyrir ofbeldi, misbeitingu eða svikum á viðburðum eða námskeiðum þar sem leiðbeinendur meiddu í stað þess að heila. Margir skammast sín eftir brotin „Fólk kemur oft mjög brotið og leitar sér aðstoðar þarna, er kannski ekki með mörkin sín uppi eða hefur ekki lært að setja þau upp og það kemur ennþá brotnara út,“ segir Anna Katrín, sem hefur orðið fyrir ítrekuðum og alvarlegum áföllum í gegn um tíðina og leitað ýmissa leiða til að lækna þau sár. Hún kallar eftir siðareglum fyrir andlega leiðbeinendur og bættri löggjöf. Fréttastofa spurðist fyrir hjá bæði lögreglu og Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hvort margar tilkynningar hafi borist vegna þessara mála, en þaðan var lítið að frétta. Ein skýringin gæti verið sú að oftar en ekki eru brotin sem um ræðir ekki hrein og klár lögbrot og ofbeldið dulið. „Margir skammast sín og líður eins og að hafa gabbast út í aðstæður þar sem er verið að beita beita ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt, fjárhagslegt eða kynferðislegt,“ segir Tanya Lind Daníelsdóttir Pollock, völva og heilari. Margir hafa leitað til hennar undanfarin misseri og deilt með henni reynslu sinni. Langir biðlistar og dýr geðheilbrigðisþjónusta Það er kannski ekki skrítið að eftirspurnin eftir óhefðbundnum heilunaraðferðum og sjálfshjálp fari vaxandi. Biðlistar eftir sálfræðingum, geðlæknum og félagsráðgjöfum eru óheyrilega langir og svo kostar sú þjónusta sömuleiðis oft mjög mikla peninga. En þú kemst yfirleitt strax að í seremóníur, heilanir, nú eða til stjörnuspekings, eins og Anna Katrín komst að. „Eruði búnar að skemma börnin ykkar? Eruði bara rækilega búnar að fokka þeim upp? Af því að þið eruð svo fokkt öpp sjálfar? Þið þurfið að skoða þetta. Þið þurfið að fara þangað.“ „Og hugsa með ykkur: Vá, enginn smá fokking lærdómur að ég þurfi að lifa með því að ég fokkaði barninu mínu svo upp að hann er einhverfur.“ - Stjörnuspekingur Kallað eftir lagabreytinum og skýrara regluverki Fólk hefur viðrað þá skoðun á samfélagsmiðlum í dag, eftir að þátturinn fór í loftið, að það verði að bæta lagaumhverfið til að fólk geti leitað réttar síns, að það vanti löggjöf um óhefðbundnar lækningar og að Landlæknisembættið ætti að standa fyrir vitundavakningu um vanhæfa ráðgjafa. „Þú mátt ganga miklu lengra yfir mörk fólks áður en þú ert stoppaður af,“ segir Anna Katrín. „Það þarf virkilega að fara að setja einhverja ramma um það sem er í gangi hér, því það virðist vera svo ótrúlega auðvelt að brjóta á fólki í þessum heimi.“ Í færslu á Facebook í dag gagnrýnir Anna Katrín harðlega úrræðaleysi kerfisins og vonast til að umræðan verði til þess að breytingar verði gerðar og skýr lagarammi verði settur í kring um allt sem viðkemur andlegum málefnum. „Ég gagnrýni harðlega úrræðaleysi kerfisins þegar kemur að óhefðbundnum lækningum! Ég óska þess að með því að hafa hátt & sprengja bóluna að það verði gerðar breytingar & settur skýr lagarammi í kringum allt sem tengist andlega heiminum svo að fólk geti trúað því & treyst að það sé öruggt og að kerfið grípi það ef eitthvað brestur.“ Hún nefnir dæmi þar sem brotið hefur verið á henni, bæði hjá fyrrnefndum stjörnuspekingi, í sjamannámi og hjá heilara. „Ég hef hvergi getað leitað réttlætis eða úrvinnslu þar sem þau sem brutu á mér eru látin taka ábyrgð á orðum & gjörðum sínum. En ég vona að með umræðunni að það breytist.“
Kompás Trúmál Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. 10. maí 2022 07:01 Heimilisofbeldi, dulbúnar orgíur og stjórnlaus tripp í nafni andlegrar vinnu Eitraðir leiðbeinendur og vanhæfir kennarar skilja margir eftir sig slóð af sköðuðu fólki sem leitaði til þeirra í góðri trú. Ekkert eftirlit er með starfseminni og getur í raun hver sem er titlað sig leiðbeinanda. Töluvert er um að andleg vinna sé sett í búning einhvers konar heilunar, heimilisofbeldi getur verið kallað skuggavinna, og ef fólk er ekki til í allt þá er það ekki nógu vakandi. 9. maí 2022 18:31 Hugvíkkandi lyf eru flugbeitt verkfæri Í Kompás þætti gærkvöldsins var fjallað um það ofbeldi sem þrífst innan andlega heimsins svokallaða hér á landi, nánar tiltekið þeim kima hans sem hefur með shamanisma og hugvíkkandi lyf að gera. 10. maí 2022 15:02 Venjulegt fólk á tímamótum líklegast til að kaupa hugmyndafræði sértrúarhópa Sálfræðingur sem sérhæfir sig í sértrúarsöfnuðum og trúarhreyfingum segir þolendur trúarofbeldis oftast ekki átta sig á ofbeldinu fyrr en stigið er út úr aðstæðum. Flestir ganga til liðs við söfnuði eða trúarhreyfingar á tímamótum í lífi sínu. 10. maí 2022 12:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. 10. maí 2022 07:01
Heimilisofbeldi, dulbúnar orgíur og stjórnlaus tripp í nafni andlegrar vinnu Eitraðir leiðbeinendur og vanhæfir kennarar skilja margir eftir sig slóð af sköðuðu fólki sem leitaði til þeirra í góðri trú. Ekkert eftirlit er með starfseminni og getur í raun hver sem er titlað sig leiðbeinanda. Töluvert er um að andleg vinna sé sett í búning einhvers konar heilunar, heimilisofbeldi getur verið kallað skuggavinna, og ef fólk er ekki til í allt þá er það ekki nógu vakandi. 9. maí 2022 18:31
Hugvíkkandi lyf eru flugbeitt verkfæri Í Kompás þætti gærkvöldsins var fjallað um það ofbeldi sem þrífst innan andlega heimsins svokallaða hér á landi, nánar tiltekið þeim kima hans sem hefur með shamanisma og hugvíkkandi lyf að gera. 10. maí 2022 15:02
Venjulegt fólk á tímamótum líklegast til að kaupa hugmyndafræði sértrúarhópa Sálfræðingur sem sérhæfir sig í sértrúarsöfnuðum og trúarhreyfingum segir þolendur trúarofbeldis oftast ekki átta sig á ofbeldinu fyrr en stigið er út úr aðstæðum. Flestir ganga til liðs við söfnuði eða trúarhreyfingar á tímamótum í lífi sínu. 10. maí 2022 12:01