Reynt að koma á sáttum í Flensborg Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. maí 2022 12:49 Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari Flensborgarskóla, segir að nú þegar hafi skref verið tekin til að koma á sáttum innan skólans. Hún vill ávinna sér traust nemenda á ný eftir að nokkrir þeirra kvörtuðu yfir henni til menntamálaráðuneytisins. Skólameistari í Flensborg segir að verið sé að stíga fyrstu skrefin í að ná sáttum eftir að ofbeldismál skók nemendahópinn í marsmánuði. Hún segir að það kunni að vera að það hafi ekki komist nægilega vel til skila til nemenda að sannarlega væri verið að vinna í málinu. Hún biðlar til menntamálaráðuneytisins að gefa út samræmda verkferla um ofbeldismál fyrir alla framhaldsskóla landsins. Þrír nemendur Flesborgarskólans stigu fram í fréttum RÚV um helgina og sögðu skólayfirvöld ekki hafa brugðist við alvarlegu ofbeldismáli sem kom upp eftir árshátíð í mars. Í yfirlýsingu frá skólanum kom þó fram að gerendurnir hefðu allir verið reknir út skólanum, ýmist til skemmri eða lengri tíma og að öllum hefðu verið boðinn stuðningur. Ákveðið rof virðist veraá milli upplifunar nemenda og skólayfirvalda. Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari, var spurð hvort skólayfirvöld hafi látið hjá líða að upplýsa nemendur þá vinnu sem væri í gangi. „Við hörmum auðvitað gríðarlega þessa upplifun nemenda og orð fá því auðvitað ekki lýst því þetta eru nemendur okkar. Þetta er unga fólkiðsem við erum að tala við og vinna með á hverjum einasta degi. Þetta er bara eitt af því sem við erum að skoða núna í framhaldinu. Það má vel vera að það hafi ekki komist nægilega vel til skila þau fjölmörgu samtöl sem tekin voru og þær aðgerðir sem við höfum jú gripið til.“ Erla er staðráðin í að ávinna sér traust nemenda eftir að nokkrir þeirra kvörtuðu yfir henni til ráðherra. „Það er náttúrulega aldrei hugmyndin að þagga eitt eða neitt niður. Við líðum aldrei ofbeldi eða ofbeldismenningu nokkurs konar. Aldrei. Við erum að taka fyrstu skrefin í átt að samtali og sátt og þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna núna á næstu dögum.“ Erla kveðst hafa nýtt verkferla skólans og í raun farið út yfir ystu mörk þess ramma sem skólinn hefur til að leysa svona mál. „En við erum auðvitað líka búin að kalla eftir samræmdum verkferlum frá ráðuneytinu varðandi ofbeldis mál; kynferðisbrotamál, stafrænt ofbeldi sem er orðið ansi áberandi og fleiri þætti ofbeldis sem við höfum kallað eftir og munum sannarlega gera það núna í framhaldinu.“ Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Harmar fréttaflutning af málefnum nemenda Í yfirlýsingu frá skólastjórn Flensborgarskólans í Hafnarfirði segir að skólinn líði ekki ofbeldi að neinu tagi. Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda. 8. maí 2022 13:31 Ekki á borðinu að gera breytingar á skipun skólameistara Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu. 8. maí 2022 12:03 Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40 Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hún biðlar til menntamálaráðuneytisins að gefa út samræmda verkferla um ofbeldismál fyrir alla framhaldsskóla landsins. Þrír nemendur Flesborgarskólans stigu fram í fréttum RÚV um helgina og sögðu skólayfirvöld ekki hafa brugðist við alvarlegu ofbeldismáli sem kom upp eftir árshátíð í mars. Í yfirlýsingu frá skólanum kom þó fram að gerendurnir hefðu allir verið reknir út skólanum, ýmist til skemmri eða lengri tíma og að öllum hefðu verið boðinn stuðningur. Ákveðið rof virðist veraá milli upplifunar nemenda og skólayfirvalda. Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari, var spurð hvort skólayfirvöld hafi látið hjá líða að upplýsa nemendur þá vinnu sem væri í gangi. „Við hörmum auðvitað gríðarlega þessa upplifun nemenda og orð fá því auðvitað ekki lýst því þetta eru nemendur okkar. Þetta er unga fólkiðsem við erum að tala við og vinna með á hverjum einasta degi. Þetta er bara eitt af því sem við erum að skoða núna í framhaldinu. Það má vel vera að það hafi ekki komist nægilega vel til skila þau fjölmörgu samtöl sem tekin voru og þær aðgerðir sem við höfum jú gripið til.“ Erla er staðráðin í að ávinna sér traust nemenda eftir að nokkrir þeirra kvörtuðu yfir henni til ráðherra. „Það er náttúrulega aldrei hugmyndin að þagga eitt eða neitt niður. Við líðum aldrei ofbeldi eða ofbeldismenningu nokkurs konar. Aldrei. Við erum að taka fyrstu skrefin í átt að samtali og sátt og þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna núna á næstu dögum.“ Erla kveðst hafa nýtt verkferla skólans og í raun farið út yfir ystu mörk þess ramma sem skólinn hefur til að leysa svona mál. „En við erum auðvitað líka búin að kalla eftir samræmdum verkferlum frá ráðuneytinu varðandi ofbeldis mál; kynferðisbrotamál, stafrænt ofbeldi sem er orðið ansi áberandi og fleiri þætti ofbeldis sem við höfum kallað eftir og munum sannarlega gera það núna í framhaldinu.“
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Harmar fréttaflutning af málefnum nemenda Í yfirlýsingu frá skólastjórn Flensborgarskólans í Hafnarfirði segir að skólinn líði ekki ofbeldi að neinu tagi. Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda. 8. maí 2022 13:31 Ekki á borðinu að gera breytingar á skipun skólameistara Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu. 8. maí 2022 12:03 Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40 Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Harmar fréttaflutning af málefnum nemenda Í yfirlýsingu frá skólastjórn Flensborgarskólans í Hafnarfirði segir að skólinn líði ekki ofbeldi að neinu tagi. Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda. 8. maí 2022 13:31
Ekki á borðinu að gera breytingar á skipun skólameistara Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu. 8. maí 2022 12:03
Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40
Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58