Ertu klikk? Guðrún Runólfsdóttir skrifar 9. maí 2022 18:31 Á síðustu árum hefur almenn umræða um andlega heilsu aukist og er það ekki að ástæðulausu. Lengi voru geðheilbrigðismál feimnismál og fólk sem var veikt á geði upplifði skömm. Vinstri græn í Árborg vilja stórauka fræðslu og forvarnir um geðheilbrigði í skólum sveitarfélagsins. Þessi þróun er vissulega jákvæð og á réttri leið, yngri kynslóðin er að læra að tala um og skilja tilfinningar sínar, efla sjálfsmynd og leita aðstoðar ef þörf er á. Unglingsárin eru ár mótunar og það er mikilvægt að unglingarnir okkar finni fyrir góðum stuðningi í nærumhverfi sínu. Þess vegna er mikilvægt að þau upplifi gott aðgengi að fagfólki. Það er nógu stórt skref fyrir mörg okkar að ákveða að leita aðstoðar og ekki á bætandi að þurfa að bíða á biðlistum í marga mánuði. Það er mikilvægt að grípa inn í snemma, gefa unga fólkinu okkar verkfæri til að takast á við lífið og þau áföll og óvissu sem því fylgir. Þetta mun ekki bara skila sér í heilbrigðari, hamingjusamari einstaklingum heldur munu þessir sömu einstaklingar koma til með að gefa af sér út í samfélagið í framtíðinni. Vinstri græn leggja ríka áherslu á jafnrétti kynjanna. Þar hafa konur verið í aftursætinu frá upphafi. En þegar kemur að geðheilsu, þá má ekki gleyma drengjunum okkar. Tölfræðin sýnir skýrt að sjálfsvíg ungra karlmanna eru alltof algeng. Sú eitraða karlmennska sem ríkt hefur í samfélaginu lýsir sér oft í orðræðu sem við tökum ekki endilega eftir. „Harkaðu þetta af þér”. „Ekki gráta”. „Ekki vera aumingi” eru setningar sem hafa ómað inn í skólum og búningsklefum landsins í áratugi. Við viljum leggja áherslu á að gefa drengjunum okkar verkfærin til þess að tjá tilfinningar sínar og leita réttra leiða þegar þeir upplifa vanlíðan af einhverju tagi. Við sem erum á lista Vinstri grænna í Árborg gerum okkur grein fyrir mikilvægi forvarna, fræðslu og faglegrar aðstoðar í geðheilbrigðismálum. Þess vegna leggjum við áherslu á að aukið fjármagn verði sett í þennan málaflokk til að stuðla að geðheilbrigði ungs fólks í sveitarfélaginu. Höfundur er í 5. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur almenn umræða um andlega heilsu aukist og er það ekki að ástæðulausu. Lengi voru geðheilbrigðismál feimnismál og fólk sem var veikt á geði upplifði skömm. Vinstri græn í Árborg vilja stórauka fræðslu og forvarnir um geðheilbrigði í skólum sveitarfélagsins. Þessi þróun er vissulega jákvæð og á réttri leið, yngri kynslóðin er að læra að tala um og skilja tilfinningar sínar, efla sjálfsmynd og leita aðstoðar ef þörf er á. Unglingsárin eru ár mótunar og það er mikilvægt að unglingarnir okkar finni fyrir góðum stuðningi í nærumhverfi sínu. Þess vegna er mikilvægt að þau upplifi gott aðgengi að fagfólki. Það er nógu stórt skref fyrir mörg okkar að ákveða að leita aðstoðar og ekki á bætandi að þurfa að bíða á biðlistum í marga mánuði. Það er mikilvægt að grípa inn í snemma, gefa unga fólkinu okkar verkfæri til að takast á við lífið og þau áföll og óvissu sem því fylgir. Þetta mun ekki bara skila sér í heilbrigðari, hamingjusamari einstaklingum heldur munu þessir sömu einstaklingar koma til með að gefa af sér út í samfélagið í framtíðinni. Vinstri græn leggja ríka áherslu á jafnrétti kynjanna. Þar hafa konur verið í aftursætinu frá upphafi. En þegar kemur að geðheilsu, þá má ekki gleyma drengjunum okkar. Tölfræðin sýnir skýrt að sjálfsvíg ungra karlmanna eru alltof algeng. Sú eitraða karlmennska sem ríkt hefur í samfélaginu lýsir sér oft í orðræðu sem við tökum ekki endilega eftir. „Harkaðu þetta af þér”. „Ekki gráta”. „Ekki vera aumingi” eru setningar sem hafa ómað inn í skólum og búningsklefum landsins í áratugi. Við viljum leggja áherslu á að gefa drengjunum okkar verkfærin til þess að tjá tilfinningar sínar og leita réttra leiða þegar þeir upplifa vanlíðan af einhverju tagi. Við sem erum á lista Vinstri grænna í Árborg gerum okkur grein fyrir mikilvægi forvarna, fræðslu og faglegrar aðstoðar í geðheilbrigðismálum. Þess vegna leggjum við áherslu á að aukið fjármagn verði sett í þennan málaflokk til að stuðla að geðheilbrigði ungs fólks í sveitarfélaginu. Höfundur er í 5. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun