Bíða með að taka afstöðu þangað til eftir kosningar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2022 13:33 Úr greinargerð Yrki arkitekta sem send var inn til skipulagsráðs Akureyrar. Húsið með rauða þakið er friðað og ekki má fjarlægja það. Yrki arkitektar Það bíður nýs skipulagsráðs Akureyrarbæjar að taka afstöðu til uppfærða hugmynda um uppbyggingu fjölbýlishúsa á útsýnislóðum við Tónatröð á Akureyri, vegna ákvörðunar Minjastofnunar um að ekki megi fjarlægja aldursfriðað hús sem fyrir er. Hugmyndir að uppbyggingu við Tónatröð á Akureyri, fyrir neðan húsnæði spítalans, voru kynntar í nóvember á síðasta ári. Þá var gert ráð fyrir fimm tröppuðum þaksvalahúsum, alls 69 íbúðum í fjórum stærðarflokkum. Tekist hefur verið á um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Til að mynda bárust 113 athugasemdir til skipulagsyfirvalda þegar skipulagslýsing vegna breytinga á skipulagi var auglýst. Uppbyggingin gerði ráð fyrir að Sóttvarnarhúsið svokallaða, sem byggt var á árunum 1905 til 1906, yrði fjarlægt til að rýma fyrir einu af fjölsbýlishúsunum. Svæðið eins og það lítur út í dag.Yrki arkitektar Minjastofnun féllst hins vegar nýverið ekki á að húsið yrði rifið eða fjarlægt, á þeim grundvelli að húsið hefði töluvert varðveislugildi. Engu að síður var það mat Minjastofnunar að mögulegt væri að skipuleggja nýja íbúabyggð við Tónatröð, án þess að húsið yrði flutt af sínum stað. Í síðustu viku voru lögð fram ný drög að uppbyggingu í ljósi ákvörðunar Minjastofnunar. Er samkvæmt drögunum nú gert ráð fyrir fjórum fjölbýlishúsum og að Sóttvarnarhúsið svokallaða verði áfram á sínum stað. Málið var tekið fyrir á fundi skipulagsráðs í síðustu viku. Þar var tekin ákvörðun um að fresta því að taka ákvörðun um framhald málsins, þar til nýtt skipulagsráð hafi tekið við að loknum sveitarstjórnarkosningum, sem haldnar verða næsta laugardag. Skipulag Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Útsýnið fái að njóta sín í tillögum að uppbyggingu við Tónatröð Yrki Arkitektar hafa lagt fram tillögu að útfærslu byggðar við Tónatröð á Akureyri. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði fimm tröppuð þaksvalahús. Horft er til þess að útsýnið fái að njóta sín úr íbúðunum 10. nóvember 2021 20:11 Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans. Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið. 5. janúar 2022 23:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Hugmyndir að uppbyggingu við Tónatröð á Akureyri, fyrir neðan húsnæði spítalans, voru kynntar í nóvember á síðasta ári. Þá var gert ráð fyrir fimm tröppuðum þaksvalahúsum, alls 69 íbúðum í fjórum stærðarflokkum. Tekist hefur verið á um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Til að mynda bárust 113 athugasemdir til skipulagsyfirvalda þegar skipulagslýsing vegna breytinga á skipulagi var auglýst. Uppbyggingin gerði ráð fyrir að Sóttvarnarhúsið svokallaða, sem byggt var á árunum 1905 til 1906, yrði fjarlægt til að rýma fyrir einu af fjölsbýlishúsunum. Svæðið eins og það lítur út í dag.Yrki arkitektar Minjastofnun féllst hins vegar nýverið ekki á að húsið yrði rifið eða fjarlægt, á þeim grundvelli að húsið hefði töluvert varðveislugildi. Engu að síður var það mat Minjastofnunar að mögulegt væri að skipuleggja nýja íbúabyggð við Tónatröð, án þess að húsið yrði flutt af sínum stað. Í síðustu viku voru lögð fram ný drög að uppbyggingu í ljósi ákvörðunar Minjastofnunar. Er samkvæmt drögunum nú gert ráð fyrir fjórum fjölbýlishúsum og að Sóttvarnarhúsið svokallaða verði áfram á sínum stað. Málið var tekið fyrir á fundi skipulagsráðs í síðustu viku. Þar var tekin ákvörðun um að fresta því að taka ákvörðun um framhald málsins, þar til nýtt skipulagsráð hafi tekið við að loknum sveitarstjórnarkosningum, sem haldnar verða næsta laugardag.
Skipulag Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Útsýnið fái að njóta sín í tillögum að uppbyggingu við Tónatröð Yrki Arkitektar hafa lagt fram tillögu að útfærslu byggðar við Tónatröð á Akureyri. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði fimm tröppuð þaksvalahús. Horft er til þess að útsýnið fái að njóta sín úr íbúðunum 10. nóvember 2021 20:11 Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans. Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið. 5. janúar 2022 23:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Útsýnið fái að njóta sín í tillögum að uppbyggingu við Tónatröð Yrki Arkitektar hafa lagt fram tillögu að útfærslu byggðar við Tónatröð á Akureyri. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði fimm tröppuð þaksvalahús. Horft er til þess að útsýnið fái að njóta sín úr íbúðunum 10. nóvember 2021 20:11
Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans. Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið. 5. janúar 2022 23:00