Hveragerði margbreytileikans 6. maí 2022 10:31 Hveragerði er samfélag þar sem ungir sem aldnir geta lifað enn betra lífi í leik og starfi og eiga bæjaryfirvöld að styðja við fjölskylduvænt samfélag fyrir alla. Tryggja þarf að Hveragerðisbær sinni lögbundinni þjónustu með fullnægjandi hætti og að frumkvæðisskyldan sé virt, þ.e. að bæjarfélagið hafi frumkvæði að því að bjóða íbúum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og að auðvelt sé að nálgast upplýsingar um þjónustuna. Þar sem er vilji er vegur. Íþrótta- og frístundastarf fyrir öll börn Okkar Hveragerði leggur áherslu á að í boði sé samhæft íþrótta- og frístundastarf fyrir öll börn. Tryggja þarf stuðning í íþrótta- og frístundastarfi og í lengdri viðveru fyrir börn og ungmenni með stuðningsþarfir og þeim er mikilvægt að samfella sé í frístunda- og íþróttastarfi yfir daginn. Okkar Hveragerði vill stefna að því að tengja frístunda- og íþróttastarf með uppbyggingu frístundamiðstöðvar á Grýluvallarsvæðinu þar sem ungir sem aldnir, óháð færni og getu, fái aðstöðu og þjónustu til frístundastarfs. Uppbygging samræmds íþrótta- og tómstundastarfs á sama stað stuðlar að því að slíkt starf sé aðgengilegra fyrir einstaklinga með stuðningsþarfir. Skólar margbreytileikans Okkar Hveragerði telur mikilvægt að skólarnir okkar séu skólar margbreytileikans. Auka þarf stöðugildi í grunn- og leikskólum sem styðja við margbreytileikann og koma þarf á fót nemendaverndarráði við leikskóla bæjarins, líkt og starfrækt er nú þegar við grunnskólann. Slíkt ráð felur í sér vettvang fyrir samræmingu þjónustu fyrir börn með stuðningsþarfir fyrir þá aðila sem að veitingu þjónustunnar koma, þ.e. velferðarþjónustuna, leikskólann og heilbrigðiskerfið. Mikilvægt er að virkt samstarf sé til staðar á milli þessara aðila svo hægt sé að veita börnum á leikskólastigi með stuðningsþarfir samræmda og heildræna þjónustu. Húsnæðismál Hveragerði er samfélag þar sem allir eiga að geta fundið húsnæði við sitt hæfi. Okkar Hveragerði telur nauðsynlegt að tryggja fjölbreytt félagslegt leiguhúsnæði í eigu Hveragerðisbæjar fyrir fólk með fatlanir svo það geti búið sjálfstætt með þeim stuðningi og aðbúnaði sem til þarf. Okkar Hveragerði vill jafnframt leita lausna varðandi fjölbreytt búsetuúrræði þar sem eldri borgarar og einstaklingar með fatlanir hafa kost á sjálfstæðri búsetu, búsetu í íbúðakjörnum með þjónustumiðstöð og góðri stuðningsþjónustu. Atvinnumál Okkar Hveragerði leggur áherslu á að auka fjölbreytta atvinnumöguleika fyrir fólk á öllum aldri og með ólíka færni og menntun. Tryggja þarf að einstaklingar með fatlanir fái viðunandi stuðning til að starfa á fjölbreyttum vettvangi, en skort hefur á að til staðar séu næg tækifæri í Hveragerði fyrir fatlað fólk í störfum með stuðningi. Tryggja þarf öfluga upplýsingagjöf til fólks með fatlanir á þessu sviði og leitast við að virkja það til atvinnuþátttöku eins og kostur er. Virkjum raddir fatlaðs fólks Mikilvægt er að fólk með fatlanir, börn og fullorðnir, sem og aðstandendur þeirra, séu virkir þátttakendur í þeirri þjónustu sem fötluðu fólki er veitt. Samhliða einstaklingsmiðuðu samráði við veitingu þjónustu til fatlaðs fólks er nauðsynlegt að virkja breiðari vettvang þar sem fatlað fólk hefur tækifæri til að láta raddir sínar heyrast. Samráð við þennan hóp er nauðsynlegt til þess að veita fullnægjandi þjónustu á þessu sviði. Í því tilliti er áríðandi að í bænum okkar sé starfrækt fötlunarráð með virkum hætti, eins og lögbundin skylda ber til, sem heldur röddum fatlaðs fólks á lofti í okkar stækkandi bæjarfélagi. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 3. sæti á lista Okkar Hveragerðis.Sigríður Hauksdóttir, 6. sæti á lista Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Hveragerði er samfélag þar sem ungir sem aldnir geta lifað enn betra lífi í leik og starfi og eiga bæjaryfirvöld að styðja við fjölskylduvænt samfélag fyrir alla. Tryggja þarf að Hveragerðisbær sinni lögbundinni þjónustu með fullnægjandi hætti og að frumkvæðisskyldan sé virt, þ.e. að bæjarfélagið hafi frumkvæði að því að bjóða íbúum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og að auðvelt sé að nálgast upplýsingar um þjónustuna. Þar sem er vilji er vegur. Íþrótta- og frístundastarf fyrir öll börn Okkar Hveragerði leggur áherslu á að í boði sé samhæft íþrótta- og frístundastarf fyrir öll börn. Tryggja þarf stuðning í íþrótta- og frístundastarfi og í lengdri viðveru fyrir börn og ungmenni með stuðningsþarfir og þeim er mikilvægt að samfella sé í frístunda- og íþróttastarfi yfir daginn. Okkar Hveragerði vill stefna að því að tengja frístunda- og íþróttastarf með uppbyggingu frístundamiðstöðvar á Grýluvallarsvæðinu þar sem ungir sem aldnir, óháð færni og getu, fái aðstöðu og þjónustu til frístundastarfs. Uppbygging samræmds íþrótta- og tómstundastarfs á sama stað stuðlar að því að slíkt starf sé aðgengilegra fyrir einstaklinga með stuðningsþarfir. Skólar margbreytileikans Okkar Hveragerði telur mikilvægt að skólarnir okkar séu skólar margbreytileikans. Auka þarf stöðugildi í grunn- og leikskólum sem styðja við margbreytileikann og koma þarf á fót nemendaverndarráði við leikskóla bæjarins, líkt og starfrækt er nú þegar við grunnskólann. Slíkt ráð felur í sér vettvang fyrir samræmingu þjónustu fyrir börn með stuðningsþarfir fyrir þá aðila sem að veitingu þjónustunnar koma, þ.e. velferðarþjónustuna, leikskólann og heilbrigðiskerfið. Mikilvægt er að virkt samstarf sé til staðar á milli þessara aðila svo hægt sé að veita börnum á leikskólastigi með stuðningsþarfir samræmda og heildræna þjónustu. Húsnæðismál Hveragerði er samfélag þar sem allir eiga að geta fundið húsnæði við sitt hæfi. Okkar Hveragerði telur nauðsynlegt að tryggja fjölbreytt félagslegt leiguhúsnæði í eigu Hveragerðisbæjar fyrir fólk með fatlanir svo það geti búið sjálfstætt með þeim stuðningi og aðbúnaði sem til þarf. Okkar Hveragerði vill jafnframt leita lausna varðandi fjölbreytt búsetuúrræði þar sem eldri borgarar og einstaklingar með fatlanir hafa kost á sjálfstæðri búsetu, búsetu í íbúðakjörnum með þjónustumiðstöð og góðri stuðningsþjónustu. Atvinnumál Okkar Hveragerði leggur áherslu á að auka fjölbreytta atvinnumöguleika fyrir fólk á öllum aldri og með ólíka færni og menntun. Tryggja þarf að einstaklingar með fatlanir fái viðunandi stuðning til að starfa á fjölbreyttum vettvangi, en skort hefur á að til staðar séu næg tækifæri í Hveragerði fyrir fatlað fólk í störfum með stuðningi. Tryggja þarf öfluga upplýsingagjöf til fólks með fatlanir á þessu sviði og leitast við að virkja það til atvinnuþátttöku eins og kostur er. Virkjum raddir fatlaðs fólks Mikilvægt er að fólk með fatlanir, börn og fullorðnir, sem og aðstandendur þeirra, séu virkir þátttakendur í þeirri þjónustu sem fötluðu fólki er veitt. Samhliða einstaklingsmiðuðu samráði við veitingu þjónustu til fatlaðs fólks er nauðsynlegt að virkja breiðari vettvang þar sem fatlað fólk hefur tækifæri til að láta raddir sínar heyrast. Samráð við þennan hóp er nauðsynlegt til þess að veita fullnægjandi þjónustu á þessu sviði. Í því tilliti er áríðandi að í bænum okkar sé starfrækt fötlunarráð með virkum hætti, eins og lögbundin skylda ber til, sem heldur röddum fatlaðs fólks á lofti í okkar stækkandi bæjarfélagi. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 3. sæti á lista Okkar Hveragerðis.Sigríður Hauksdóttir, 6. sæti á lista Okkar Hveragerðis.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun