Hafa fundað inni á klósetti vegna aðstöðuleysis Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. maí 2022 20:46 Nemendur í elstu bekkjum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa um nokkra mánaða skeið hafst við á efri hæð veitingastaðar í bænum eftir að mygla kom upp í skólanum. Vísir Nemendur í elstu bekkjum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa um nokkra mánaða skeið hafst við á efri hæð veitingastaðar í bænum eftir að mygla kom upp í skólanum. Deildarstjóri segir ástandið reyna á alla og að óvissa sé varðandi skólahaldið í haust. Það var í febrúar sem að mygla fannst í húsnæði skólans á Eyrarbakka þar sem 7. til 10. bekkir skólans stunda sitt nám. Að jafnaði eru ríflega fimmtíu nemendur skólans þar. Börnin voru strax flutt í annað húsnæði í bænum. Þeim var annars vegar komið fyrir á veitingastaðnum Rauða húsinu og hins vegar í félagsheimilinu. Ragna Berg Gunnarsdóttir deildarstjóri í skólanum segir að myglan hafi fundist eftir að starfsfólk og nemendur fóru að finna fyrir veikindum. Því hafi legið á að færa skólahaldið úr húsinu hratt og til að það myndi ganga upp þurfti að dreifa börnunum um bæinn „Þetta hefur bara gengið ótrúlega vel upp. Við vorum fyrst með blandað þannig að krakkarnir voru að fara á milli en okkur fannst þau vera svolítið tætt,“ segir Ragna. Ragna Berg Gunnarsdóttir deildarstjóri í Barnaskólanum á Eyrarbakka.Vísir Því var brugðið á það að hafa sömu bekki alltaf í sama rýminu og segir hún það hafa gefist vel. „Okkur finnst þetta svona hafa róast en þetta er svolítið meira hlaup fyrir kennarana.“ Hún segir aðstæður erfiðar fyrir alla. Um helgar og á kvöldin er veitingahúsið í fullum rekstri og því hlutir oft færðir til. Þá sé lítið næði og sem dæmi um það hafi hún fundað á klósetti og í lyftunni með nemendum. Þá hafi mygla sem einnig kom upp í gamla skólanum á Stokkseyri gert þeim erfitt fyrir þar sem nemendur fara þangað í list- og verkgreinar Ragna segir að til standi að koma fyrir færanlegum kennslustofum til bráðabirgða á lóðinni við skólann en óljóst er hvenær þær verði tilbúnar og hvernig skólahaldið verði í haust. „Það er svolítið mikil óvissa í þessu eins og þetta er og við eigum ekki alveg von á að vera kannski komin alveg inn en við fáum að nota þá stofurnar út á Stað líka en þá erum við að fara alveg þvert yfir bæinn. Það verður sem sagt skólinn okkar alveg austast og svo er Staður hérna alveg vestast.“ Mygla Árborg Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. 2. maí 2022 07:39 Loka í Kópavogsskóla vegna myglu Hluta Kópavogsskóla verður lokað frá og með morgundeginum vegna myglu. Nemendur skólans í 6. og 7. bekk verða heima á morgun en aðrir nemendur mæta í skólann. Í kjölfarið verður húsnæði sem áður hýsti bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar nýttur undir kennslu. 17. mars 2022 17:53 Meiri mygla fannst í Laugalækjarskóla Búið er að loka þremur skólastofum í Laugalækjarskóla vegna myglu. Flytja þarf skólastarfið tímabundið í annað húsnæði á meðan viðgerðir fara fram eftir áramótin. 12. desember 2021 17:16 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Það var í febrúar sem að mygla fannst í húsnæði skólans á Eyrarbakka þar sem 7. til 10. bekkir skólans stunda sitt nám. Að jafnaði eru ríflega fimmtíu nemendur skólans þar. Börnin voru strax flutt í annað húsnæði í bænum. Þeim var annars vegar komið fyrir á veitingastaðnum Rauða húsinu og hins vegar í félagsheimilinu. Ragna Berg Gunnarsdóttir deildarstjóri í skólanum segir að myglan hafi fundist eftir að starfsfólk og nemendur fóru að finna fyrir veikindum. Því hafi legið á að færa skólahaldið úr húsinu hratt og til að það myndi ganga upp þurfti að dreifa börnunum um bæinn „Þetta hefur bara gengið ótrúlega vel upp. Við vorum fyrst með blandað þannig að krakkarnir voru að fara á milli en okkur fannst þau vera svolítið tætt,“ segir Ragna. Ragna Berg Gunnarsdóttir deildarstjóri í Barnaskólanum á Eyrarbakka.Vísir Því var brugðið á það að hafa sömu bekki alltaf í sama rýminu og segir hún það hafa gefist vel. „Okkur finnst þetta svona hafa róast en þetta er svolítið meira hlaup fyrir kennarana.“ Hún segir aðstæður erfiðar fyrir alla. Um helgar og á kvöldin er veitingahúsið í fullum rekstri og því hlutir oft færðir til. Þá sé lítið næði og sem dæmi um það hafi hún fundað á klósetti og í lyftunni með nemendum. Þá hafi mygla sem einnig kom upp í gamla skólanum á Stokkseyri gert þeim erfitt fyrir þar sem nemendur fara þangað í list- og verkgreinar Ragna segir að til standi að koma fyrir færanlegum kennslustofum til bráðabirgða á lóðinni við skólann en óljóst er hvenær þær verði tilbúnar og hvernig skólahaldið verði í haust. „Það er svolítið mikil óvissa í þessu eins og þetta er og við eigum ekki alveg von á að vera kannski komin alveg inn en við fáum að nota þá stofurnar út á Stað líka en þá erum við að fara alveg þvert yfir bæinn. Það verður sem sagt skólinn okkar alveg austast og svo er Staður hérna alveg vestast.“
Mygla Árborg Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. 2. maí 2022 07:39 Loka í Kópavogsskóla vegna myglu Hluta Kópavogsskóla verður lokað frá og með morgundeginum vegna myglu. Nemendur skólans í 6. og 7. bekk verða heima á morgun en aðrir nemendur mæta í skólann. Í kjölfarið verður húsnæði sem áður hýsti bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar nýttur undir kennslu. 17. mars 2022 17:53 Meiri mygla fannst í Laugalækjarskóla Búið er að loka þremur skólastofum í Laugalækjarskóla vegna myglu. Flytja þarf skólastarfið tímabundið í annað húsnæði á meðan viðgerðir fara fram eftir áramótin. 12. desember 2021 17:16 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. 2. maí 2022 07:39
Loka í Kópavogsskóla vegna myglu Hluta Kópavogsskóla verður lokað frá og með morgundeginum vegna myglu. Nemendur skólans í 6. og 7. bekk verða heima á morgun en aðrir nemendur mæta í skólann. Í kjölfarið verður húsnæði sem áður hýsti bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar nýttur undir kennslu. 17. mars 2022 17:53
Meiri mygla fannst í Laugalækjarskóla Búið er að loka þremur skólastofum í Laugalækjarskóla vegna myglu. Flytja þarf skólastarfið tímabundið í annað húsnæði á meðan viðgerðir fara fram eftir áramótin. 12. desember 2021 17:16
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?