Mjótt á munum á milli flokka og margir óákveðnir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. maí 2022 14:53 Nokkur spenna virðist vera að færast í leikinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri. Vísir/Akureyri Um þriðjungur kjósenda á Akureyri er óákveðinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar eftir tæpar tvær vikur. Mjótt er á munum á milli Sjálfstæðisflokks, L-lista og Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri, sem framkvæmd var dagana 25. apríl til 2. maí. Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi eða 16,7 prósent. Skammt á hæla Sjálfstæðisflokksins koma Samfylkingin, með 14,9 prósent, og L-listinn með 14,6 prósent. Samkvæmt könnun RHA fengu þessir þrír flokkar tvo fulltrúa kjörna í bæjarstjórn. Það þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum fulltrúa en Samfylkingin og L-listinn halda sínu. Kattaframboðið nær manni inn Framsóknarflokkurinn mælist ekki langt á eftir þessum þremur flokkum, með 13 prósent fylgi. Flokkur fólksins, sem býður fram í fyrsta skipti í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri mælist með 11,3 prósent fylgi. Vinstri græn mælast með 7,9 prósent fylgi og Kattaframboðið, einnig nýtt framboð, mælist með 7,8 prósent. Miðflokkurinn mælist með 7,4 prósent fylgi. Margir eru óákveðnir á AkureyriVísir/Tryggvi Samkvæmt könnun RHA mælast þessir flokkar með einn fulltrúa hver. Það þýðir að Framsóknarflokkurinn tapar einum fulltrúa en Miðflokkurinn og VG halda sínum frá síðustu kosningum. Fulltrúar Flokks fólksins og Kattaframboðsins koma nýir inn. Píratar mælast með 6,4 prósent fylgi og ná ekki fulltrúa inn. Margir óákveðnir Tekið er fram á vef RHA að nokkuð hátt hlutfall þeirra sem svöruðu hafi ekki verið búnir að gera upp hug sinn, eða 31,3 prósent. Því geti þessar tölur breyst talsvert þegar talið verður upp úr kössunum. 7,4 prósent vildu ekki svara og 1,1 prósent ætlar ekki að mæta á kjörstað. 398 svöruðu könnunni. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2018 mynduðu Framsóknarflokkur, Samfylkingin og L-listinn sex fulltrúa meirihluta í bæjarstjórn, en þar sitja ellefu kjörnir fulltrúar. Sá meirihluti væri því fallin samkvæmt könnun RHA, sæti hann enn. Sú breyting var hins vegar gerð í september 2020 að allir flokkarnir sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn mynduðu samstjórn. Mynda því allir flokkar sem nú eiga sæti í bæjarstjórn meirihluta þar. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri, sem framkvæmd var dagana 25. apríl til 2. maí. Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi eða 16,7 prósent. Skammt á hæla Sjálfstæðisflokksins koma Samfylkingin, með 14,9 prósent, og L-listinn með 14,6 prósent. Samkvæmt könnun RHA fengu þessir þrír flokkar tvo fulltrúa kjörna í bæjarstjórn. Það þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum fulltrúa en Samfylkingin og L-listinn halda sínu. Kattaframboðið nær manni inn Framsóknarflokkurinn mælist ekki langt á eftir þessum þremur flokkum, með 13 prósent fylgi. Flokkur fólksins, sem býður fram í fyrsta skipti í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri mælist með 11,3 prósent fylgi. Vinstri græn mælast með 7,9 prósent fylgi og Kattaframboðið, einnig nýtt framboð, mælist með 7,8 prósent. Miðflokkurinn mælist með 7,4 prósent fylgi. Margir eru óákveðnir á AkureyriVísir/Tryggvi Samkvæmt könnun RHA mælast þessir flokkar með einn fulltrúa hver. Það þýðir að Framsóknarflokkurinn tapar einum fulltrúa en Miðflokkurinn og VG halda sínum frá síðustu kosningum. Fulltrúar Flokks fólksins og Kattaframboðsins koma nýir inn. Píratar mælast með 6,4 prósent fylgi og ná ekki fulltrúa inn. Margir óákveðnir Tekið er fram á vef RHA að nokkuð hátt hlutfall þeirra sem svöruðu hafi ekki verið búnir að gera upp hug sinn, eða 31,3 prósent. Því geti þessar tölur breyst talsvert þegar talið verður upp úr kössunum. 7,4 prósent vildu ekki svara og 1,1 prósent ætlar ekki að mæta á kjörstað. 398 svöruðu könnunni. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2018 mynduðu Framsóknarflokkur, Samfylkingin og L-listinn sex fulltrúa meirihluta í bæjarstjórn, en þar sitja ellefu kjörnir fulltrúar. Sá meirihluti væri því fallin samkvæmt könnun RHA, sæti hann enn. Sú breyting var hins vegar gerð í september 2020 að allir flokkarnir sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn mynduðu samstjórn. Mynda því allir flokkar sem nú eiga sæti í bæjarstjórn meirihluta þar.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira