Dæmdur í sex leikja bann en segist vera alsaklaus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2022 14:00 DeAndre Hopkins er frábær útherji og fáir betri að grípa boltann í þröngri stöðu. Hér hefur hann hann skorað snertimark fyrir Arizona Cardinals. Getty/Emilee Chinn DeAndre Hopkins, stjörnuútherji Arizona Cardinals í NFL-deildinni, var í gær dæmdur í sex leikja bann fyrir að hafa orðið uppvís af því að nota ólögleg efni. Hopkins heldur fram sakleysi sínu. NFL-deildin segir að leikmaðurinn hafi nota frammistöðubætandi efni en leikmaðurinn sjálfur kemur alveg af fjöllum og skilur ekki hvernig þetta gat gerst. View this post on Instagram A post shared by NFL on FOX (@nflonfox) Doug Sanders, umboðsmaður Hopkins, sagði blaðamanni ESPN að það hafi fundist leyfar af þessum efnum í nóvember en í lyfjaprófum í mánuðinum á undan og mánuðinum á eftir hafi ekki fundist neitt. Hopkins sagðist vera í áfalli þegar hann tjáði sig um fréttirnar á samfélagsmiðlum sínum. Þetta hafi komið honum alveg í opna skjöldu. „Ég var ringlaður og í áfalli þegar ég frétti þetta. Ég passa mikið hvað ég læt ofan í mig og hef alltaf notað heildrænar lækningar. Ég vinn nú að því með mínu teymi að komast að því hvernig þetta gat gerst,“ skrifaði DeAndre Hopkins. „Eins varlega og ég hef farið þá hef ég greinilega ekki farið nógu varlega. Ég bið stuðningsmenn Cardinals, liðsfélaga mína og allt Cardinals félagið afsökunar á því. Ég vil aldrei bregðast mínu liði. Ég ætla mér að komast að hinu sanna. Um leið og ég fæ frekari upplýsingar þá mun ég segja ykkur frá þeim,“ skrifaði Hopkins. View this post on Instagram A post shared by Deandre Hopkins (@deandrehopkins) Hopkins má spila með liðinu á undirbúningstímabilinu og æfa með því alveg fram að fyrsta leik á leiktíðinni. Hopkins verður þrítugur í sumar og var að klára erfitt tímabil þar sem hann glímdi mikið við meiðsli og úr varð hann lélegasta tímabil á ferlinum. Hopkins missti fyrst af þremur leikjum um mitt tímabilið vegna tognunar aftan í læri og svo af síðustu fjórum leikjunum og leiknum í úrslitakeppni vegna hnémeiðsla. Það efast þó fáir um hæfileika Hopkins sem hefur lengi verið í hópi allra bestu útherja NFL-deildarinnar enda hefur hann þrisvar verið kosinn í lið ársins og fimm sinnum verið valinn í stjörnuleikinn. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) NFL Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Sjá meira
NFL-deildin segir að leikmaðurinn hafi nota frammistöðubætandi efni en leikmaðurinn sjálfur kemur alveg af fjöllum og skilur ekki hvernig þetta gat gerst. View this post on Instagram A post shared by NFL on FOX (@nflonfox) Doug Sanders, umboðsmaður Hopkins, sagði blaðamanni ESPN að það hafi fundist leyfar af þessum efnum í nóvember en í lyfjaprófum í mánuðinum á undan og mánuðinum á eftir hafi ekki fundist neitt. Hopkins sagðist vera í áfalli þegar hann tjáði sig um fréttirnar á samfélagsmiðlum sínum. Þetta hafi komið honum alveg í opna skjöldu. „Ég var ringlaður og í áfalli þegar ég frétti þetta. Ég passa mikið hvað ég læt ofan í mig og hef alltaf notað heildrænar lækningar. Ég vinn nú að því með mínu teymi að komast að því hvernig þetta gat gerst,“ skrifaði DeAndre Hopkins. „Eins varlega og ég hef farið þá hef ég greinilega ekki farið nógu varlega. Ég bið stuðningsmenn Cardinals, liðsfélaga mína og allt Cardinals félagið afsökunar á því. Ég vil aldrei bregðast mínu liði. Ég ætla mér að komast að hinu sanna. Um leið og ég fæ frekari upplýsingar þá mun ég segja ykkur frá þeim,“ skrifaði Hopkins. View this post on Instagram A post shared by Deandre Hopkins (@deandrehopkins) Hopkins má spila með liðinu á undirbúningstímabilinu og æfa með því alveg fram að fyrsta leik á leiktíðinni. Hopkins verður þrítugur í sumar og var að klára erfitt tímabil þar sem hann glímdi mikið við meiðsli og úr varð hann lélegasta tímabil á ferlinum. Hopkins missti fyrst af þremur leikjum um mitt tímabilið vegna tognunar aftan í læri og svo af síðustu fjórum leikjunum og leiknum í úrslitakeppni vegna hnémeiðsla. Það efast þó fáir um hæfileika Hopkins sem hefur lengi verið í hópi allra bestu útherja NFL-deildarinnar enda hefur hann þrisvar verið kosinn í lið ársins og fimm sinnum verið valinn í stjörnuleikinn. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl)
NFL Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Sjá meira