Ágúst Gylfason: Ég skulda Jökli aðstoðarþjálfara út að borða Sverrir Mar Smárason skrifar 2. maí 2022 22:45 Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, ræðir við aðstoðarmann sinn, Jökul Elísabetarson. Vísir/Vilhelm Águst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, lofaði fjörugum leik þegar lið hans mætti Víkingum í Víkinni í Bestu deild karla í kvöld. Hann segist þó ekki alveg hafa búist við þessari flugeldasýningu en leikurinn endaði með 4-5 sigri Stjörnunnar. „Kannski ekki alveg þessu. Ég er búinn að segja í annað skipti að þetta yrði skemmtilegasti leikur sumarsins. Það verður erfitt að toppa þetta. Ég er alveg klár á því. Þvílíka frammistaðan hjá báðum liðum. Sóknarleikur.“ „Það var unun að horfa á þetta. [Það sem gerði útslagið var] hugrekki og þor. Þora að sækja á Víkingana. Þeir komu á okkur trekk í trekk. Við fórum á þá trekk í trekk. Níu mörk. Þannig að það var það sem skóp sigurinn í dag. Þetta hefði getað lent hvoru megin sem var. Sláarskot, samskeitin. Þetta var bara algjör flugeldasýning,“ sagði Ágúst. Ágúst neyddist til að gera skiptingu í hálfleik. Hann segir ástæðu hennar vera meiðsli. „Við erum með geggjaðan hóp, stóran hóp, frískir strákar í topp standi. Þannig að það skiptir engu máli hverjir eru inn á. Við erum með 11 fríska menn hverju sinni. Það voru smá meiðsli, við gerðum ákveðna taktíska breytingu í hálfleik.“ „Þórarinn mögulega átt að koma út af í hálfleik en hann tórði nokkrar mínútur í viðbót í seinni. Þannig við þurftum að gera tvöfalda skiptingu, nýttum allar okkar skiptingar. Það var líka lykillnn að sigri og bara karakter,“ sagði Ágúst. Ungu strákarnir í liði Stjörnunnar áttu frábæran leik í kvöld og Ágúst segist vera skuldugur aðstoðarmanni sínum. „Þeir eru heldur betur á góðu rönni og ég skulda Jökli aðstoðarþjálfara að fara út að borða það er nokkuð ljóst. Frammistaða ungu strákana bara frábær og við vorum búnir að ákveða það að ef þeir myndu standa sig vel að ég myndi bjóða Jökli út að borða,“ sagði Ágúst léttur og hélt áfram. „Við eigum allir heiðurinn að þessu. Bæði þeir, ungu strákarnir að standa sig og náttúrulega þjálfarateymið allir í kringum þetta. En eins og ég segi, Jökull fær lúxus mat, góða steik út að borða. Það er það sem skilur eftir sig,“ sagði Ágúst um ungu leikmenn Stjörnunnar. Aðspurður hvað þessi leikur þýði sagði Ágúst, „Bara áfram gakk, frábær frammistaða og góður sigur. Góð frammistaða, það er það sem skilar okkur áframhaldinu og við þurfum að halda þessu áfram.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
„Kannski ekki alveg þessu. Ég er búinn að segja í annað skipti að þetta yrði skemmtilegasti leikur sumarsins. Það verður erfitt að toppa þetta. Ég er alveg klár á því. Þvílíka frammistaðan hjá báðum liðum. Sóknarleikur.“ „Það var unun að horfa á þetta. [Það sem gerði útslagið var] hugrekki og þor. Þora að sækja á Víkingana. Þeir komu á okkur trekk í trekk. Við fórum á þá trekk í trekk. Níu mörk. Þannig að það var það sem skóp sigurinn í dag. Þetta hefði getað lent hvoru megin sem var. Sláarskot, samskeitin. Þetta var bara algjör flugeldasýning,“ sagði Ágúst. Ágúst neyddist til að gera skiptingu í hálfleik. Hann segir ástæðu hennar vera meiðsli. „Við erum með geggjaðan hóp, stóran hóp, frískir strákar í topp standi. Þannig að það skiptir engu máli hverjir eru inn á. Við erum með 11 fríska menn hverju sinni. Það voru smá meiðsli, við gerðum ákveðna taktíska breytingu í hálfleik.“ „Þórarinn mögulega átt að koma út af í hálfleik en hann tórði nokkrar mínútur í viðbót í seinni. Þannig við þurftum að gera tvöfalda skiptingu, nýttum allar okkar skiptingar. Það var líka lykillnn að sigri og bara karakter,“ sagði Ágúst. Ungu strákarnir í liði Stjörnunnar áttu frábæran leik í kvöld og Ágúst segist vera skuldugur aðstoðarmanni sínum. „Þeir eru heldur betur á góðu rönni og ég skulda Jökli aðstoðarþjálfara að fara út að borða það er nokkuð ljóst. Frammistaða ungu strákana bara frábær og við vorum búnir að ákveða það að ef þeir myndu standa sig vel að ég myndi bjóða Jökli út að borða,“ sagði Ágúst léttur og hélt áfram. „Við eigum allir heiðurinn að þessu. Bæði þeir, ungu strákarnir að standa sig og náttúrulega þjálfarateymið allir í kringum þetta. En eins og ég segi, Jökull fær lúxus mat, góða steik út að borða. Það er það sem skilur eftir sig,“ sagði Ágúst um ungu leikmenn Stjörnunnar. Aðspurður hvað þessi leikur þýði sagði Ágúst, „Bara áfram gakk, frábær frammistaða og góður sigur. Góð frammistaða, það er það sem skilar okkur áframhaldinu og við þurfum að halda þessu áfram.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn