Ævinlega þakklát heilbrigðisstarfsfólki eftir „mesta tilfinningarússíbanakokteil“ lífsins Eiður Þór Árnason skrifar 1. maí 2022 22:03 Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sævar Ólafsson ásamt barninu. Aðsend/Vísir Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Pírata í Reykjavík, fæddi dreng á þriðjudag. Barnið, sem hún á með Sævari Ólafssyni íþróttafræðingi, var 16,5 merkur og 52 sentímetrar að lengd. Sá litli lét ekki bíða eftir sér en settur dagur var í dag, á baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Dóra segir drenginn vera baráttubarn í víðum skilningi en hann kom jafnframt í heiminn í miðri kosningabaráttu. Fyrir átti Sævar son úr fyrra sambandi. „Hann er svo undurfallegur og bjartur og lýsir upp hjörtun okkar. Ég hef aldrei upplifað slíka ást,“ segir hún í Facebook-færslu þar sem hún greinir frá fæðingunni. Fæðingin og fyrstu dagarnir hafi þó reynst fjölskyldunni krefjandi þar sem fyrirhuguð heimafæðing hafi endað upp á Landspítala „í töluverðum hasar.“ Þá hafi hann verið lagður inn á vökudeild spítalans tveimur dögum eftir að hann kom í heiminn vegna slappleika. „Allt hefur þó gengið upp og við fjölskyldan fengum að fara heim í dag, á settum degi. Við njótum þess að vera saman og kynnast. Hann setur allt lífið vissalega í alveg nýtt samhengi,“ segir Dóra. Hún vilji í ljósi dagsins í dag og nýliðinnar reynslu foreldranna nefnda botnlausa virðingu sína fyrir vinnu og mikilvægi heilbrigðisstarfsfólks. Klökk og þakklát „Heilbrigðisstarfsfólk er okkur til halds og trausts á okkar bestu og erfiðustu stundum og stendur vörð um okkar allra dýrmætasta og hefur sannarlega gert það í okkar tilfelli. Ég vil þakka ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum, fæðingarlæknum og barnalæknum bæði Bjarkarinnar og Landspítala frá innstu hjartarótum fyrir að grípa mig og fjölskylduna mína á ögurstundu. Fagleg og styrk hjálparhönd þeirra í bland við botnlausa umhyggju og hlýju sem við höfum hlotið síðustu daga frá þessu yndislega fólki gerir mig klökka.“ Starfsfólkið hafi ekki einungis tryggt fjölskyldunni rétta meðhöndlun og meðferð heldur líka veitt sáluhjálp, ráðgjöf og öxl til að gráta á. „Undursamlegar ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa bæði fyrir, undir og eftir fæðingu og á meðan dvöl okkar á vökudeild stóð hlustað á mig, ráðlagt mér, sýnt mér endalausan skilning og stuðning og hafa bókstaflega gripið mig í sinn faðm þegar tárin hafa streymt niður vangana í rosalegasta tilfinningarússíbanakokteil lífs míns.“ Að lokum segir Dóra að hún verði þessu fólki ævinlega þakklát og þau eigi allt gott skilið. „Það á skilið miklu meira en það fær. Gleðilegan 1. maí. Baráttan lifir. Velkominn í heiminn elsku barnið mitt.“ Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Ástin og lífið Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Dóra Björt og Sævar Ólafsson eiga von á barni Dóra Björt Guðjóndóttir, borgarfulltrúi Pírata, og Sævar Ólafsson íþróttafræðingur eiga von á sínu fyrsta barni saman. 28. nóvember 2021 20:24 Dóra Björt fann ástina í örmum Sævars „Hvernig er eiginlega hægt að lýsa ári eins og 2020? Allt gerðist einhvern veginn. Árið tók og tók en gaf það ekki líka? 5. janúar 2021 12:30 Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira
Sá litli lét ekki bíða eftir sér en settur dagur var í dag, á baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Dóra segir drenginn vera baráttubarn í víðum skilningi en hann kom jafnframt í heiminn í miðri kosningabaráttu. Fyrir átti Sævar son úr fyrra sambandi. „Hann er svo undurfallegur og bjartur og lýsir upp hjörtun okkar. Ég hef aldrei upplifað slíka ást,“ segir hún í Facebook-færslu þar sem hún greinir frá fæðingunni. Fæðingin og fyrstu dagarnir hafi þó reynst fjölskyldunni krefjandi þar sem fyrirhuguð heimafæðing hafi endað upp á Landspítala „í töluverðum hasar.“ Þá hafi hann verið lagður inn á vökudeild spítalans tveimur dögum eftir að hann kom í heiminn vegna slappleika. „Allt hefur þó gengið upp og við fjölskyldan fengum að fara heim í dag, á settum degi. Við njótum þess að vera saman og kynnast. Hann setur allt lífið vissalega í alveg nýtt samhengi,“ segir Dóra. Hún vilji í ljósi dagsins í dag og nýliðinnar reynslu foreldranna nefnda botnlausa virðingu sína fyrir vinnu og mikilvægi heilbrigðisstarfsfólks. Klökk og þakklát „Heilbrigðisstarfsfólk er okkur til halds og trausts á okkar bestu og erfiðustu stundum og stendur vörð um okkar allra dýrmætasta og hefur sannarlega gert það í okkar tilfelli. Ég vil þakka ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum, fæðingarlæknum og barnalæknum bæði Bjarkarinnar og Landspítala frá innstu hjartarótum fyrir að grípa mig og fjölskylduna mína á ögurstundu. Fagleg og styrk hjálparhönd þeirra í bland við botnlausa umhyggju og hlýju sem við höfum hlotið síðustu daga frá þessu yndislega fólki gerir mig klökka.“ Starfsfólkið hafi ekki einungis tryggt fjölskyldunni rétta meðhöndlun og meðferð heldur líka veitt sáluhjálp, ráðgjöf og öxl til að gráta á. „Undursamlegar ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa bæði fyrir, undir og eftir fæðingu og á meðan dvöl okkar á vökudeild stóð hlustað á mig, ráðlagt mér, sýnt mér endalausan skilning og stuðning og hafa bókstaflega gripið mig í sinn faðm þegar tárin hafa streymt niður vangana í rosalegasta tilfinningarússíbanakokteil lífs míns.“ Að lokum segir Dóra að hún verði þessu fólki ævinlega þakklát og þau eigi allt gott skilið. „Það á skilið miklu meira en það fær. Gleðilegan 1. maí. Baráttan lifir. Velkominn í heiminn elsku barnið mitt.“
Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Ástin og lífið Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Dóra Björt og Sævar Ólafsson eiga von á barni Dóra Björt Guðjóndóttir, borgarfulltrúi Pírata, og Sævar Ólafsson íþróttafræðingur eiga von á sínu fyrsta barni saman. 28. nóvember 2021 20:24 Dóra Björt fann ástina í örmum Sævars „Hvernig er eiginlega hægt að lýsa ári eins og 2020? Allt gerðist einhvern veginn. Árið tók og tók en gaf það ekki líka? 5. janúar 2021 12:30 Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira
Dóra Björt og Sævar Ólafsson eiga von á barni Dóra Björt Guðjóndóttir, borgarfulltrúi Pírata, og Sævar Ólafsson íþróttafræðingur eiga von á sínu fyrsta barni saman. 28. nóvember 2021 20:24
Dóra Björt fann ástina í örmum Sævars „Hvernig er eiginlega hægt að lýsa ári eins og 2020? Allt gerðist einhvern veginn. Árið tók og tók en gaf það ekki líka? 5. janúar 2021 12:30