Fjölbreytt dagskrá á baráttudegi verkalýðsins Smári Jökull Jónsson skrifar 1. maí 2022 12:29 Safnast verður saman á Ingólfstorgi í dag. Vísir/Friðrik Þór Baráttudagur verkalýðsins er í dag og af því tilefni standa verkalýðsfélög landsins fyrir fjölbreyttri dagskrá víða um land. Í Reykjavík standa BHM, KÍ, BSRB og ASÍ fyrir kröfugöngu þar sem safnast er saman á Hlemmi klukkan 13:00. Lagt verður af stað klukkan 13:30 og munu Lúðrasveit Verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni. Á Ingólfstorgi fer síðan fram útifundur þar sem Þórhildur Þorkelsdóttir verður fundarstjóri. Þórarinn Eyfjör, formaður Sameyki, heldur ávarp auk Drífu Snædal forseta ASÍ. Þá verða tónlistaratriði þar sem Bubbi, Una Torfa auk lúðrasveitanna koma fram. Í Hafnarfirði verða baráttutónleikar Hlífar og Starfsmannafélag Hafnarfjarðar haldnir í Bæjarbíói klukkan 15:00. Þar koma fram Sóli Hólm, Bríet og Bjartmar Guðlaugsson. Verkalýðsfélag Akraness, VR, Félag iðn- og tæknigreina, Sameyki, Kennarasamband Íslands og Sjúkraliðafélag Íslands standa fyrir dagskrá á Akranesi þar sem safnast verður við Þjóðbraut klukkan 14:00. Ræðumaður er Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og SGS. Á Akureyri verður safnast saman við Alþýðuhúsið klukkan 13:30 og lagt af stað í kröfugöngu klukkan 14:00 þar sem Lúðrasveit Akureyrar mun leika. Finnur Víkingsson, formaður Rafiðnaðarfélags Norðurlands og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ halda ræður og í kjölfarið verður skemmtidagskrá og kaffiveitingar. Á Ísafirði fer hátíðardagskrá fram í Edinborg þar sem Bergþór Pálsson kemur fram og Albert Eiríksson verður með pistil dagsins auk þess sem boðið verður upp á dansatriði. Í Vestmannaeyjum verður dagurinn haldinn hátíðlegur í AKÓGES með kaffisamsæti og tónleikum Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar ásamt Skólalúðrasveit Vestmannaeyja. Hátíðardagskrá fer fram í fleiri bæjarfélögum og má sjá upplýsingar inni á vef ASÍ. Stéttarfélög Reykjavík Hafnarfjörður Akranes Akureyri Ísafjarðarbær Vestmannaeyjar Verkalýðsdagurinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Í Reykjavík standa BHM, KÍ, BSRB og ASÍ fyrir kröfugöngu þar sem safnast er saman á Hlemmi klukkan 13:00. Lagt verður af stað klukkan 13:30 og munu Lúðrasveit Verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni. Á Ingólfstorgi fer síðan fram útifundur þar sem Þórhildur Þorkelsdóttir verður fundarstjóri. Þórarinn Eyfjör, formaður Sameyki, heldur ávarp auk Drífu Snædal forseta ASÍ. Þá verða tónlistaratriði þar sem Bubbi, Una Torfa auk lúðrasveitanna koma fram. Í Hafnarfirði verða baráttutónleikar Hlífar og Starfsmannafélag Hafnarfjarðar haldnir í Bæjarbíói klukkan 15:00. Þar koma fram Sóli Hólm, Bríet og Bjartmar Guðlaugsson. Verkalýðsfélag Akraness, VR, Félag iðn- og tæknigreina, Sameyki, Kennarasamband Íslands og Sjúkraliðafélag Íslands standa fyrir dagskrá á Akranesi þar sem safnast verður við Þjóðbraut klukkan 14:00. Ræðumaður er Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og SGS. Á Akureyri verður safnast saman við Alþýðuhúsið klukkan 13:30 og lagt af stað í kröfugöngu klukkan 14:00 þar sem Lúðrasveit Akureyrar mun leika. Finnur Víkingsson, formaður Rafiðnaðarfélags Norðurlands og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ halda ræður og í kjölfarið verður skemmtidagskrá og kaffiveitingar. Á Ísafirði fer hátíðardagskrá fram í Edinborg þar sem Bergþór Pálsson kemur fram og Albert Eiríksson verður með pistil dagsins auk þess sem boðið verður upp á dansatriði. Í Vestmannaeyjum verður dagurinn haldinn hátíðlegur í AKÓGES með kaffisamsæti og tónleikum Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar ásamt Skólalúðrasveit Vestmannaeyja. Hátíðardagskrá fer fram í fleiri bæjarfélögum og má sjá upplýsingar inni á vef ASÍ.
Stéttarfélög Reykjavík Hafnarfjörður Akranes Akureyri Ísafjarðarbær Vestmannaeyjar Verkalýðsdagurinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira