Á það sem má og má það sem á? Guðmundur Kári Þorgrímsson skrifar 30. apríl 2022 17:30 Að eiga og að mega. Það er spurningin. Það er margt í þessu samfélagi okkar sem við eigum og megum gera. Í lögum er tilgreint hvað má og má ekki. Við megum til að mynda ekki stela, meiða eða svíkja undan skatti. Við megum þó til dæmis gifta okkur, mennta okkur, eignast börn og við megum mæta á Austurvöll til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Það er hins vegar ekkert í lögum sem segir hvort við ættum að gera slíka hluti. Sá þáttur er óskýrari og flakkar svolítið eftir siðferði og viðhorfum hvers og eins. Sumir hlutir eru þó skýrari en aðrir. Fjármálaráðherra vor segir að hann hafi mátt framkvæma söluna á Íslandsbanka eins og hann framkvæmdi hana. Jafnframt segir hann að faðir hans hafi mátt kaupa hlut, eða öllu heldur spurði hann hvort föðurnum hafi verið bannað að gera það (innskot: það má alla vega banna honum það). Fyrir lang flesta er það nú samt frekar skýrt að þó svo það megi gera slíka hluti, þá á ekki að gera þá. Það á ekki að selja föður sínum ríkiseign, þó svo að faðirinn „megi“ kaupa. Ráðherra segir það „heimskulega nálgun“ að reikna þingsæti núna. Með öðrum orðum finnst honum að það eigi ekki að reikna þingsæti núna þó svo það megi sem sýnir okkur það að hann áttar sig á ólíkri merkingu þessara fyrirbæra. Það eru óteljandi hlutir sem fjármálaráðherra má en hefur samt ekki gert. Hér er ótæmandi listi yfir hluti sem ráðherra má: -Ráðherra má sleppa því að selja föður sínum ríkiseign. -Ráðherra má viðurkenna mistök og axla ábyrgð. -Ráðherra má biðjast afsökunar. -Ráðherra má iðrast gjörða sinna. -Ráðherra má segja af sér. Já, allt eru þetta hlutir sem má gera. Það er nefnilega svo margt í þessu samfélagi okkar sem við megum að stundum missum við sjónar á því sem eigum að gera. Höfundur á að vera að undirbúa sig fyrir lokapróf en má samt sem áður skrifa skoðanagrein í staðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Að eiga og að mega. Það er spurningin. Það er margt í þessu samfélagi okkar sem við eigum og megum gera. Í lögum er tilgreint hvað má og má ekki. Við megum til að mynda ekki stela, meiða eða svíkja undan skatti. Við megum þó til dæmis gifta okkur, mennta okkur, eignast börn og við megum mæta á Austurvöll til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Það er hins vegar ekkert í lögum sem segir hvort við ættum að gera slíka hluti. Sá þáttur er óskýrari og flakkar svolítið eftir siðferði og viðhorfum hvers og eins. Sumir hlutir eru þó skýrari en aðrir. Fjármálaráðherra vor segir að hann hafi mátt framkvæma söluna á Íslandsbanka eins og hann framkvæmdi hana. Jafnframt segir hann að faðir hans hafi mátt kaupa hlut, eða öllu heldur spurði hann hvort föðurnum hafi verið bannað að gera það (innskot: það má alla vega banna honum það). Fyrir lang flesta er það nú samt frekar skýrt að þó svo það megi gera slíka hluti, þá á ekki að gera þá. Það á ekki að selja föður sínum ríkiseign, þó svo að faðirinn „megi“ kaupa. Ráðherra segir það „heimskulega nálgun“ að reikna þingsæti núna. Með öðrum orðum finnst honum að það eigi ekki að reikna þingsæti núna þó svo það megi sem sýnir okkur það að hann áttar sig á ólíkri merkingu þessara fyrirbæra. Það eru óteljandi hlutir sem fjármálaráðherra má en hefur samt ekki gert. Hér er ótæmandi listi yfir hluti sem ráðherra má: -Ráðherra má sleppa því að selja föður sínum ríkiseign. -Ráðherra má viðurkenna mistök og axla ábyrgð. -Ráðherra má biðjast afsökunar. -Ráðherra má iðrast gjörða sinna. -Ráðherra má segja af sér. Já, allt eru þetta hlutir sem má gera. Það er nefnilega svo margt í þessu samfélagi okkar sem við megum að stundum missum við sjónar á því sem eigum að gera. Höfundur á að vera að undirbúa sig fyrir lokapróf en má samt sem áður skrifa skoðanagrein í staðinn.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun