„Í minningunni söng ég í fimm mínútur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. apríl 2022 13:36 Garðar segir á Twitter að söngkonan Skin hafi verið uppáhaldssöngkonan hans í tuttugu ár. Vísir/Getty Garðar Gunnlaugsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, tók lagið með söngkonunni Skin á tónleikum Skunk Anansie í Laugardalshöll í gærkvöldi. Söngkonan birti myndband frá tónleikunum á Instagram síðu sinni. Hljómsveitin Skunk Anansie naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Hún var meðal annars kosin besta nýja hljómsveitin árið 1995 af tímaritinu Kerrang! og var tilnefnd sem bæði besta hljómsveitin og besta hljómsveit á tónleikum á evrópsku MTV verðlaununum árið 1997. Skunk Ananasie hefur átt lag eða plötu í samtals 142 vikur á breskum vinsældalistum og smellir á borð við Hendonism, Weak og Twisted gerðu það að verkum að hljómsveitin breska var ein af þeim vinsælustu á árunum fyrir aldamót. Það var því töluverð eftirvænting á meðal aðdáenda sveitarinnar fyrir tónleikum gærkvöldsins en hún hefur ekki komið fram hér á landi síðan 1997. View this post on Instagram A post shared by s _s s OBE (@skin_skunkanansie) Garðar Gunnlaugsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, var einn af þeim sem sótti tónleikana og var heldur betur ánægður með það sem hann sá og heyrði. „Þeir voru geggjaðir,“ sagði Garðar um tónleikana þegar Vísir heyrði í honum hljóðið. Auðheyrt var að fjörið hafði verið mikið. „Þeir voru algjörlega sturlaðir, hún var með „crowd control“ upp á tíu og fyrir listamann á þessum aldri að vera svona góð er magnað. Hún er náttúrulega orðin 54 ára. Dikta voru „unreal“ í upphitun þannig að maður fékk eiginlega tvo tónleika á verði einna,“ sagði Garðar og bætti við að hann hefði verið mikill aðdáandi á sínum tíma. Söng (argaði) i hljóðnemann með Skin áðan ef að einhver á mynd af því þá væri má pósta henni hérna.. uppáhalds söngkonan mín í 20 ár! pic.twitter.com/Ftdkw9tclQ— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) April 29, 2022 „Maður keypti plötur á þessum tíma og og ég átti allar plöturnar með Skunk Anansie. Þetta var mjög vinsælt þegar ég var í unglingadeildinni og það fór hópur af Skaganum saman á tónleikana 1997,“ en Garðar er fæddur og uppalinn á Akranesi. Garðar var á leið út úr Laugardalshöllinni í gær þegar hljómsveitin ákvað að taka eitt aukalag. „Ég og Arnar Már félagi minn vorum á leið út og þegar Skin tók eitt lokalag sagði ég við hann að ég ætlaði í hópinn sem var að myndast. Hún myndaði nokkurs konar bil í hópnum, bað fólk um að missa sig ekki og labbaði svo út á gólf og fór að syngja.“ Mynd sem Garðar birti á Twitter síðu sinni.Twitter Garðar fékk síðan tækifærið til að syngja með átrúnaðargoðinu. „Á leiðinni til baka náum við einhver veginn augnsambandi og hún kemur upp að mér og þetta bara gerðist bara svona í augnablikinu.“ „Í minningunni söng ég í fimm mínútur en svo þegar ég sá myndbandið sá ég að þetta var ein setning. Ég veit ekki hvort þetta heyrðist en þetta var geggjað.“ Að loknum tónleikunum birti Skin sjálf myndband þar sem Garðar sést syngja ásamt henni í hljóðnemann. Tónlist Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Hljómsveitin Skunk Anansie naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Hún var meðal annars kosin besta nýja hljómsveitin árið 1995 af tímaritinu Kerrang! og var tilnefnd sem bæði besta hljómsveitin og besta hljómsveit á tónleikum á evrópsku MTV verðlaununum árið 1997. Skunk Ananasie hefur átt lag eða plötu í samtals 142 vikur á breskum vinsældalistum og smellir á borð við Hendonism, Weak og Twisted gerðu það að verkum að hljómsveitin breska var ein af þeim vinsælustu á árunum fyrir aldamót. Það var því töluverð eftirvænting á meðal aðdáenda sveitarinnar fyrir tónleikum gærkvöldsins en hún hefur ekki komið fram hér á landi síðan 1997. View this post on Instagram A post shared by s _s s OBE (@skin_skunkanansie) Garðar Gunnlaugsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, var einn af þeim sem sótti tónleikana og var heldur betur ánægður með það sem hann sá og heyrði. „Þeir voru geggjaðir,“ sagði Garðar um tónleikana þegar Vísir heyrði í honum hljóðið. Auðheyrt var að fjörið hafði verið mikið. „Þeir voru algjörlega sturlaðir, hún var með „crowd control“ upp á tíu og fyrir listamann á þessum aldri að vera svona góð er magnað. Hún er náttúrulega orðin 54 ára. Dikta voru „unreal“ í upphitun þannig að maður fékk eiginlega tvo tónleika á verði einna,“ sagði Garðar og bætti við að hann hefði verið mikill aðdáandi á sínum tíma. Söng (argaði) i hljóðnemann með Skin áðan ef að einhver á mynd af því þá væri má pósta henni hérna.. uppáhalds söngkonan mín í 20 ár! pic.twitter.com/Ftdkw9tclQ— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) April 29, 2022 „Maður keypti plötur á þessum tíma og og ég átti allar plöturnar með Skunk Anansie. Þetta var mjög vinsælt þegar ég var í unglingadeildinni og það fór hópur af Skaganum saman á tónleikana 1997,“ en Garðar er fæddur og uppalinn á Akranesi. Garðar var á leið út úr Laugardalshöllinni í gær þegar hljómsveitin ákvað að taka eitt aukalag. „Ég og Arnar Már félagi minn vorum á leið út og þegar Skin tók eitt lokalag sagði ég við hann að ég ætlaði í hópinn sem var að myndast. Hún myndaði nokkurs konar bil í hópnum, bað fólk um að missa sig ekki og labbaði svo út á gólf og fór að syngja.“ Mynd sem Garðar birti á Twitter síðu sinni.Twitter Garðar fékk síðan tækifærið til að syngja með átrúnaðargoðinu. „Á leiðinni til baka náum við einhver veginn augnsambandi og hún kemur upp að mér og þetta bara gerðist bara svona í augnablikinu.“ „Í minningunni söng ég í fimm mínútur en svo þegar ég sá myndbandið sá ég að þetta var ein setning. Ég veit ekki hvort þetta heyrðist en þetta var geggjað.“ Að loknum tónleikunum birti Skin sjálf myndband þar sem Garðar sést syngja ásamt henni í hljóðnemann.
Tónlist Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira